Vísir Sunnudagsblað - 28.04.1940, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 28.04.1940, Blaðsíða 6
6 VlSffi SUNNUDAGSBLAÐ móðir hans hafði gert, einsamall í Hlíðarkotinu og matreiddi fyrir sig sjálfur. Á vetrum var hann tíður gesl- ur á verkstæði föður míns og hafði að jafnaði með sér ein- liverja af íslendingasögunum og las upphátt fyrir pabba sem vann að iðn sinni, skósmíðinni. Við krakkarnir hlustuðum oft á. Engan liefi eg vitað lesa þess- ar bókmentir af slikri hrifningu sem Hæng gamla. Oft voru það sömu kaflarnir sem hann las. einkum þeir áhrifamestu i Grettlu og Njálu; vænsl þótti honum um Njálu. Hann kunni stóra hluta úr sögunum utan- bókar og oft er hann las, fann maður að hann frekar s a g ð i atburðina með orðum sögunn- ar en að um beinan lestur væri að ræða. Hængur hafði tekið sér fyrir hendur, þegar fyrsta vorið, að rífa grjótið upp úr túnskæklin- um sem var umhverfis Hlíðar- kotið; á hverju sumri tók liann svo nýja og nýja spildu af grjót- barðinu fyrir ofan og sunnan túnið. Það var gömul aurskriða og grýtt. Hængur vann sífelt á og hann hafði tvær geitur og nokkrar kindur á fóðrum. Það var aðeins eitt, sem minti fólk á að Hængur hefði verið í Ameríku, það voru bréfin sem hann fékk. Þau komu mörg á ári, með útlendu frímerki. Það stóð á þeim: Mr. H. Jolin- son. Og jafnoft sendi Hængur bréf með útlensku kvenmanns- nafni. Þar var titillinn Miss, sem þýðir Fröken í Ameriku en Kisa í Danmörku, sögðu fróðir menn. Þessi bréfaviðskifti leiddu í fyrstu til fjörugra ágiskana, en þar sem ekkert var liægt að full- yrða þessu viðvíkjandi, liætti þetta einnig að liafa nokkra þýð- ingu fyrir hreppsins andlegu og líkamlegu hræringar. En svo, eitt haustið fékk Hængur gamli einkennilega sendingu að sunnan. Það var likkista. Hann hafði pantað lík- kistu. Hún var eikarmáluð, sum- ir fullyrtu að hún væri úr eik. Hængur dró hana heim á sleða á fyrsta hjarni haustsins. Börnin eltu hann i stórum höp, eins og likfylgd, hljóð og alvar- leg. Þau héldu að dauðinn væri í kistunni. Nú tók Hængur upp þann einkennilega sið að sofa i kist- unni. Og það var einmitt þenna sama vetur, skömmu eftir h,á- tíðar, að hann brá venju sinni og sté ekki á fætur. Hann var sofnaður svefninum langa. Það yar 10 árum eftir heimkomuna. I þRrpaWr}íjú(farðippm þeftp Bardaginn á Mel í Miðfirði um 1214 Bftip Pétur I. ,ffiver einn bær á sína sögu“. — I róstum 13. aldaxánnar nnm engin sveit, vestanlands eða norðan, hafa verið með öllu laus við ófrið og vopnaskifti. I stór- deilum höfðingjanna, voru bændur og vinnumenn þeirra kvaddir til héraðsreiða, hvenær sem goða þeirra bauð svo við að horfa og drógust þannig menn úr öllum bygðarlögum inn í deilurnar. Auk ófriðar þess, er jafnan geisaði meðal höfðingjanna og mestar frásögur gengu af, virð- ist alt hafa logað í ófriði milli einstakra manna og sveita, og hlotist af bardagar og vígaferli. Eru þess ekki fá dæmi úr Sturl- ungu, mun það þó ekki vera sagt frá nema litlu einu, og þá helst ef einhverjir nafnlcendir menn áttu hlut að. Tilefnið til slíkra deilna virðist ekki altaf hafa verið mikið, svo sem til fundar- ins ó Mel í Miðfirði um 1214, þar virðist tilefnið ekki vera annað upphaflega, en smákritur milli sveita. Húnavatnsþing kemur fremur litið við sögu í Sturlungu, eftir að kemur frarn á 13. öldina og mætti því ætla að þar liafi verið frekar friðsamt innanhéraðs, að vísti liafa bændur þar orðið að leggja til menn, þegar goðorðs- menn kröfðust þess, þó þess sé ekki allstaðar getið i Sturlungu, þó hinsvegar sé það auðsælt mál að svo hafi verið, sérstaklega eftir að deilurnar fara að Iiarðna og skerast tekur í odda milli Sturlunga og Ásbyrninga, þó stórfundir yrðu engir í Húna- vatnsþingi. Þó má ganga að því sem gefnu, að róstusamt hafi verið í Húnaþingi og munu deil- ur Miðfirðinga og Víðdæla ekki hafa verið neitt einsdæmi, þó Sturlunga skýri sérstaldega frá þeim, sem stafa mun af þvi að nú, eftir skriflegri fyrirsögn Hængs, verið reistur steinn yfir grafir þeirra mæðgina. Yfir nöfnum þeirra stendur höggvið í steininn: „Fögur er hlíðin.