Vísir Sunnudagsblað - 14.07.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 14.07.1940, Blaðsíða 1
mmm 1940 Sunnudaginn 14. júií 28. blað Ágúsía Björnsdóttir: TINDASTOLL TINDASTÖLL er fjall all- mikið um sig, við innan- verðan Skagafjörð að vestan- verðu. Er Tindastóll fallegt fjall, regluleg héraðsprýði. Þegar sólin leikur um Stólinn og eyk- ur litafegurð hans, getur hann líkst fagurri álfaborg, með f jölda turna. Tindastóll mun og vafalaust vera þektasta fjallið i Skagafirði, og hafa margar kynlegar þjóðsögur um hann spunnist. Til forna hét Tinda- stóll Eilífsfjall, kent við land- námsmanninn Eilíf Örn, sem meðal annars nam Laxárdal all- an, — en hann liggur upp með f jallinu að vestanverðu. Reykja- strönd heitir aftur á móti bygð- in austan undir fjallinu. Fjallið er mjög sundurgrafið af giljum og skörðum, og ber núverandi nafn sitt með réttu. Norðan til í fjallinu eru hamrar og hengi- flug niður i só, og undirlendi því ekkert milli bygðanna á Reykjaströnd og i Laxárdal. Milli bygðalaga þessara verður þvi að fara þvert yfir fjallið, eða þá sem leið liggur suður fyrir það, en það er langur veg- ur. Sögn er til um það, að fyrr- um hafi undirlendisræma verið norðanundir Stólnum, og lá þar aðalvegurinn milli Reykja- strandar og Laxárdals, enda hefir sú leið verið hagkvæmust og legið best við, og mörgum sinnum skemri en sú, sem áður var minst á. — En einhverju sinni bar svo við, að hval rak á Reykjafjöru, og söfnuðust þá Reykstrendingar þangað þegar i stað, til þess að skera hvalinn. Þegar Laxdælum barst fréttin af hvalrekanum, vildu þeir af t- ur á móti fyrir hvern mun eigna sér rekann, og gengust þegar fyrir mannsöf/iuði, sem fór á fund Reykstrendinganna þar sem þeir voru að skurðin- um. Var sagt að presturinn og djákninn að Hvammi hefðu verið þar fremstir í flokki. Heimtuðu Laxdælir, að Reyk- strendingar létu rekann af hendi við þá, og töldu reka- svæðið vera eign Hvamms- kirkju. Reykstrendingar mót- mæltu þessari staðhæfingu þeirra, en til þess að komast hjá illdeilum, var um samið, að ef Laxdælir gætu sannað með eiði, að þeim bæri rekinn, skyldu hann látinn af hendi við þá. Gengu Laxdælir að eiðnum þegar í stað og sóru, að sú jörð, sem þeir stæðu á, væri eign Hvamms-kirkju. Var þetta satt að vissu leyti, því þeir höfðu rist grassvörð í kirkjugarðinum í Hvammi og látið í skó sína í stað ileppa, áður en þeir fóru að heiman, en jörð sú, sem var undir skóm þeirra, var aftur á móti eign Reykja á Reykja- strönd. Reykstrendingar, sem ekki grunaði hver brögð voru í tafli, stóðu við orð sín og létu rekann allan af hendi við Lax- dæH; síðan fóru þeir allir heim til sin. Nú er að segja frá þvi, að Laxdælir tóku til skurðar af kappi, en er svo hafði gengið um stund, féll feikileg skriða úr Tindastóli, en þeir urðu allir undir henni og létu þar lífið, nema djákninn. Fór hann heimleiðis inn Reykjaströnd og út Laxárdalsheiði, en fórst á leiðinni i polli einum, mjög djúpum, milli Skíðastaða og Hvamms i Laxárdal; heitir þar síðan Djáknapollur. Aðrir segja þó, að enginn Laxdæla hafi komist af, nema drengur nokk- ur, sem ekki hafði unnið eið- inn. Sagt er, að nokkru áður en skriðan féll, hafi hvítklædd- ur maður sést standa uppi á Tindastóli. Var maður sá með sprota í hendi og laust honum þar, sem skriðan tók sig upp. Með skriðufalli þessu tók alger- lega af veginn norðan undir fjallinu, milli Reykjastrandar og Laxárdals, og heitir þar síð- an Hvalurð. Af öðrum þjóðsögum, sem um Tindastól hafa myndast, mun sú kunnust, sem segir frá óskasteinunum, sem hverja Jónsmessunótt fljóta uppi í hinu litla stöðuvatni, sem er á efsta tindinum. Ekki er þó allra færleikur að ná steinum þess- um, verður að fara eftir vissum reglum, og sé þeim ekki fylgt til hins ítrasta, getur illa farið. — Munnmælasaga er til um stúlku nokkra, sem var á gangi uppi á Tindastóli og fann þar óskastein; ekki er þess þó getið, hvort þetta hafi átt sér stað á Jónsmessunótt. Öskaði stúlkan sér þá, að hún væri komin í veislu svo mikla, að slíks væru engin dæmi. Á samri stund þóttist hún verða numin burt og innan skamms var hún kom- in í veislu mikla, meðal prúð- búins f ólks, og voru dýrar krás- ir á borð bornar. Þótti henni í fyrstu mikið til koma um alla dýrðina, en þó fór svo að lok- um, að henni fanst nóg um all- an veislufagnaðinn, og óskaði hún sér þá, að hún væri komin á Tindastól aftur. I veislunni hafði stúlkunni verið gefinn gullbikar, forkunnar fagur, og með hann var hún í höndun- um, þegar hún kom til sjálfrar sín aftur. Rikarinn fór stúlkan með heim til sín, var hann síð- [ FERÐAPÆTTÍR ar afhentur presti, og þótti hin mesta gersemi. En þar sem prestur vissi ekki til hvers hann skyldi notaður, var bikarinn sendur konungi, og hve mikill dýrgripur hann hefir verið, má marka af því, að stúlkunni voru gefnar þrjár jarðir fyrir hann. — Önnur munnmælasaga bend- ir til þess, að ekki hafi þótt ör- grant um, að fjallið væri bygt tröllum eða öðrum slíkum vættum, og er hún sú, að ein- hverju sinni, þegar gekk upp með veður, heyrðist kveðið við raust í Tindastóli: Dregur í Dingólfshnjúk, dimmir á Vatnsskarð. Margar verða ekkjur i kvöld á Skaga. En um nóttina gerði ofviðri, og Tindastóll (sé'ður af hafi).

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.