Vísir Sunnudagsblað - 28.07.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 28.07.1940, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ en hnígur svo, að séð ei fær að sveitin af hans vinnu grær. Það spillir ekki jólakvæði, sem veraldarviska liefir kveðið, þó það endi á jarðvegi og hónda. Meistari meistaranna talar oft um jarðyrkjumenn í dæmisög- unum, sem eru í aðra röndina skáldskapur. Þó má segja, að þetta kvæði, sem er hvassviðr • islaustj, falli í dúnalogn að lok- um. Þessi vísa um bóndann er á sinn; hátt því lík, sem seimur eða efitirómur kvæðis eða lags, er sá dregur, sem syngur eða snertir hljóðfærastrengi. — Varla verður um það deilt, né það véfengt, að þetta kvæði er vel kveðið að vili og orðfæri, og vissulega er það einkennilegt. En hitt er jafn víst, að hjartað, sem hýr undir þeirri tungu, er ekki með þeim slætti, sem hjarta Hallgrims Péturssonar liafði til brunns að bera. — Það getur orðið lil ávinnings málefnum, að misjafnar skoð- anir séu á lofti um mennina, sem um er að ræða. Kristur lifir enn í vitund manna af því, að enn er spurt: hver hann var í fyrndinni. Þó að eg liafi nú látið i veðri vaka, að hjartsláttur Hallgrims hafi verið hlýrri en Stephans, er mér ekki ant um, að allir skáldmæringar kveði á eina lund um meistarann milda. Hann þolir það, að um hann sé deilt. Meðan andvari mismun- andi skoðana blæs um djúpið, sem lærisveinar Krists fiska í, er engin hætta á, að það verði að Dauðahafi. Vissulega er þetta kvæði efn- isríkt og í það er mikið spunn- ið. En — mundi nokkur maður, sem sér í tvo heimana, geta sótt í það huggun handa sál sinni? Siðastur manna mun eg verða til þess að gera lítið úr mann- viti og snild. En stoðar hún, þegar síðustu kurlin koma til grafarinnar? Hallgrímur Pétui'sson horfir í augu Krists, þegar hann grætur yfir Jerúsalem og tárast yfir eymdinni og syndinni í mann- heimi. St. G. St. gaumgæfir einkan- lega hnakkasvipinn, hve gáfu- legur liann er, og vangasniðið. St. G. lilustar eftir þeirri rödd, sem hoðar hræðralag á jörð- unni. Hallgrímur hlustar á hjartsláttinn, sem nær hámarki á krossinum. St. G. er fulltrúi þess aldaranda, sem neitar því, að Kristur hafi húið yfir öðrum eða meiri mætti, en hestu menn þjóðanna hafa til að bera. St. G. lítur spekingslega á meistar- ann, fremur en skáldlega; gagn- vart Kristi er hann eigi svo vel skygn, sem hann er, þegar hann kveður: Eg varð allur alsjáandi / augasteinn í hverri taug. Slík skygni er mystisk eða dulræn. Hallgrimur sér Krist í samskonar ljósi, sem málarinn sér fjallið. Hann velur sér stöðu álengd- ar og lætur Ijósmóðu og hæfi- legan fjarska hjúpa fjallið í hálfgagnsæjan lijúp, eða þá að málarinn situr um tækifærið, þegar sólin sjálf hefir ákjósan- lega afstöðu til fjallsins. Málar- anum dettur eigi i hug að þreifa á fjallinu, eða reka nefið í það — svo nærgöngull má hann ekki vera. Hallgrímur fer þvílikt að ráði sínu. Hann