Vísir Sunnudagsblað - 31.03.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 31.03.1940, Blaðsíða 1
1940 Sunnudaglnn 31. mars 13. blaö HARMLEIKUR NORÐUR VIÐ HEIMSSKAUT Langt gegn norðri — úti í auðn hins eilífa íss — lá endir þessarar jarðar. En austan við mjallhvitar isbreiðurnar lá út- hafið og Vladivostock, síðasta höfnin i mannheimum. Aldrei hafði nokkurt skip siglt þangað fyr. Menn voru í þann veginn að skapa nýja veraldarsögu. V. J. Voronin stóð á stjórn- palli nýja skipsins síns. Það var 4000 tn. stórt, var bygt til ís- hafsleiðangra og hét „Tjeljus- kin". Svo langt sem augað eygði sá ekkert nema hafís — borgarís, sem reis upp í hóla og hæðir, jafnvel fjöll. Skipstjórinn vatt sér að há- um manni með frán augu og sítt jólasveinsskegg. Þessi mað- ur var Otto Julius Schmidt pró- fessor, heimsfrægur vísinda- maður, foringi ferðarinnar og aldavinur skipstjórans. — Þetta er ógiftusamlegt út- lit, sagði hann. — Við komumst ekki neitt. Gamanið kárnar, ef við festumst hér i ísnum. Ef við sitjum fastir, verður ferðin ár- angurslaus. Við getum ekkert gert, Otto Julius. — Þetta er ekki í fyrsta skif ti sem við komumst í hann krapp- ann, félagi sæll, sagði Otto Jul- ius, þreif í handlegginn á vini sínum og hristi hann áfergju- lega. — Við höfum ratað í svo mörg æfintýri. En í þetta skifti vejtur svo mikið — óendanlega mikið — á því, hvernig þetta hepnast. Það má ekki mistakast. I SKAUTI lSSINS. Það valt svo mikið á því, að ferð „Tjeljuskin's" norður í höf hepnaðist — svo mikið — svo margt. Eitt hundrað og fjórar manneskjur voru í skip- inu og höfðu verið það i nærri fjora mánuði, eða með öðrum orðum, allan þann tíma, sem skipið hafði verið á leiðinni úr höfn. Það átti að kanna, hvort unt væri fyrir önnur skip en ís- brjóta, að komast norður fyrir Norður-Asíu, og ef svo væri, að velja þá auðveldustu og hættu- minstu leiðina — svo flutninga- skip gætu seinna siglt í kjölfar þess. Það var einkennilegt sam- bland af fólki um borð í „Tjel- juskin" — einhver einkennileg- asti hópur mannfólks, er nokk- uru sinni hefir tekið þátt í heimsskautaleiðangri. — Þarna voru sjómenn, veðurfræðingar og aðrir vísindamenn frá heimsskautsstofnun Rússaveld- is, Ijósmyndarar, flugmenn, loftskeytamenn, blaðamenn, verkfræðingar, eitt skáld, tíu konur og tvö börn. Annað barnanna fæddist á leiðinni, fæddist einmitt fyrstu dagana sem „Tjeljuskin" lenti í ísnum í Karahafi, þar sem skipið varð fyrir allmiklum skemdum af völdum íssins. Þetta skeði í ágústmánuði 1933, þrem vikum eftir að ferð- in hófst. Nú var komið fram í desembermánuð, og ísinn þétt- ist með hverjum deginum «—¦ meira að segja með hverri klukkustundinni sem leið. Það var búið að senda skeyti efth „Krassin", sterkasta isbrjó1 Rússlands, því það var auðsjs anlegt, að hjálparlaust kom'ií skipið ekki út úr ísnum. En „Krassin" hafði orðið fyrir ó- höppum, hafði laskast og var'ð að hverfa aftur. Nú var ekki um annað að ræða, en að búa út flugvélina, sem var á skíp- inu, og fara á henni könnunar- flug. En einnig þar elti óhepn- in leiðangursmennina. Flugvél- in eyðilagðist. Skipið h'afði komist stórslysa- laust norður fyrir Tjeljuskins- höfðann, nyrsta odda Así". en lengra komst það ekki. Enda-| laus breiða af rekis, sem þaktil a. m. k. %0 hluta hafflatarins, rak óaflátanlega mót skipinu, uns það var algerlega innilok- að og gat sig að síðustu hvergi hreyft. Það lá einangrað og ó- sjálfbjarga i ótakmarkaðri ís- breiðunni. En það sem verra var — miklu verra — var það, að isbreiðuna rak, og skipið varð að fylgjast með hvort sem það vildi eða ekki. Skipið rak fyrir straumum hafsins — rak óaflátanlega niót austri — mót úthafinu. Vissulega rak skipið gegn því sama úthafi, sem það ætlaði sér að ná — en það var bara ekki tilætlunin, að það kæmist þang- að á ósjálfbjarga hátt. Það var sama og heima setið. Þátttakendur leiðangursins unnu dag og. nótt. Þeir neyttu allra bragða til að bjarga skip- inu út úr ísnum og í opinn sjó. Þeir stóðu i stöðugu loftskeyta- og útvarpssambandi við Moskva — já, raunar við allan heiminn — en þetta var líka það eina, sem minti á lif eða menningu Schmidt prófessor, formaður leiöangursins. þarna norður í hinni löngu miðsvetrarnótt heimsskautsins. Hún hvíldi eins og þung og ó- heillavænleg mara yfir þátttak- endum Tjeljuskinsleiðangurs- ins. ISHAPIÐ DRYNUR. „Tjeljuskin" hélt áfram að reka — það rak framhjá Stein- hjartahöfðanum, síðan til norð- urs gegn Beringssundinu. Harð- ur straumur kom utan af haí'i og rak isbreiðuna og sldpið í áttina til Heraldeyjanna. Annar ísbrjótur gerði tilraun til að koma „Tjeljuskin" til hjálpar, en hann komst aldrei nema 40 mílur inn í isinn, og þar með var hjálpin hans búin. Tuttugu og tvær útvarps- stöðvar, er komið hafði verið upp í nyrstu héruðum Rússlands af Heimsskautsstofnuninni rússnesku og varið hafði verið

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.