Vísir Sunnudagsblað - 16.06.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 16.06.1940, Blaðsíða 2
t VISIR SUNNUDAGSBLAÐ Uunnar tíjornsson, ritstjóri. jöfnu hlutfalli við það, sem fé- lagslyndið um borð tók* á sig kunningsskapar- og jafnvel vin- áttuform undir það siðasta, en síðasta daginn mintist þó eng- inn á kafbáta við miðdegisborð- ið, að minsta kosti ekki á kaf- báta, sem gætu haft úrslita- þýðingu fyrir „Dettifoss“. Farþegarnir voru urn tutt- ugu, alt íslendingar, vestur- beimskir eða heimaalningar, alt nema ameríski ræðismaðurinn, Mr. Kunibolm og kona hans, tvö börn þeirra og einkaritari ræð- ismannsins, — en það er dönsk stúlka, ungfrú Rita Neergaard, sem ávalt gekk undir nafninu Rio Rita. Svo er guði fyrir þakkandi, að stundum verður maður sam- ferða skemlilegu fólki, og end- urminningarnar frá slikum fundum eru gott veganesti í leiðindum lífsins. Án þess að vilja varpa minsta skugga á aðra ferðafélaga mína, er þetta skemtilegasta samferðafólk, sem eg hefi fyrir hitt og samvaldasta að reglusemi og liáttprýði. í þessum valda liópi var íslensk stúlka, fædd og uppalin vestan hafs, ungfrú Kristín Johnson. Var þetta fyrsta ferð hennar til ættlandsins og gerð í þeim fasta ásetningi, að fara þaðan aldrei aftur. Hún hafði nefnilega lent í því æfintýri, að rekast á ís- lenskan ferðalang vestur á Kyrrahafsströnd, og þeir fundir fóru hvorki betur eða ver en svo, að bún hét honum eiginorði sínu. Og nú var hún að fara heim til að gifta sig. Vissulega Ieggja margir upp í langa ferð með minna takmark að leiðar- lokum. En Stína litla fékk líka margt orð í eyra fyrir fyrir- hyggjuleysi sitt og barnalega bjart^ýni í hinum fyrirhugaða vermireit hjónabandsins! Gekk Sveinn Björnsson fram fyrir skjöldu í þvi,að aðvara hana í þessum efnum og ráða henni frá fljótfærnislegum ákvörðun- um! Og smátt og smátt varð „brúðurin“ að skotspæni allra farþeganna, ef einhver þurfti eitthvað að hnýta í ástina og liennar fylgifiska, og þeir eru jafnan margir,sem allaf eru eitt- hvað að hníflast við ástir sinar og annara. En alt var hjalið græskulaust gaman, og brúður- inni ungu til verðugs lofs skal það telcið fram, að hún virtist harðna og stælast við hverja raun. Mér er sagt, að nú sé hún gift, og auðvitað var ekki við öðru að búast. Til hamingju, litla Stína, og eg vona, að ætt- landið og hjónabandið bregðist ékki vonum þínum! * Vestur-íslendingar liafa sinn sérstaka frásagnarhátt og ræðu- tón. Meðal farþega voru þrír nafnkunnir Vestur-íslendingar: Ásmundur Jóliannsson og Árni Eggertsson, sem dvelja hér í boði Eimskipafélags íslands, og Gunnar Björnsson ritstjóri, sem hér dvelur í boði Þjóðræknis- félagsins. Allir eru þessir menn af léttasta skeiði og liinir prúð- ustu. En einhvern veginn er það þó svo, að ekki virtust slcoðan- ir þeirra ætíð falla í sömu far- vegi, en þar sem þeir eru mála- fylgj umenn, vildi enginn víkj a úr vegi fyrir öðrum. Fyrsta máls- vörnin var jafnan þetta eilífa: „Well“, sem Am,eríkumenn nota í tíma og ótíma,og þó al- veg sérstaklega þegar þeim vefst tunga um tönn, og þeir vita ekki livað þeir eiga að segja. Gunnar Björnsson er