Vísir Sunnudagsblað - 03.03.1940, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 03.03.1940, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Þegar syrjöldin braust út í lok ágústmánaðar, var grein- arhöfundurinn ásaml konu sinni og vinum, staddur í aust- ur hluta Evrópu, þar sem hann ferðaðist um landið í bif- reiðinni sinni. Lýsir hann í eftirfarandi grein erfiðleikunum, scm mættu honum nær hvarvetna við landamærin, strax og stríðið skall á. Það virðist víða hafa hjálpað honum, að hann var Fraklc- lendingur, því að hann gefur ótvírætt i skyn, að samúðin hafi yfirleitt verið Bandamannamegin. — Niðurlag greinar- innar mun sennilega birtast í næsta blaði. FRÁ STRÍÐINU: Yfir 7 landamæri á 10 dögunL Eftir Robert Andrault. Sunnudagsmorguninn 27. ágúst höfðum við tjaldað við fjallsræturnar, rétt þar sem ó- greiður vegurinn byrjaði að stiga í ótal hlykkjum upp eitt af skörðum Karpatafjallanna. Eina ldukkustund eigum við eft- ir að vei*a í Ungverjalandi, ekki mjög langt frá Körösmezö, lít- illi borg, þar sem eru eintóm timburhús; hét hún Jasina, áð- ur en Ungverjar náðu á siðast- liðnum mánuðum aftur hérað- inu Karpatharússlandi. Við höldum upp á við. Þorpið er þegar farið að renna saman við skógana, er lykjast fast að þvi niður í botni dalsins, sem fljótið Tiza byltist eftir. Okkur miðar jafnt áfram upp á við, og skarðið er nú ekki langt undan. Hér er komið að ungverska landamæraverðinum — og Pól- land 20 metra frá. t tólf undanfarna daga höfum við lifað utan við alla siðmenn- ingu, Geo, konan mín, Pétur, sem ekur bilnum til skiftis við mig, og eg, og höfum við ferð- ast um þessar rúthensku hliðar Karpatafjalla. Við vitum ekki neitt um hálið, sem fyllir Ev- rópu ógn og kvíða. Ungversku tollvejjðirnir sögðu okkur ekkert. Pólski liðsforinginn. sem stjórnar gæslu skarðsins, tekst allur á loft, er við kynnum okk- ur og hann sér, að vegabréf okkar eru frönsk. „Nei, Franeess, Franeess*), félagar segir hann við okkur á hræðilegu pólsk-þýsku hrognamáli, sem hann heldur, að sé franska. „París, ó, París *) Þ. e, Franoais (franse), Frakkar, . . . ., heldur hann áfram, og yf- ir andlit lians færist barnslegt hros...... Við nemum af hrognamáli Iians illskiljanleg orð á stangli og fáum að vita um aðal- skyndibreytingarnar i milli- ríkjastjórnmálum rétt fyrir stríðið. Við verðum í fyrstu undrandi, en alt í einu dettur okkur í liug herflutningarnir á Ungverja- landi, sem við höfðum séð nær alstaðar á vegunum, þó að við veittum því litla athygli. Þýsk- rússneski samningurinn, á- kveðnar hótariir Hitlers út af Danzig, strangar aðvaranir Chamberlain’s og Daladier, all- ar Jiessar fregnir gera okkur liöggdofa af undrun, svo hrátt hefir þessa athurði horið að. Þrátt fyrir þetta fór okkur eins og öllum öðrum, að við héldum, að þetta lagaðist, og bjartsýni okkar hafði náð há- marki, meðan við héldum niður eftir í áttina til Kosow og dáð- umst að baldíruðum leðurklæð- um bændanna í þessum héruð- um Póllands. Hvernig áttum við lika að geta látið okkur koma lii hug- ar stríðið frammi fyrir svo lcyrrlátlegu og friðsamlegu landslagi? Og þó skiljum við, að suniar- leyfi okkar Iauk hér á þessu eyðiskarði uppi i Karpatha- fjöllum. Það getur á hverri stundu orðið erfiít vandamál að komast heim lil Frakklands. Við ökum líka eins hratt og veg- urinn lejTir, 25 km. á ldst. Þannig komumst við til Ko- lomyja í ótrúlegu hílryki. Jafn- vel í Serbiu höfum við ekki séð neitt þvílikt. En Rúmenía tekur þó öllu öðru fram í þessu efni. i Hér lcemur Pruth-fljótið. Sniatyn er ekki langt undan. Það ei* pólsk-rúmensk landa- mærastöð, þar sem eru svo dapurleg varðhöld, þegar, þetta er ritað. í hverju þorpi eru ó- vanalegir hópar bænda, sem ræða látbrigðaJaust um útvarps- fréttirnar. Og þegar við sjáum þetta aftur og aftur, verður okkur smám saman þungt og ó- rótt. Það verða langar þagnir hjá okkur. Við erum sokkin niður í hugsanir okkar. Það er komin nótt, er við ná- um til Sniatyn. Okkur er sagt, að landamærunum hafi verið lokað fyrir tveim stundum. Eru þar ýmsir undirforingjar. Við höfum hlotið að trufla samræð- ur þeirra. Okkur virðast þeir al- varlegir á svipinn i rökkrinu i salnum. Við spyrjum þá spjör- unum úr. Hér fáum við íiina hrottalegu staðfestingu á því, sem við höfðum ekki heyrt nema í molum áður. Það’ er svo komið, að þýskir hermenn hafa sí'st að í Danzig. Þessir óhefluðu mcnn, sem frammi fyrir okkur eru, eru fátalaðir og virðast hranalegir og ákveðnir. „Nú er nóg komið,“ segir einn þeirra seint. „Þetta verður að laka enda, þólt ilt sé!“, bætir annar við. Löng þögn legst vfir okkur öll. „Kemur Frakkland lil liðs við okkur?“, spyr sá þriðji. Við urðum að tjalda i skóla- garði. Liðsforingi fylgdi okkur. Með klaufalegri kurteisi spyrst hann fyrir um, hvers við þörfn- umst. Drengur lileypur eftir brauði handa okkur. Hann neit- ar móðgaður skildingnum, sem við réttum honum. Kona býður okkur plómur; við hefð- um móðgað liana, ef við hefð- um hafnað þeim. Klukkan 6 kemur einn af undirforingjum varðstöðvarinn- ar til að heimsækja okkur, og erum við þá ferðbúin. Við hrott- för okkar er dregið úr laga- forminu, eins og unt er. Og við höldum af stað. Hermenn og undirforingjar fara allir út úr húsinu i þögulli kveðju. Einn þeirra nálgast og segir hikandi: „Frakkland er með okkur, er ekki svo, herra minn?“ „Já, áreiðanlega,“ svaraði eg styrkum rómi. Nú er ekki hlegið framar í vagninum. Þessi stutta viðdvöl okkar i Póllandi Iiafði á okkur áhrif, sem er torvelt að koma Þrátt fyrir gefin loforS af hálfu Þýskalands, aö skeröa ekki hlutleysi Póllands og þrátt fyrir gagn- kvæmar vináttuheimsóknir ýmissa valdamestu manna Þýskalands og Póllands, varö styrjöld ekki af- stýrt. —- Á myndinni sjást Josef Beck utanríkismálaráöherra Póllands með konu sinni í aftursæti bifreitSarinnar, I framsætinu hjá bílstjóranum er Lipski, fyrverandi sendiherra Pólverja í Berlin, en hjá bifreiðinni stendur von Neurath fyrv. utanrikismálaráðherra Þjóðverjft, — Myndt.n er tekiri \ RerUn,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.