Vísir Sunnudagsblað - 19.05.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 19.05.1940, Blaðsíða 3
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON: Smásagnagerð Smásagnagerðin hefir færsl mjög í aukana í landi voru á n. 1. 50 árum. Sunnanfari hét verðJaunum fyrir ljestu smásögu nálægt 1890 og varð samkeppni lítil. Þorgils gjallandi varð hlut- skarpastur fyrir Slcírnarkjól- inn og er sú saga eigi mikils- háttar. Þar áður komu út þrjár sögur eftir Gest Pálsson (Vor- draumur, Grímur kau])maður deyr, Tilhugalíf). Þær voru með snildarbrag, en vöktu þó eigi meiri opinbera atliygli en svo, að Matthías einn ritaði um þær, ef eg man rétt. Áður hafði Gest- ur og Einar Hjörleifsson birt smásögur í Verðandi og Heim- dalli, örfáar þó. Mér telst svo til, að á unga aldri minum liafi birtst til jafnaðar ein smásaga á ári í blöðum vorum og tímarit- um. — Nú koma út árlega smá- sögur svo tugum skiftir, svo að viðkoma þessarar listgreinar hefir margfaldast á mannsæfi. Menn sem þykjast vita jafn- langt nefi sínu, og vel það, láta i veðri vaka, með töluverðum drýgindum, að smásagnagerð vor standi mjög að baki smá- sagnalist erlendis. Tímaritið Dvöl hefir alið á þessum dóm- um, svo að eg nefni dæmi. Hún stofnaði til samkeppni á n. 1. ári i þeim vændum að kanna þol- rifin í islenskum „nóvellist- um“, og er nú árangurinn kom- inn í ljós. Það situr eigi atlra best á manni sem fengist hefir mikið við smásagnagerð, að rita um þetta mál. En úr því að enginn lætur til sin heyra um það, verð eg að taka leyfið undir sjálfum mér og mundi eg una þvi vel ef aðrir gerðu betur. Það er að sjálfsögðu álilamál, og verður eigi sannað, livort vér erum eflirbátar útlendinga i smásagnagerð, eða þá jafningj- ar. Það er engin sönnun í þessu máli, að lesendur gleypa meira við útlendum sögum en inn- lendum. Þar er sú forvitni að verki sem er fiknari i ókunn efni en hálfkunn. Sú gleypigirni er i ætt við þá deild kvetma. r.em sækir á fund útlendinga hérna i landhelginni. Algeng lestrar- fýkn er sólgnari í útlenda sögu en innlenda, af þvi sú erlenda er meiri nýung. Innlend saga er á- vaJt um efni, sem er lesend- um nokkurnveginn handgengið, Fyrir þá sök m. a. er útlenda sagan tekin fram yfir þá inn- lendu. En þá er meðferð efnisins. Er- um vér þar óhlutgengir? Vér slailum líla á þær reglur sem smásaga á að vera háð, svo að liana megi lcaJIa vel samda. Sagan verður að vera fyrst og fremst heilsteypt, laus við óþörf aukaatriði, höfundurinn hæfi- lega búinn dulargervi, svo að „sagan segi sig sjálf“, sem svo er kallað, fremur en höfundur- inn. Söguefnið verður að sæta tíðindum, sem eru nokkurs virði. Og sagan verður að vera færð í letur með málfæri og tungutaki sem sé listrænt. Eg hefi að vísu farið á mis við það, að geta lesið f jölda útlendra smásagna á frummálum. Stíll snillinga nýtur sín sjaldan til fulls í þýðingum. Eg stend af þessum ástæðum liöllum fæti til að dæma um málið. Mig kann og að skorta dómgreindina, en liinir eru þá lika i þeim efnum milli húsgangs og bjargálna, og er vítalaust að áætla þá van- búna til dómsins, svipað því sem eg mundi vera. Það má timaritið Dvöl eiga, að hún hefir, einkum framan af æfi sinni, flutt góðar sögur, þýddar, jafnvel ágætar — innan um og saman við sögur, sem eru eigi merkilegri en svo, að eitt- livað tiu núlifandi íslenskir höf- undar geta leikið sér að sam- setning jafngóðra sagna. Nú má búast við því og gera ráð fyrir, að allar sögur Dvalar sé valdar úr sögum frábærra höf- unda. Þá er um tvent að tefla: annað hvort standa þessir höf- undar eigi hærra en vorir. Eða þá, að sögurnar tapa gæðum sin- um í þýðingunni — nema svo sé að eg hafi eigi vit á þessum mál- um. En hvernig er unt að sanna, að hinir mennirnir sé gæddir ó- brigðulu viti og óskeikulli dóm- greind ? Eg las í æsku sæg smásagna, þýddra, í „Bibliotek for tusend ;Hjem“, sumar eftir t. d. stórum nafnkunna franska og enska og þýska höfunda; þar á meðal 12 smásögur eftir Alfonse Dau- det, sem á islensku mundi heita: Kvonfang listamanna. Ætla mætti að það efni væri til þess fallið að vera lostætt. Engin sú saga varð mér minnisstæð né neinar sögur úr þessum söfnum — nema ein saga sem Georg Brandes þýddi úr þýsku (minnir mig fremur en ensku) og heitir Rómeo og Julía í höfuðið á sögu- hetjum Shakespeares í leik hans. Sú saga jafnast á við sögu Ham- suns, sem eg man nú eigi nafnið á, en gerist í norðanverðum Noregi undir stjörnu sem þar skín. Báðar þessar sögur eru um ástir eins og þær geta tárhrein- astar orðið og hver setning perla. Eg hefi oft stungið upp á þvi við Jón skrifstofustjóra Al- þingis, að hann íslenskaði þess- ar sögur, honum trúi eg til þess. En eigi er mér unt að svara því hvort úr verður framkvæmdum. Vér höfum eignast þrjú bindi þýddra útlendra úrvals sagna sem ágætir þýðendur liafa fjall- að um. Eg fæ eigi séð, að hvert um sig þeirra binda sé betri skáldskapur en bindi islenskra úrvalssagna sem Axel Guð- mundsson hefir valið, og er auð- velt að efna til annars bindis frá vorri hálfu jafngildu hinu. Bogi Ólafsson, fimur og fær þýðari, hefir sagt mér, að hann hafi orðið að gera langa leit og eftirleit að sögum í enskum söfnum, til þess að finna eina eða tvær, sem sér þætti veru- legur slægur í. Ef Boga er að treysta í þessum efnum og eg ætla að svo sé, eru þarna fengn- ar miklar líkur fyrir þeirri skoðun minni og trú, að vér þurfum eigi að bera mjög mik- inn kinnroða fyrir smásagna- gerð vora. Meðan Breiðabliks síra Frið- riks Bergmanns naut, birtu þau þýddar smásögur svo vel gerðar, að hvergi getur betur. Kunnugur maður síra Frið- rik hefir sagt mér, að hann hafi orðið að lesa fjölda smásagna á

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.