Bandaríkjaþegn og hefir verið forstöðumaður íslendinga þar i full 40 ár, en þeir Ásmundur og Árni eru Kanadamenn og ráða- menn í máluhi íslendinga þar. Þetta gæti verið næg skýring á því, að ærin hefðu deiluefnin verið. En þó var þetta ekki mergurinn málsins. Leikurinn stóð um það að afsanna það, sem liinn sagði og gefa málinu nýtt gildi. Hreppapólitík Bandaríkja- manna og Kanadabúa er sígilt l umræðuefni, og sögusagnirnar um táp og atorku frumbýling- anna í Nýja íslandi og landnám þeirra við Winnepegvatn urðu stundum með svo sérstökum æfintýrablæ, að furðu gengdi. Ásmundur er Húnvetningur og styður Húnvetninga að mál- úm austan hafs og vestan. í Húnavatnssýslu var flest mest i hans ungdæmi, mestu fylliraft- arnir, bestu sláttumennirnir, snjöllustu glímugarparnir, bestu gæðingarnir og vænsta féð. Og einu sinni kom svo sag- an um Margréti liina sterku frá Valdarási, er tók mann sinn í svuntu sína á óstæðu úti í Winnipegvatni og óð með liann í land. Árna, sem er Borgfirð- ingur, ofbauð nú grobbið, því ekki vissi hann betur en að flest afburðafólk væri úr Borgarfirð- inum, og Einar Stefánsson skip- stjóri studdi hann að málum, þvi liann er afkomandi Egils Skallagrímssonar í beinan karl- legg, enda þótt hann sé fæddur Suðurnesjamaður. En af mein- lausustu málum og hinum þýð- ingarminstu fyrir samtíðina geta spunnist langar og hvat- skeytlegar umræður úti á sjó, meðal farþega, sem annars berj- ast við að drepa tímann öllum stundum, og í slíkum ferðum er ekkert jafn hressandi eins og góðlátlegar rökræður um ekki neitt. Iinyttin tilsvör, sem vekja hlátur og glaðværð falla aldrei i eins góða jörð eins og meðal iðjulausra farþega í langri sjóferð. Svo eg nefni dæmi um eitt slíkt tilsvar, þá bar það eitt sinn til, að Ás- mundur var að segja frá heim- sókn sinni til jarðfræðingsins Jakobs á Lækjarmóti. Er hann hafði eytt að því mörgum orð- um að lýsa stærðinni á rann- sóknarstofu Jakobs, lengd og hæð liillanna og því, sem á þeim var geymt, kom hann loksins að kjarna málsins, sem var surtarbrandshella, sem Ja- kob liafði fundið í einhverju ár- gljúfri fram í Víðidal, og skyldi hún vera óyggjandi sönnun fyr- ir furðulegum gróðri á þessum slóðum á öldum áður. Voru í hellunni för eftir vínviðarblöð, smjörlauf og ennfremur kuð- ungar, sem var trygging fyrir því, að þarna hefði einhvem- tíma verið fjöruborð. Ásmund- ur talaði lengi um stærð og yf- irborð hellunnar og mældi hana við reykborðið, sem hann sat við: „Já, hún var heldur stærri en liálft borðið, kannske örlít- ið minni, og þó líklega alveg nákvæmlega hálft borðið.“ En þegar Ásmundur var hér stadd- ur í stærðarákvörðunum sínum, reis Gunnar Björnsson úr sæti, þandi út brjóstið og spurði, glettinn í bragði: „Lleyrðu, Ás- mundur, livað er einn kuðung- ur stór?“ Þessi saga um jarðmyndan- irnar varð aldrei lengri. Hún drukknaði hér í almennum hlátri, og það er vist, að ekki fór Ásmundur varhluta af þeirri gleði. Svona rabba Vest- ur-Islendingar saman, og þeir eru menn sem aldrei skortir umræðuefni — well, you know. Frá heimssýningunni í New-York.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.