Vísir Sunnudagsblað - 15.09.1940, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 15.09.1940, Blaðsíða 2
VÍSIK SUNNUDAGSBLAÐ 5 gerðir. Þeir eru opinskáir, ljúf- ir og iaðandi menn ef þeir mæta velvild og skilningi. En á bak við búa svo luildir leyndardóm- ar, sem Indverjum eru áskapað- ir og engir fá skilið nema þeir einir. Þegar maður er viðstaddur knattleikskepni þár sem mörg bundrúð ungar stúlkur í hvítum, gulum, grænum, gulln- um eða silfurgljáandi sloppum horfa aðdáunaraugum á uppá- haldshetjuna sína — og þetta út af fyrir sig er yndisleg sjón undir bláum, sólrikum himni Indlands — þá er ekki hægt að gera sér í hugarlund hve stór- brotnir harmleikir eiga sér stað i sálum þessa unga fólks. Eg á indverskan vin, þrítug- an að aldri, og dag nokkurn spurði eg liann, hversvegna hann, í þessum efnum sem hann væri, kvæntist ekki. Þessa spurningu er alment ekki hægt að leggja fyrir Indverja, jafnvel ekki vini sína, en þessi maður bauð af sér þann þokka, að eg gat sagt alt við hann sem eg vildi. Hann lifir einsetulífi eins og munkur, og hann sagði mér óstæðuna fyrir því. Hann er af- komandi æfagamals og guð- hrædds ættleggs — félagsættar, ef svo mætti að orði komast, ættar sem myndaði heild út af fyrir sig og á ekki náin mök við óskylt fólk. Meðal annars má það ekki lcvænast nema inn- an ættarinnar. Allur ættleggur- inn á heima í litlu sveitaþorpi norðarlega í landinu, og vegna þess að Indverjanum, frændan- um eina, sem fæddist og ólst upp í iðu stórborgarlífsins gast ekki að dætrum frænda sinna uppi í sveitinni, gat hann yfir höfuð ekki kvænst. „En ef að þér kvænist góðri stúlku af góðum ættum, ó- skyldri yður?” spurði eg. „Þá yrði eg útskúfaður úr ætt minni. Mér yrði að vísu borgaður arfur út í hönd, en það væru lika síðustu skifti mín við foreldra mína, systkini eða aðra ættingja. Slíka útskúfun fær enginn sannur Indverji af- borið.“ Þetta sterka ættarvald á Ind- landi orsakar m. a. það, að þessi ungi maður kvænist ekki. Sum- ir myndu að vísu brjóta gegn ættinni og gefa sig ástinni á vald. En allir þeir sem hugmynd mynd ha,fa um ættarvöld á Ind- landi og áhrif þeirra Innbyrðis, hljóta að efast um,að ástarkvon- fang geti að fullu bætt útskúfun ættarinnar. — En svo eg viki að vini mínum aftur, þá er hann — og það mun mörgum þykja undarlegt — kvikmyndaleikari, einn af þektustu kvikmynda- leikurum Indlands, sem ungar stúlkur og konur víðsvegar um heim dá, dreyma um og þrá. Völd ættliðanna eru allajafna lítil út á við, en þeim mun meiri eru þau innbyrðis, og þar eru þau raunverulega óskráð lög, sem ekki má brjóta. Hér slcal eitl dæmi nefnt: Einhverstaðar uppi í sveit í námunda við Poona er katlasmiðaætt. Fáein- ar ungar stúlkur af þessari ætt hafa með elju og dugnaði brot- ist til náms og hlotið háskóla- menlun. En þar með eru þær dæmdar lil að pipra alt silt líf. Katlasmiðirnir í sveitinni álíta að konur með hóskólamentun lienli ekki fyrir sig, og þeir eru —- ef til villekki að ástæðulausu — alveg logandi liræddir við þær. En menn af æðri ættum geta ekki kvænst þeim heldur. Bæði eru þeir bundnir böndum ættar sinnar og svo vilja þeir eklci heldur kvænast niður fyrir sig. Ýmsir meðlimir lægstu stéttanna og ættanna á Indlandi eru mentamenn og áhrifamenn, þeir eru vísindamenn, háskóla- kennarar, stjórnmálamenn og lögfræðingar. En þeir geta held- ur ekki kvænst nema ættingjum sinum, og í flestum tilfellum myndast óbrúanlegt djúp á milli mentamanns i góðri stöðu og dóttur kamarmokara, götusóp- ara, eða fisksala, enda þótt ætt- leggurinn sé sá sami. En auk þessa koma viðhorf ekkna til greina, einkum ungra elckna, sem í bernsku hafa verið gefnar öldruðum mönnum. Vitaskuld verða þær ekki fram- ar brendar á báli, og það var aldrei gert i þeim mæli sem alment var álitið liér í álfu. Þessar ekknabrennur fóru aðal- lega fram við konunga- eða furstahirðir á stríðstímuin, þegar konungurinn féll og kvennabúrið var í hættu. En framtíð og örlög þessara