Vísir Sunnudagsblað - 28.04.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 28.04.1940, Blaðsíða 1
1940 Sunnudaginn 28. april 17. blad enftfiiD i?da DDPiDfiiriDDi KFTIR BERGSVEIN SKCLASON *—* dHUIHII rHH PBtOPHI HtPi Frá Arna presti í Hvallátrum. Jón hét maður Björnsson, er bjó á Flatey allri og Hergilsey á Breiðafirði i lok 16. aldar. Hann bjó stórt og hafði ár hvert 30 húskarla á búum sínum og önn- ur rausn var að þvi skapi. Tvo sonu átti Jón bóndi auk annara barna, og hétu þeir Finnur og Árni. Finnur gerðist bóndi i Flatey eftir föður sinn, en Árni fór ungur utan til náms. Hann lærði m. a. 4 vetur í Þýskalandi og þótti lærður og margfróður er heim kom. Hann tók prests- vígslu og varð fyrst prestur i Tröllatungu en síðan í Flat- eyjar og Múlaþingum og bjó í Hvallátrum. Fæð mikil var með þeim bræðrum, Árna og Finni, sem mun hafa orðið til út úr arfa- skiftum eftir föður þeirra, þvi hann var rikur og andaðist með- an Árni var við nám erlendis, og réði þá Finnur mestu um skiftin. — Það er sagt, að þegar prestur söng messu í FJatey kæmi hann aldrei til bróður síns, heldur gengi beint af skipi í kirkju og úr henni á skip aftur. Bænheitur og bænrækinn þótti Árni prestur, en all fornlegur í háttum sinum og talinn fjöl- kunnugur. Segir Finnur biskup í prestatali, að hann sé nafn- kunnUr forneskjukarl og sagt sé að fátt komi honum á óvart.— Ýmsar sagnir hafa gengið um Árna prest og kunnáttu hans og skulu hér nokkrar sagðar: Hergilsey var í eyði um þær mundir er Árni bjó í Hvallátr- um og Iá þá undir Flatey. Og þó ekki færi vel á með þeim bræðr- um, leyfði Finnur presti haga- göngu þar fyrir naut sín. Einn morgun á slætti lá prestur vak- andi í rúmi sínu, kom þá hrafn á glugga yf ir honum og krunk- aði ákaft. Prestur hlustaði um stund eftir gargi krumma og sagði siðan: „Ekki færð þú nema augun úr honum". Lét hann síðan fara og vitja naut- anna i Hergilsey. Hafði þá uxi hans hrapað ofan fyrir Vað- steinabjargið og sat krummi þar á honum dauðum og kropp- aði augun. Sölvasker heitir skerjagarður fyrir norðan Skáleyjar er yfir flæðir um miðflæðar. Á þeim er Sóttarsker, og er skamt austur af bæjareynni i Látrum. Sagt er, að á skeri þessu sæti venjulega mikið af fugli og alt væri það vaxið þangi. En eftir að síra Árni stöðvaði iá þvi sóttina, eyddist af þvi alt þangið og fugl allur féll dauður niður er á það settist og hélst svo fram um miðja 19. öld. — Eftir það fór þang aftur að spretta á skerinu og fuglum varð ekki meint af, þó þeir settust á það. Þegar Árni prestur blés niður sóttina voru 5 menn dánir úr Nátttröll í Hvallátrum á BreiSafirÖi. sölva- og kræklingatekja. Það var um vor er karlar voru í veri, bæði i Bjarnareyjum og Odd- bjarnarskeri, að Árni prestur kallar með sér 4 konur, setur of- an bát og rær inn með Skáleyj- um. Ekki dirfðust konurnar að spyrja hvert erindi hans væri né hvert hann ætlaði. En þegar hann kemur inn að Sölvaskerj- um, stóðu þar 5 konur í sjó á efstu steinum. Höfðu þær farið til sölva og mist bátinn frá sér. Bjargaði prestur þeim og hélt síðan heim. Sótt ein mannskæð gekk yfir landið þegar Árni var prestur í Hvallátrum. Prestur sá til sótt- arblámans í loftinu, hvar hann færðist út yfir eyjarnar af landi. Hann gekk þá í bænhús sitt, lagðist til bænar og sneri andlit- inu í austur móti sóttinni, og komst hún þá ekki lengra en á sker það, sem síðan er kallað henni i Skáleyjum, en aldrei komst hún í Hvallátur, Svefn- eyjar eða Flatey og þökkuðu menn það andríki síra Árna. i Það er í sögnum, að mýs flytl- ust eitt sinn i Hvallátur og f jölg- aði svo ört að þær urðu að skað- ræðis plágu. Tók þá prestur kist- il sem hann átti, lét hann ofan í naust, breiddi voð yfir og bann- aði öllum að snerta við kistlin- um og þorði enginn að bregða af boði hans. Nokkuru siðar var prestur úti um nótt, sem hann átti vanda til, og var þá kistill- inn horfinn að morgni. — Þar í Hvallátrum er hóll einn er Nónhóll heitir og þúfa á ofan. Ætluðu menn að þangað stefndi prestur músunum úr kistlinum eða af allri eynni, því ei varð þeirra vart síðan. Árni presrur svaf venjulega í rökkrum svo sem alsiða hefir verið i sveitum á íslandi. — Eitt sinn á miðri vöku á jólaföstu er hann hafði lagt sig, reis hann upp vonum bráðar, kipti skóm á fætur sér og gekk ofan og út allskjótlega. Hlákumyrkur var á og kom prestur ei skjótt inn aftur. Talað var um að vitja hans, en kona hans, Þórunn, aftraði þvi og sagði: „Ei læt eg vitja Árna míns. Hann kemur aftur með guðs hjálp". Leið nú enn eigi allstutt stund |áður menn heyrðu gengið um bæinn. — Kom prestur þá inn og hélt á svartri dulu undir hendinni og var nokkuð innan í vafið; rétti að Þórunni konu sinni og mælti: „Taktu við Þórunn mín og farðu með eins og þú hefir kvennadygð til". — 1 dulunni var barn nýklakið, er síðan var laugað og skirt og fóstruðu þau prestshjón það. Enginn dirfðist að spyrja prest hvernig á þessu stóð, áður hann sagði það konu sinni, er þau komu í rekkju sina. — Kvaðst hann hafa gengið inn í Instabæ — sjálfur bjó hann i Miðbæ á eyjunni — en þar vissi svo við, að griðkona ein, er Guðrún hét, var þung- uð eftir húskarl prests. Hafði hún hlaðið framan á sig og ætlað að farga barni sínu. — Prestur spyr hvort allir séu inni. Gunna er ei við, var svarað. Við það gekk prestur inn á tanga, þar hjallar eru og klettar nær 9 álna háir og 2 hellar í, en neðan þeirra er sandur — kallaður Hjallasandur. Þar fann prestur Gunnu i öðrum hellinum. Hafði hún þar barn alið, vafið innan í svarta dulu og ætlaði að grafa i sandinn. Prestur tók barnið, fór til Innstabæjar, sagði til Gunnu og bað fara vægilega með hana. — Að engu lét hann sýsla með mál þetta framar og féll það niður. — Arni prestur átti mörg börn með konu sinni. — Tveir synir

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.