Vísir Sunnudagsblað - 14.07.1940, Side 3

Vísir Sunnudagsblað - 14.07.1940, Side 3
VISIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 Þorsteinn Jónsson á Úifsstöðum: föQilatoðl ÍCULL^ Þorsteinn Jónsson er bóndi uppi í Borgarf jarðardölum. Hann er óvenju skarpgáfaður maður, en hefir lítillar mentunar notið. Síðastliðinn vet- ur kom út bók eftir Þorstein, er hann nefnir „Samtöl um íslenska heimspeki". Að þessu sinni gefst lesendum Vísis koslur á að kynnast hinu óvenjulega táknræna hugarflugi, málsnild og stíl þessa sérstæða borgfirska rithöfundar. G leita að sjálfum mér í öðriim, en ódauðleiki minn er að finna mér Iwergi stað nema í sjálfum mér. Finni harmur minn ekki streng á annara hörpum, verð- ur hann að nýjum streng á minni eigin hörpu. Að drckkja Ijósi sínu í myrkri jarðarinnar, það er fögnuður himinsins. En þegar hún skilar aftur Ijósgjöfum lians, verða þær að þunguni skýjum. Þar voru sortabákn, sem sól- ir skópust, og aðeins úr þung- um skýjum brenna þrumu- leif tur. Vegna skýjahjúps síns, er Venus hvít á að líta, en sá skýjahjúpur er eigið svartsýni hennar. Öll Ijóð eru kveinstafir frá hörpustrengjum ástarinnar. Bros þ jáningarinnar eru blóm, og listin er að kenna lwöl sinni að dansa. Það lýsir af brandinum, sem brennur, en ekki björkinni, sem grær. Einungis sá, sem er lýsandi, getur fundið, hve myrkur ei- lífðarinnar er djúpt. Að eiga réttirm til hamingju, er að eiga frelsi andans, en það verður stundum að fórna liam- ingjunni fyrir þann rétt. Það sé mér ekki aðalatriði, hvað ég hefi gert eða látið ó- gert, heldur það, hvernig eg tek afleiðingum þess. Syng burtu sorg þína; en léttu ekki á samvisku þinni með orðum, heldur með dáð. Sótin skín æfinlega af öllum mætti sínum; annars væri hún ekki sól. Líf lwers er máttur hans og sú byrði, sem honum ber. Hin eina, sanna hamingja er að gera aðra liamingjusama; en verðir hamingjunnar eru aðeins þeir, sem maður gerir hamingjusama, mest með því að gera sjátfan sig hamingju- saman. Það, sem Ijósinu ber, er að skína, en ekki að hugsa um það, hverjir verðskuldi að skíni á þá og hverjir ekki. Maður vitkast stundum af því að fara vilt, en þó þvi að- eins, að hann fari ekki vitandi vilt. Viskan deyr af því, að vilja varðveita sjátfa sig á kostnað ástarinnar. Leiðin fram er að sjá til allra hliða og finna sannleilc í öll- um hlutum; en þeim verður erfiðara í heimi öfugstreymis- ins, sem eru á þeirri leið. Alhæfni veldur einstæði og þorsta eftir mótvægi og sjálfs- glötun. ÞORSTEINN JÓNSSON, IJlfsstöðum. Sérhver einmani er sem nótt án stjarna eða stjarna, sem ekki finnur nótt. Ástin leysir, en viljinn einn megnar aðeins að brjóta. Viðfangsefni hins guðlega er að skilja andskotann niður í grnnninn. Elslca skaltu drottinn guð þinn eins og sjálfan þig, en aðra svo, að þú gleymir sjálf- um þér. Það eru ekki guðir, sem elska nema niður fyrir sig. Sammál af þekkingu væri hin besta undirstaða þess, að geta orðið sérstætt skapandi. Það verður aldrei neitt fall- ega sagt, nema sannleikurinn. Það gerir enginn neitt snild- arlega lengur en honum er að fara fram. Iiið drengilegasta hefir jafn- an verið unnið með minstri von um sigur eða árangur. Þeir stefna eklci fram, sem ævinlega reyna að halda opn- um leiðum til baka. Þorsteinn Jónsson á Úlfsstöðum.

x

Vísir Sunnudagsblað

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.