kvenna eru þrátt fyrir þetta mjög átak- anleg. Nauðrakaðar á höfði og með öllu huldar i hvítan eða rauðan serk, verða þær að eyða æfi sinni innan veggja lieimilis síns. Þær mega ekki matast nema einu sinni á dag, þær mega helst ekld koma út fyrir liúsdyr nema í þau skiftin sem þær fara í musterið og úr þvi, og þær cru útilokaðar frá öllum mannfagnaði, veisluhöldum og hátíðahöldum, því að nærvera þeirra táknar ógæfu. Að vísu eru gamlar og ríkar ekkjur mjög valdamiklar og næstum ein- valdar á heimilum sínum — en það kemur naumast eða. alls PANDÉ D. NEHRU, einn af kunnustu leiðtogum indverskra þjóðernissinna. ekki fyrir að ekkja, hversu ung og fögur sem hún'er, giftist í annað sinn. Jafnvel Hindúa- stúdentar, evrópiskir og byll- ingasinnaðir í anda, myndu ekki dirfast að kvænast elckju. Það er að eins til ein leið — ákaflega erfið — fyrir ekkju að giftast. Og þessi eina leið er fólgin í því að láta af trúnni og taka kristni. En í augum Indverja er það svo ólýsanlega mikil niðurlæging, að það þarf yfirmannlegan mátt til að brjóta þannig af sér alla virð- ingu og vináttu, alt traust og álit vina sinna og ættmenna. Trúskifti eru í augum Indverja, dýpsta smán og niðurlæging sem bægt er að drýgja. En svo ramt lcveður að fast- lieldni og ihaldssemi í þessum efnum, að fólk sömu stéttar getur oft og einatt ekki kvænst vegna einhvers lítilsháttar mis- munar í atvinnugreinum. Eg veit t. d. um tvær leirkera- smiðaættir en á milli beggja ættstofnanna er slaðfest regin- djúp vegna þess að önnur ættin snýr leirnum frá liægri til vinstri, en hin aftur á móti frá vinstri til hægri. Af þessum ástæðum er heldur enganveginn hægt að slofna til hjónabands á milli þessara tveggja kynkvísla, néma því að eins að útskúfa börnunum að eilífu úr ættun- um. Og þar sem strangleikinn er mestur, nægir það ekki einu sinni að útskúfa börnunum, heldur verða feðurnir einnig látnir gjalda synda barnanna, og þeir vei-ða ekki fyr teknir í sátt, en þeir hafa drukkið hreinsunardrykk — en það er þvag úr heilagri kú — og gefið sáttaveislu, sem öll ættkvíslin tekur þátt í. Enn einn örðugleiki verður á vegi indverskra elskenda. Það er brúðkaupið sjálft. Koslnað- urinn við það er venjulega svo mikill, að hann einn getur teflt fjárreiðum aðslandenda í tví- sýnu. Fjölskylda í bæjum og þorpurn til sveita verður að borga 7—8 þúsund krónur til brúðkaups hvers barns, ef virð- ingu liennar á ekki að verða misboðið. Auðugra fólk verður að eyða niildu meira, eða 25— 35 þúsund krónum í hverja brúðkaupsveislu. Ættinni er allri boðið, svo langt sem hún verður rakin, og hvort sem ein- stakir ættingjar eru staddir fjær eða nær. Boðsgestirnir í veislunni skifta allajafna hundr- uðum, stundum þúsundum og veislan stendur dögum saman. Sýningar og ferðalög á hestum og fílum eru óhjákvæmilegur þáttur í veislufagnaðinum. Hvað þetfa þýðir í dætramörg- um fjölskyldum, sem ekki eru miljónaeigendur, liggur í hlut- arins eðli. Það er óhjákvæmi- legt einlífi. Það er vitað mál, að yngri kjmslóðirnar í Indlandi, eink- um þær sem orðið hafa fyrir erlendum áhrifum, berjast með oddi og egg fyrir frelsi úr fjötr- uiii þessa æfagamla afturhalds. En það er lika vitað, að allar umbætur á hjónabandsvenjum mæla harðvítugri mótspyrnu eldri kynslóðarinnar, og enn sem komið er, er t. d. ómögu- legl fyrir hindúalijón að skilja. Það er erfitt fyrir fólk að skilja þessa fastheldni, nema fvrir það sem dvalið hefir meðál Indverja í Indlandi sjálfu. Indverjar eru alveg sérstaklega lepruleg þjóð. Þar verður, jafnvel meðal vina, ekki rætt um ýms málefni sem daglega eru rædd opinberlega hjá Norðurálfuþjóðum. í Ind- verskum kvikmyndum mó fólk ekki kyssast, elskhugarnir mega ekki einu sinni snerta hvorn annan, að eins talast við. Eg sá hérna undur fallega kvik- mynd, „Adnis“, er lýsir sögu og afdrifum Vændiskonu einnar. En hvernig að hfi þessarar vændiskonu var lýst í kvik-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.