Vísir Sunnudagsblað - 28.07.1940, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 28.07.1940, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Útsýni er undurfagurt frá Múlakoti. ÞaÖan blasir Þórsmörkin og Eyjafjallajökull vit5, en bærinn stendur á sléttri grasgrund undir litlu og fögru hamrabelti. Á myndinni sést limskrúð' einnar reyniviðarhrisl- unnar í Múlakotsgarðinum, en undir því sér i Stóra Dimon. kórs og framkirkju, og með þessu er garðurinn girtur, og líður nú ekki langur tími þar til vegfarendur taka að veita litla garðinum athygli, enda er slíkt mjög fátítt i þá daga. Líða nú svo nokkur ár, og í tómstundum sínum annast Guðbjörg garð- inn með mestu kostgæfni, litlu trjáplönturnar eru nú orðn- ar að laglegum hríslum og auk þess hefir Guðhjörg fengið ribs- við, sem þegar gerist heldur rúmfrekur, og þar sem svo er orðið þröngt um fósturbörnin, finnur hún hjá sér hrýna nauð- syn til þess að færa út kvíarnar. En á þeim tímum er langt frá því að slíkt sé talið til neinna nauðsyna, þó fer svo, að Guð- björg fær garðinn stækkaðan um helming. Enn líða nokkur ár, uns aftur fer að gerast full- þröngt um trén, sem farin eru að bera fullþroskaða ávexti. Guðbjörg fer að leita nýrra plantna, og kemst loks að raun um, að í garðinum er alt krókt af reyni, birki, ribs og víðiplönt- um, og veitti þessi uppgötvun henni mikla gleði. Hún útbýr sér lítið beð, sem hún nefnir Vöggu, og þangað flytur hún litlu plönt- urnar, sem ekki ná að þrosk- ast undir skuggasælu laufþaki trjánna. Árin hða livert af öðru, og trén og blómin stækka og þroskast. Guðbjörg sér, að enn er garðurinn of litill fyrir hinn kröftuga gróður, sem þar er, hún biður þá manninn sinn að láta sér eftir alian garðinn, sem er framundan húsinu jæirra og verður hann við bón hennar. Matjurtagarð gerir hann sér annarsstaðar, til þess að upp- skeran þurfi ekki að minka. Guðhjörg hefir eignast 20 kr. í peningum, sem hún sendir til Reykjavíkur og fær fyrir þær vírnet, sem nægir til þess að girða garðinn með. Það er ekki lítið verk, sem Guðbjörg á fyr- ir höndum, — sjálf liefir hún nú eignast 4 börn, heimilið er stórt og þarf á kröftum ötullar húsmóður að halda, en hún er þá þegar farin að kenna þess sjúk- dóms, sem hún alla tíð síðan liefir átt við að stríða, en sem þó ekki, þótt næsta undarlegt megi virðast, liefir tekist að lama hið mikla starfsþrek hennar svo, að hún hafi þurft að láta af skyldu- störfum sínum. Við, sem lienni erum kunnug, undrumst það lík- amsþrek, sem laún hefir til að bera, þegar þess er gætt, hve lít- illar fæðu hún liefir getað neytt í öll þessi ár. Guðhjörg hefir með aðstoð mannsins síns að mestu komið garðinum upp á eigin kostnað, og lítils styrks notið af opinberu fé. Menntunar í garð- rækt hefir Guðbjörg ekki notið utan þeirrar, sem reynslan liefir látið henni í té. — Útlit og frá- gangur garðsins ber þess ljósan vott, að margar muni þær stund- irnar, sem unnið hefir verið að fegrun og aðhlynningu gróðurs- ins þar, enda voru þau mörg sumarkvöldin, sem Guðbjörg vann þar alt fram á nótt, þegar alhr aðrir á heimilinu voru lagsl- ir til hvíldar. Og nú er svo komið að Múla- kotsgarðurinn er orðinn kunnur flestum landsmönnum og á sumri liverju koma þangað mörg hundruð manns til þess að skoða hann og allir Ijúka á hann mesta lofsorði. Elstu trén eru nú orðin 7—8 metrar á hæð og þeg- ar inn í garðinn kemur, lykja þau hinum þéttu og fögru Iauf- krónum sínum hátt yfir höfði manns, — þessi tré munu nú eiga margan efnilegan afkom- andann víðsvegar um landið, ekki er ólíklegt, að þeir skifti orðið þúsundum. Trjátegundir þær, sem nú eru