Vísir Sunnudagsblað - 16.06.1940, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 16.06.1940, Blaðsíða 7
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Jo Hanns Rösler: Hárvatnið. EKKIÐ þér ekki konuna mína, hana Kitty? Það er yndisleg kona. Eg er heppinn að hafa náð í hana. Eg vildi helst búa með henni í hundrað, nei þúsund ár. Hún er góðlynd og léttlynd og hún getur ekki elst. Við erum húin að vera rúmar sex vikur i hjónaband- inu og eg sé ekki nokkurn mun á henni ennþá. Og eg hef held- ur ekki séð neina ókosti við hana, hvernig sem, eg hefi leit- að. Samt er sagt, að gallalaust fólk sé ekki til, og t. d. lítur helst út fyrir, að eg sé saman- settur af eintómum göllum, eft- ir þvi sem tengdamóðir mín segir og frænkur hennar Kitty. En Kitly er betri manneskja, hún er alveg gallalaus, en hún á til svolítinn veikleika. Það liefir hvort okkar sitt þvottaborð i svefnherberginu. Það eru eiginlega einu þægind- in sem við höfum veitt okkur. Við vorum svo hagsýn, að kaupa ekki nema eitt rúm, en hins- vegar vildum við bæði hafa þvottaborð. Þá liefir hvort okk- ar sina sápu, skæri, bursta, er mín skoðun og vafalaust margra annara. En nú er kom- ið sem komið er, og verður lík- lega eklci aftur tekið. Eg vil geta þess að lokum, að eg hefi reynt Þ. Sv. að mikl- um mannkostum og óvenjuleg- um skilningi á högum og kjör- um annara, og þó einkum þeirra, sem undir hafa orðið í striði lífsins og borið skarðan hlut frá borði. Veit eg með vissu, að hann hefir reynst mörgum mikill drengur, þó að elcki hafi verið hátt um það haf t. Hann miðar ekki alla hluti við stundarhag, því að hann er langsýnn og framsýnn og veit, að „í eilífð sín leikslok á maður og siður.“ Þórður prófessor Sveinsson hefir nú sest í helgan stein, sem svo er kallað. Eg þakka honum fyrir læknisstörfin og þá ekki síður fyrir allan góðleikann og góðverkin, sem hann hefir unn- ið í leyni og þeir einir jjekkja og kunna að meta, sem notið hafa. Sigurjón Pétursson, Álafossi. greiður og önnur snyrtitæki. Þetta er veigamikið atriði, því að i hjónabandinu minu sið- asta hafði öll fjölskyldan ekki nema eina greiðu — og það lijónaband varð ekld gott. En núna hefir hver sitt og það væri á allan liátt dásamlegt, ef Kitty liefði ekki þenna eina veikleika til að bera. Iíitty hafði nefnilega þann leiðinlega veikleika, að hún þurfti endilega að reyna alt nýtt, prófa það, og bragða á því, ef um mat var að ræða. Þegar við borðuðum i matsöluliúsi og hún fékk svínakjöt en eg sleikta lif- ur, þurfti hún endilega að bragða á lifrinni minni. Drykki eg te en hún kaffi, spurði liún: „Er það gott? Má eg vita hvern- ig það er á bragðið?“ Þannig var það jafnvel með bækur, sem eg var að lesa. En allra verst var það þó með ilmvötn og hárvötn, sem eg notaði. Eg mátti aldrei láta svo hár- vatnsflösku á borðið lijá mér, að Kitty væri ekki búin að hella úr henni yfir liið gullfallega hár sitt. Það var sama við hvaða lit það hentaði og sama hvaða ilm það liafði. Annars var eg ekki vanur að kaupa önnur hárvötn en kínín eða birkisafa, en samt var það engan veginn örugt fyr- ir Kitty. Hún þurfti að prófa það og prófa, og þeirri prófun var venjulega ekki lokið fyrr en búið var úr flöskunum. Eg gerði örvæntingarfullar tilraun- ir. Eg faldi hárvatnið á bak við spegilinn, stakk því inn í