“ Sérvitur var hann segja menn i þorpinu. „Fögur er hliðin“. hyað skyldi það nú eiga að þýða? Á .Bpekkan. þarna áttu hlut að máli meðal annara Eyjólfur Kársson og hlutaðeigendur voru þingmenn Snorra Sturlusonar, sem átti gorðorð um vestanvert Húna- vatnsþing, Æverlingagoðorðið. II. Frá róstum þessum segir Sturlunga þannig: „Þessu næst, eða litlu fyrr, vóru skærur þein-a vestr i sveit- um, Miðfirðinga ok Viðdæla. Þá bjó :á Breiða-bólsstað Eyjólf- ur Kársson, son Kárs munks ok Arnleifar, dóttur Jóns Húnröð- ar-sonar, hann var mikill maðr vexli ok allra manna knástr ok vaskastr um alla athöfn sína. Tvá bræðr átti hann sam- mæðra, Jón ok Eyjólf, váru þeir Ófeigs-synir. Þá bjó Þórðr móðr-bróðr þeirra at Ásgeirsá, en Illugi Bergþórsson at Þorkelshváli, Þorsteinn Hjálmsson at Breiða- bóls-stað í Vestrhópi, frændi þeirra, ok í hverju húsi vóru þar Húnröðlingar í þann tíma. En iá Mel i Miðfirði bjó Þor- gils Kálfsson, hann átti Þórunni dóttr Magnúss, sonar Óláfs ok Guðrúnar, móðr-systr Sturlu- sona. Þar á Mel vóru bræðr Þór- unnar: Ólafr, ok Koðrán, ok Egill, miklir menn ok sterkir. Gils Bergþórsson bjó at Reykj- um, lians synir voru þeir: Kálfr, Steingrímur, Eirekr, Úlfhéðinn, dætr hans: Þórhildr, móðir Guðrúnar, frillu Bjamar Sæm- undssonar, ok Vigdís frilla Sturlu Sighvatssonar. Þorbjörn Bergsson bjó at Ósi, faðir Teits ok Margrétar. Margt var þá röskra manna í Miðfirði. Þórhildr Gilsdóttir var þá ekkja, ok var þá mælt, at Eyj- ólfr Kársson slægi á nökkul marglæti við liana, en bræðrum hennar lilvaði þat illa, ok var ó- þykt milril milli sveitanna. Sá maðr var í Miðfirði er Tannr hét, son Bjarna Kálfssonar, hann var við-illr, hann orti, ok var niðskárr, engi var hann sættir manna. Vísa þessi kom upp i Miðfirði, er kveðin var til Gils-sona: Upp hafa eigi heppnir ull-staldcs boðar vaxit, fimm olc fullri vamma, fleina-veðar á bæ einutn, plust erki-dólar (alh-i fylgir því galli) opt er á gumna giftu (Endir vísunnar vantar). Fyrir þessa vísu vágu Gils- synir mann. Eptir þat hófsk upp ófögnuðr ok orða-sveimur. Þá hófu Viðdælir þat spott, at þeir kölluðusk göra meri úr Miðfirðingum, ok var Þor- björn Bergsson hryggrinn i merinni, en Gils bróðir hans gægrinn, en synir Gils fæturn- ir, Ólafr Magnússon lærit, en Tannr Bjarnason assinn, hann sögðu þeir dúla á alla, þá er við liann áttu, af hrópi sínu. En af þessum orða-sveim, ok mörg- um öðrum, er á rneðal fór, görðisk svá mikill fjandskapr, at eigi var óhætt með þeim. En Snorri Sturluson átti flesta þingmenn í hvárra-tveggja hér- aði, ok þótti mönnum til lians koma, at sætta þá. Reið Snorri þá til, ok þeir fá- ir saman, görði hann þá orð til Víðidals, ok stefndi þeim öllum í Miðfjörð á Mel: Eyjólfi Kárs- syni, Þorsteini Hjálmssyni, Þórði ok Bergþóri. Þeir riðu til Miðfjarðar olc váru nær sjau tigir. Miðfirðingar komu til Mels ok höfðu þeir fjölmennt. Leitaði Snorri um sættir við þá, en þeir tóku því seinliga. En þá er þeir Víðdælir komu ok stigu af hestum sínum, gengu þeir heim ;á völlinn. Þá lilupu Miðfirðingar á móti þeim, ok slær þegar í bardaga, ok váru hvárir-tveggju all-ákafir. Snorri hét á þá, at þeir skyldi eigi berj- ask. Enginn hirði hvat er liann sagði. Þá gekk Þorljótr frá Breta-Iæk til Snorra, ok bað hann milli ganga. Snorri kvaðsk ekki hafa lið til þess, við heimsku þeirra ok ákafa. Þorljótr veitti Snorra hörð orð. En síðan hljóp Þorljótr til lirossanna ok leisti, ok rak á millum þeirra, ok liéldu Víðdæl- ir undan ok ofan eptir vellinum, ok svá fyrir melinn ofan. Þeir náðu hestum sínum, ok riðu yfir á. í bardaganum fell Þorbjörn Bergsson. Bergþórr hét sá, er vá hann. Svá sögðu Víðdælir at meiTÍn eysi, þvíat hryggurinn væri í sundur i lienni. Illugi Bergþórsson lét fót sinn. Sárir urðu menn af hvárum-tveggj- um. Þat kalla Miðfirðingar Þor- steinsstig, er hann hljóp fyrir melinn, en Girðinefs-götu þar er Þórðr hljóp ofan. Míðfirðíngar eggja Snorra mjök til eptirreið- ar, ok veitti Teitur hánum et mesta ámæli, er hann vildi eigi auka vandræði þeirra.“ Nokkuru síðar sætti Snorri þá, gn Eyjólfur Kársson flutti á I

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.