í Múlakotsgarð- inum, munu vera um 10, má þar af nefna reyni, björk, víði, ribs og furu, og ennfremur eru þar þróttmiklir burknar, ilm- andi mjaðurt, glæst keisara- króna og fjöldi annarra blóma- tegunda, innlendra og út- lendra, sem eg kann ekki að nefna. — Ilmurinn er un- aðslegur og litimir margvís- legir, og þegar dimma tekur á haustin, eru tendruð marglit rafmagnsljós innan um trjálimið og ekki dregur það úr aðdrátt- arafli garðsins. Garðurinn hefir nú verið vandlega girtur, og fyi'- ir nolckrum árum var þar reist lítið og snoturt hús, sem skreytt er fjölda blómategunda. Annars- vegar við skrúðgarðinn er all- stór matjurtagarður, sem Guð- björg einnig annast með prýði, en hinsvegar er annar trjágarð- ur, sem tilheyrir austurbænum (í Múlakoti er tvíbýli) og er hann einnig mjög fallegur. í vor kom Guðbjörg upp litlu vermi- húsi, hituðu með rafmagnsljós- um, þar gerir hún tilraun til þess að rækta tómata, vinvíð og jarðarber, en kuldar hafa verið svo miklir í sumar, að enn er óvíst hver árangur verður af þeirri tilraun. Gömlu hjónin Guðbjörg og Túbal hafa nú brugðið búi og einkasonur þeirra, Ólafur, tekið við, og eru þau til heimilis hjá honum. — Enn heldur Guðbjörg vel andlegu atgjörfi sínu og starfsþreki, enn gengur hún til vinnu sinnar innanhúss og utan, þótt heilsunni hraki smátt og smátt, og enn hlúir hún, með umhyggjusemi, að fósturbörn- unum sínum í garðinum. — Guðbjörg á miklar þakldr skihð fyrir sitt vel unna starf og fyrir þann áhuga, sem hún með starfi sínu hefir vakið meðal almenn- ings um það að klæða landið skógi og fögrum gróðri. Nú orð- ið er það ekki óvíða, sem snotr- um trjágörðum liefir verið kom- ið upp, og er þess að vær.ta, að ekki verði langt að bíða þess, að laglegir trjá- og blómagarðar verði við hvern bæ og hvert hús á landinu, — en það yrðu þau laun, sem Guðbjörgu myndu dýrmætust fyrir viðleitnina í þá átt að sltrýða landið og mun liún ávalt verða tahn fremst í flokki meðal brautryðjenda á þvi sviði. Fyrir mánuði síðan kom eg að Múlakoti seint um kvöld. Guð- björg var þá enn úti við. Hafði hún allan eftirmiðdaginn verið að hreinsa garðinn sinn, sem ó- skaplegur stormur hafði farið mjög illa með tveim nóttum áð- ur. Lauf trjánna hafði fallið í hrönnum, stönglar brotnað og blómknappar fokið. „Garðurinn minn htur ekki betur út nú, en venjulega í septemberlok“ sagði Guðbjörg, og i svip hennar kendi nokkurs sársauka. Morg- uninn efhr fór Guðbjörg á fætur fyrir allar aldir og liélt áfram að lireinsa garðinn, þar til útlit hans var orðið svo gott, sem verða mátti. Guðbjörg hefir alla tíð verið afar vinsæl og notið óskiftrar aðdáunar allra þeirra, sem kynst henni hafa, enda er hún góð og göfuglynd kona, sem lætur lítið á sér bera, og heimili hennar hefir jafnan verið orðlagt fyrir myndarskap og rausn, sem ef hl vill hefir hjálpað til þess „að gera garðinn frægan." —- Á sjö- tugsafmæli þessarar merlds- konu, munu allir hennar kunn- ingjar og vinir senda lienni sín- ar bestu árnaðaróskir, og vona að guð muni gefa henni bjart og fagurt ævikvöld, og að hún fái sem lengst að njóta þeirra krafta, sem hún þarfnast til þess að hlúa að fósturbörnunum sín- um, sem liafa dafnað svo ein- staklega vel Undir liandarjaðri hennar. Síðasta ósk glæpamannsins Francis Marion Black, sem ný- lega var dæmdur til dauða í Ameríku, var að mega hlusta síðasta sólarhringinn á útvarp. f tuttugu og átta klukkustundir hlustaði liann á útvarpið, og það síðasta sem liann heyrði, var að dauðadómi hans hafði verið breytt í ævilangt fangelsi. — Þá var útvarpinu lokað.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.