Vísir Sunnudagsblað - 31.03.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 31.03.1940, Blaðsíða 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 Skipverjarnir sáu hvernig jakarnir þrýstust saman, hófust upp í æ hærri hæðir og , tættust svo sundur, líkast hraunleSju i eldsumbrotum, sem rennur á vatn og springur og tvístrast í ferlegum hamförum. — einhverju orði norðan úr höfum, er benti á líf, reistu leiðangursmennirnir tjöld á ísn- um, bjuggu um sig og báru inn flutninginn. Samstarfið var á- ikjósanlegt. Schmidt prófessor Vfar einráður fararstjóri og það Ihlýddu honum allir möglunar- laust. Frjálsmannleg og við- mótsþýð framkoma hans, þar sem öllum var ljóst, að hann myndi láta eitt og það sama yf- ir sig ganga sem aðra, gerði hann sjálfan vinsælan og stjórn hans áhrifarikari en ella. Hann sagði við þá, félaga sína, að þeir mættu ekld láta liugfallast og ekki gefa upp alla von þótt útlitið væri óglæsilegt og lífsvon lítil. Þessi vonarneisti, sem hann gat kveikt í brjóstum leiðangursmanna, hefir ef til vill verið þrautalendingin í liinni langvinnu og harðvitugu baráttu við hríðar og frost, og orðið til þess að halda lifinu í þeim. Rúmlega eitt hundrað manns beið örlaga sinna á einmana, endalausri ísbreiðu, sem brast og spraklc, lirannaðist saman í ísfjöll eða sundraðist aftur. Og þessi hverfleikans ísbreiða hrakti undan straumum og stormum gegn enda veraldar. Þeir, sem kunnastir voru staðháttum og veðráttu, vissu live líkurnar voru hverfandi litlar til að komast lífs af. Lik- urnar voru 1 gegn 1000. En þessi eini möguleiki af þúsund var því aðeins til staðar, að það tækist að koma senditækjunum í gang. Að öðrum kosti var ó- hugsandi, að nokkur sála gæti fundið staðinn í þessari óendan- legu ísauðn. Loftskeytamaðurinn Ernest Krenkel vann dag og nótt án þess að unna sér nokkurrar hvíldar. Kuldinn var hræðileg- ur og hendurnar dofnuðu upp, svo að hann fann ekki til þeirra «=”- en hann vfmn samt, og hvorki mataðist né svaf. Hon- um hepnaðist að reisa upp eina útvarpsstöng. Nóttina eftir fauk hún niður aftur. Þeir grófu ann- an endann niður í snjóinn og ísinn, en stuðningurinn var of lítill, og þeir urðu að gefast upp. Þá tóku þeir það til bragðs, að þeir hlóðu matvælasekkjum og skotfærakössum upp með stönginni, uns hún stóð. í litlu snjóbyrgi, sem hlaðið var upp hjá stönginni, vann Krenkel loftskeytamaður og aðstoðar- maður hans uns skinnið var flagnað af fingrunum. — Húð- in fraus föst við hin ísköldu málmtæki og stálþræði. Og loks hepnaðist starfið. — Schmidt leiðangursstjóri, skip- stjórinn og nokkurir aðrir stóðu i hring utan um Krenkel, þegar hann gerði fyrstu tilraunirnar, að gefa hinni fjarlægu veröld til kynna, að enn væri líf á ein- manalegustu hygð þessarar jarðar. Þetta augnablik var ó- gleymanlegt öllum þeim, sem við voru staddir. Til að byrja með heyrðist aðeins suð og truflanir — en það út af fyrir sig gaf þegar von um eitthvað meira. En svo byrjaði alt í einn — hér í auðn heimsskautsins, þúsundir mílna frá næstu mannheimum — fjörugt dans- lag að hljóma út yfir ísinn. Það voru danslög, sem útvarpað var frá danshöll einhverrar stór- borgar, þar sem fólkið hló og dansaði og lék sér i glaum og gleði. Hvílilc óendanleg andstæða! En íshúarnir hrópuðu upp yf- ir sig af fögnuði. Það var eins og lifi þeirra væri þegar bjarg- að. Þetta skeði um miðjan dag, þann 14. febrúar árið 1934. Krenkel loftskeytamaður skrúfaði og skrúfaði. Alt í einu heyrðist rödd frá Kap Nord: — Hafið þið heýrt nokkuð frá Tjeljuskin? Krenkel reyndi að láta heyra til sín, en það bar ekki árang- ur. Hann reyndi aftur, en það fór á sarna veg. Hann náði sjálf- ur hverri stöðinni á fætur ann- ari, þar á meðal stöðvum, sem næst lágu íshafinu. Frá einni þeirra heyrðist: — Við leggjum i hjálparleið- angur á hundasleðum. Schmidt leiðangursstjóri spurði ákafur: — Iialdið þér, að þeir geti heyrt oldkur frá strandlengj- unni? —Við getum reynt, svaraði Krenlcel bjartsýnn eins og hann var altaf. — Fyrr eða síðar hljóta þeir að heyra til okkar. Bara að geymarnir endist okk- ur! Hann stilti tækið á mesta styrkleika sem það þoldi, og áð- ur en Iangt leið hrópaði hann sigri hrósandi: -— Eg er húinn að ná sam- bandi! Örfáum mínútum seinna féklc heimurinn vitneskju um það, að leiðangursmennirnir af Tjeljuskin voru allir lifandi, að öðrum stýrimanni einum und- anteknum. Sovétstjórnin rússneska lét ekkert til sparað að bjarga hinum nauðstöddu leiðangurs- mönnum út úr heimsskautaísn- um. Hún útbjó marga hjálpar- leiðangra til farar. ísbrjóturinn „Krassin“, sem ennþá lá í þurkví i Leningrad til viðgerðar, var útbúinn í skyndi, og það var flýtt fyrir viðgerðinni á honum með met- hraða. Hraðskreiðar flugvélar, sem smíðaðar voru til heims- skautsflugs, voru sendar af stað norður í höf. Fólkið í tjaldbúðinni á ísn- um lijálpaðist að sem einn mað- ur við að ryðja ísinn og útbúa flugvöll á honum. En það var því sem næst vonlaust starf. Is- inn byltist óaflátanlega. Á örfá- um minútum gat margra klukkustunda vinna gjöreyði- lagst, ísinn hrannaðist eða sprakk, svo að breiðar og hyl- djúpar sprungur mynduðust í hann. Þær varð að fylla upp og byrja varð að nýju. En þegar því var lokið, þrýstist ísinn aft- ur saman og myndaði tröll- auknar ísborgir og ferlegar hrannir á þessum fleti, sem unnið hafði verið við í svo lang- an tíma. Einn daginn sprakk Rúmlega eitt hundraö ntftnns beiö örlaga sinna á einmana og endalausri isbrei'öu, er brast og sprakk, þrannaðist saman í ísfjtöll pöa gun.tira'ðist aftur. Qg þessi hverfleikans ísbreiöa þrakti undan straum*. um Qg stormum gegn enda yeralcjar,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.