Vísir Sunnudagsblað - 28.04.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 28.04.1940, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ öi > : ■ wí> <$' 'y. 'S:-;:':.; •■■ • • '.•■■'.; •• ••••■• ; ■,.• " C' i * ’Js' 'V ' |H|| |p: ... ■........1 lllípliiiiill *.**,*» *'•*■',+, „ v.^ , Frá Limnahamri, á landamærum Norður-Finnlands og Rússlands. REIN sú, er hér birtist um Lapplendinga, er raunverulega elcki frú slríðinu og ú lítið skylt við það, því hún lýsir eingöngu lífi og lifnaðar- húttum, skoðunum og heimsmynd Lappa. En hún birtist þó undir þessum greinafloklci vegna þess, að Lapplendingar urðu fyrstir allra Norðurlanda- búa fyrir hernaðarúrús í núverandi styrjöld, og greinin er einnig skrifuð i tilefni af styrjöldinni. Höf. hennar er erlendur læknir, sem dvaldi um nokkurt skeið meðal Lappa. FRA STRIÐINU: Frá Lapplandi. Fyrstu fórnir kommúnist- isku innrásarinnar í Finnlandi urðu Lappar — finskir Lappar. Um margra alda skeið hefur þessi friðsamlegi og, áreitnis- laUsi kynflokkur orðið fyrir á- rásum hernaðarþjóða. Þrátt fyr- ir þelta hefir ekki tekist að upp- ræta þá og ekki hafa þeir heldur blandast öðrum kynflokkum. Þeir lifa fjarri umferð og menn- ingu og Iiafa dregið sig í hlc uppi á heiðum og fjöllum norð- ursins. Eg varð fyrir þeirri hepni, að búa i heilt ár hjá þessum frum- stæða kj-nflokki. Eg varð hlut- takandi í sorg þeirra og gleði. : Hægt en sígandi vaknaði og óx traust þeirra til mín, og þeir v sýndu mér í heima hugarflugs þeirra og draumóra. Við sátum oft í hóp fyrir \ framan stóru eldstóna í kofan- um þeirra, sem ekki var upp- lýstur nema með glóðarhjarm- anum og með daufri glætu norðurljósanna eða tunglskins- ins, sem hrá nokkurri hirtu inn um litla gluggana. Stundum ppðu samræðurnar alvarlegri qg hljóðari. Þeir sögðu að rauðar rottur og viss sjúkdómseinkenni í hreindýrum benti ótvirætt á komandi styrjöld. Þessi fyrir- brigði bárust oft í tal og þá var það, að húsmóðirin sem eg bjó hjá, talaði við mig um dauðann og lífið í eilífðinni. Baudelaire fanst lönd norð- ursins vera „hliðstæða dauðans“. Hinar ótakmörkuðu og hrjóstrugu viðáttur, hin máttuga þögn í ósnortinni náttúrunni hafa haft djúp, varanleg áhrif á Lajfjplendinginn og mótað lifs- skoðanir hans. Hann igrundar og mjmdar sér ákveðna lífs- og heimsskoðun. Þeir húast við, að munurinn á þessu lífi og jjví sem tekur við eftir dauðann, sé ekki mikill. Dauðinn er i aug- um þeirra ekki annað en áþelck tilvera þeirri. sem á undan var gengin. Þeir eru sannfærðir um, að þeir lifi áfram meðal hreina sinna, uppi á heiðum og í skini tindrandi norðurljósa á vetrar- nóttum, en eilífri birtu sumars- ins. Lapparnir óttast ekki annað líf. Það ójækta sem við bíðum svo oft með ugg og kvíða og i'eymim að hrinda frá okkur í lengstu lög, það finst Löppum alveg sjálfsagður hlutur, kær- kominn atburður hvenær sem hann ber að garði. Þetta við- liorf Lappanna til dauðans, mun eiga einhvern þátt i andúð þeirra til menningar og tæknibyltinga. Þeirheimtaað mega lifa lífi sínu í kyrð og óáreittir af utanað- komandi straumum og áhrifum. Þeir eru siðvenjum sínum, trúir, og þeir vita lika liversu liættu- legt það er, að hrjóta af sér ofur- vald núttúrulögmálanna með tækniaðgerðum. Lappar eru hvorki myrkir i skapi né þunglyndir — miklu heldur það gagnstæða. Þeir hafa ágætan skilning á raunsæi lífs- ins og eru næmir fyrir þvi sem broslegt er. Auðveldasia leiðin til að vinna sér timist og öðlast vináttu þeirra er að koma þeim til að hlæja. Annars eru Lappar l’ljótteknir, því að trú þeirra á hin góðu öfl, bæði þessa heims og annars, er svo sterk, að þeir treysta ókunnum eins og sjálf- um sér. Eg hefi aklrei séð jiá rif- ast eða eiga í illdeilum, og ]iegar tveir ókunnir Lapplendingar hittast, leikur þeim ekki forvitni á að grenslast um hvor annars hag, hvorki um efni, ættir né stöðu. En þeir horfast í augu — fast og lengi. Þeir gera jiað til að skyggnast inn í „innra andlit“ livors annars. Þetta annað eða „innra and- lit“ Lapplendingsins, sem stund- um er talað um, er fyrst og fremst meðfæddur hæfileiki þeirra til að lesa manns innri mann út úr svip eða andlits- dráttum. Það er þýðingarlaust að ætla sér að skrökva að þeim. Það er ekki hægt að fela sinn innri mann fyrir þeim. Hæfi- leikar jieirra á þessu sviði eru á okkar mælikvarða dularfullir og óskiljanlegir. En svo er ann- ar hæfileiki Lapplendingsins sem virðist öllu dulrænni — en jiað er einskonar fjarskynjan eða draumagáfa. Þar eð þeir hafa livorki útvarp né síma, nota þeir hæfileika þenna til að skynja komandi atburði. Það hefir borið við, þar sem eg hefi verið einsamall á ferð, langt norður í lapplensku skóg- unum, að eg hefi rekist af ein- Lappar eru óttalausir og þeir berjast eins og hetjur, ef á þá er ráSist. Þeir drepa menn þvi aðeins að þeir megi til, Pg þá gera þeir það án hefndarhugs og haturs. — Myndip sýnir hvítklagddan hermann í kjarrskógum Lapplands, Hann sitvtr í launsátri fyrir Rússum.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.