ofn- ínn eða upp á skáp. Kitty fann alt. Þá gafst eg upp. Eg lét mér nægja að stinga höfðinu undir vatnskranann og skrúfa frá. Eg hafði ekki efni á öðru. En einu sinni------------- Eg kom heim seint um kvöld og hugði eftir fljótandi lími, sem eg átti á glasi, því eg þurfti að líma saman stólfót. í gær kom tengdamamma til okkar og við urðum ekki alveg sam- mála um einhvern hlut. Á með- an á þessu stóð hafði eg gleymt stólfætinum í hendinni, og nú þurfti eg að líma liann saman, úr þvi eg trassaði það í gær- kvöldi. En það var sama livar* eg leitaði, mér var lífsins ó- mögulegt að finna límglasið. Eg mundi vel, að eg hafði hald- ið á þvi i hendinni í gærkveldi, að eg hafði tekið það út úr skápnum, og farið með það inn í vinnustofuna mína, en hvar eg hafði svo látið það ----— jú, nú mundi eg það. Eg hafði lálið glasið á þvottaborðið i svefnherberginu mínu. Eg' flýtti mér þangað, en þar var ekkert límglas að sjá. Það stóð að vísu glas á þvottaborðinu, sem svip- aði til þess, en það var tómt. Límglasið átti að vera fult. Áð- ur en eg komst lengra í leit minni, kom Kitty inn. Hún var jafn yndisleg og hún var vön. Hún var vist á leiðinni út, þvi hún var búin að setja á sig hatt, dimmbláan með rauðum borða. Iiatturinn sat skáhalt á höfðinu á henni, og mig undpaði að liann skyldi ekki detta af. Eg þrýsti henni í faðm mér og hvíslaði að henni ástarorðum. En svo mátti eg ekki vera að þessum, fjanda lengur. Eg þurfli að leita að líminu. „Kitty, þú hefir vænti eg ekki séð glas hérna á þvottaborðinu mínu?“ spurði eg. „Jú, það stendur þarna mað- ur!“ sagði hún og benti á tóma glasið. „Nei, það er eklci þetta. Glas- ið sem eg er að leita að, átti að vera fult.“ Kitty þrýsti sér upp að mér. „Ertu nokkuð reiður við mig, Ilans ?“ „Eg reiður! Af liverju ætti eg svo sem að reiðast?“ „Eg notaði hárvatnið þitt í morgun.“ „Hvaða hárvatn?“ hrópaði eg og fór að gruna margt. Kitty benti á tóma glasið. — „Þetta þarna!“ Eg starði á hana sem steini lostinn. — „Heyrðu mig, Kitty! Það var ekki liárvatn í glasinu.“ „Ekki?“ „Nei.“ „Hvað var það þá?“ „Það var fljótandi lím.“ „Lím ? Lím ?“ „Já.“ Kitty liljóðaði upp yfir sig og hné aftur á bak niður á stól. — . „Nú skil eg!“ andvarpaði hún. „Nú skil eg!“ „Hvað þá ?“ „Að mér er ómögulegt að ná hattinum af mér, livernig sem eg reyni!“ — Hva'S hefir þú nú hugsa'ð þér a'S verða, drengur minn, þegar þú ert orðinn stór? — KlæSskeri! — Hvers vegna? — Vegna þess, a'S hann pabbi er dauðhræddur vi'S alla klæðskera! Fossinn minn. Þú gamli foss í gljúfraþröng, sem geijmir tign og fegnrð mesta, að hlíða á þinn sæta söng var sálu minni gndið besta. Þú stegpist háum stalli af, svo sterkur, frjáls í mætti þínum. Þinn róminn skæra guð þjer gaf til gleði jarðarbörnum sínum. Eg sé í anda bergið blátt, þar barn eg starði á fegurð þina, og lofa drottins mikla mátt, að mjer sú dásemd náði skína. Eg sat í háum hamrasal, og hlgddi sæl á óminn þgða, í hinum víði vaxna dal, í vernd og skjóli grænna hliða. Hjá þér eg sannrar sælu naut, og sönginn þinn í hjaria gegmi. Hann Ijóma slær á lífsins braut, uns leggst eg nár í þessum heimi. Ó, að sú bæn mér grði veitt, á æfi síðsta degi mínum, að mætti eg hneigja höfuð þregtt og hljóta hvíld í faðmi þínum. Elínb o r g Björnsdóttir.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.