málar Krist, þegar fylling tímans er komin, stendur svo langt frá krossin- um, að á hann falli, og þann, sem á liann er negldur, fegurð- arhjúpur fjarlægðarinnar, eða sú mystiska móða, sem gerir fjöllin hlá. Aldarandinn legg- ur Hallgrími á varir sum orða- tiltæki, sem fela í sér skoðan- ir, sem þeir menn geta ekki fall- ist á, sem nú eru uppi og dást þó að „heilagri glóð“ Hallgríms, t. d. þegar hann kveður þetta: Blóðskuld og hölvun mína/hurt tók Guðssonar pína. Nútíðar skynsemi getur eigi felt sig við það, að hlóð sakleys- ingja geti orðið horgun fyrir glæpi sj'ndara. En þó getur mál- snjöll skáldgáfa gert ólíkindi sæmileg, þegar hún heitir sér, eða leggur sig fram. Eg hefi lesið bók eftir Jóhannes Jörgen- sen, skáld Dana, katólskan mann, sem tók á fullorðins aldri sinnaskiftum. Hann ræð- ir um leyndardóma kristin- dómsins, meyjarfæðingu, fórn- ardauðann, sakramentin og greiðir úr þessum flókum svo snildarlega, að úr þeim verður jiell og purpuri og guðvefur. Við þann lestur virtist mér, að efasýkin myndi yfirbuguð falla á kné og gera hæn sína, auð- mjúk og grátfögur. Ilvað sem því líður. — Sagan hefir sýnt það og sann- að, að engin trúarbrögð geta staðist, sem svift eru eða laus við mystik — dulspeki. Svo kölluð skynsemistrú hefir ekki í sér það aðdráttarafl, sem lað- ar mennina að henni eða heldur þeim föstum. Og þó að því sé neitað, að Kristur hafi ráðið þá gátu, sem falin er í Ijóðlínunni: „hvað hinumegin hýr“ — er samt liug- Ijúft að taka undir með öðru skáldi, sem segir, uppgefið á lífinu: „Svo dreymdi mig draum af nætur náð, og nú er byrjaður dagur. Á daginn er tregandi dapurt mitt ráð, en draumurinn var svo fagur.“ (Bertel E. Þorleifsson.) Skák Tefld i Pistyan 1922. Hvítt: A. Aljechine. Svart: K. Hromadka. 1. d4, d5; 2. Rf3, Rf6; 3. c4, c6; 4. Rc3, Db6 (Siichting nokk- ur lék þessu fyrstur í skák á móti Schlecter í Carlsbad 1911. Besta svarið er 5. c5, Dc7; 6. g3! og síðan Bf4 með góðri stöðu). ö. e3, Bg4; 6. cxd, cxd; 7. Da4+, Bd7 (Best; ef 7. Rc6 þá 8. Re5, Bd7; 9. Bb5, e6; 10. RxB, RxR; 11. el! og hvítur nær sókn svip- aðri þeirri er hér kemur eftir 13. leik hvíts) 8. Bb5, a6; 9. BxB+, Rb8xB; 10. 0-0, e6; 11. Re5, Da7 (11. .. Db4! var ágætt, þetta er hinsvegar tímaeyðsla, sem hvítur græðir á) 12. RxR!, RxR; 13. e4!, b5; 14. Dc2, dxe; 15. d5!, e5; 16. a4!, h4; 17. Rxe4, Dh7 (Ef 17. .. Bc5 þá 18. Be3!, BxB; 19. Rd6+, Ke7; 20. Rf5+ og síðan fxB með öflugri sóknarstöðu) 18. Hdl, Hc8; 19. De2, Be7; 20. Dg4, g6 (Þvingað. Ef 20. . . 0-0 þá Bh6). ABCDEFGH 21. Bg5!, h6; 22. BxB, KxB; 23. Dh4+, g5; 24. Dg4, Hc4; 25. Df5 (Hótar meðal annars Dxf7) Hf8; 26. b3! Hc8; 27. Rf6! Hc5; 28. RxR, Dc8 (Ef DxR þá 29. Dxe5+Kd8; 30. Hacl; HxH; 31. HxH og vinnur) 29. d6+, gefið (Hvítt vinnur hrók. Ef 29. . . Kd8; 30. Df6+, KxR; 31. De7+, Kc6; 32. d7! o. s. frv.). FRÁ UPPSKERUHÁTÍÐ.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.