Vísir Sunnudagsblað - 13.10.1940, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 13.10.1940, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 HREFNA EFTIR KRISTMANN GUDMUNDSSON. l>að var um haust, um kalt og dapurt haustkvöld, fyrir löngu síðan. Síðustu leifar af lyngilmi og heyangan hárust enn með blænum, eins og ang- Urvær minning um lilýtt hand- tak vinar sem er farinn. — Kvöldgrár, rökkvandi himinii yfir dinimu og gróðurlausu hrauni, sem var klungrótt og sundurtætt, eins og valur trölla. Svtftiar steinkrumlur háru við himinn, eins og storkið neyðar- óp efnisins upp til hins skapandi guðs. Gatan var krókótt og torTær um þessa draugalegu grjót- auðn. Og hestarnir voru orðnir þreyttir, eftir margra stunda áframhald; þeir lölluðu hægt og ólundarlega, og lögðu aðeins kollliúfur, ef danglað var í þá. -— Á bak við okkur hurfu fjöll- in í dimmuna. En langt fram- undan sást endalaus, myrk auðn: hafið. Við vorum mörg saman, ferðaþreytt fólk, sem sat bogið á hestunum og starði framund- an sér með svefnþungum aug- um. Eg man ekki lengur hvaða fólk þetta var, eða hvert við vorum að fara. Það er orðið svo langt um liðið. í minning- unni erú samferðamenn mínir aðeins hópur þögulla skugga, á gleymdri leið í steinskógum úr- aldar. Eg var i stuttbuxum og ber linén á mér nudduðust við hnakkinn; líklega hef eg verið á tíunda árinu, og eg var á- kaflega þreyttur. Stundum blundaði eg nokkur augnablik; glamur hestaliófanna við grjót- ið var mjög eintóna og svæf- andi. Oftast vaknaði eg við það fundið jafn ástúðlega viðfeld- inn og Mark Twain. Þarna sat hann og sagði gamansögur, þar til hann alt í einu rauk á fætur og spurði livort eg vildi ekki koma í knatthorðsleik. — Það var komið fram yfir miðnætti, þegar eg fór, og liann fylgdi mér sjálfur lil gistihússins, þar ■sem eg bjó. Daginn eftir liittumst við aft- ur, og þá kynti liann mig fyrir hinum viðfræga þjóðmegunar- fræðingi Henry George, sem þá var á fyrirlestraferð. S. K. Steindórss. þýddi lausl. að eg var að detta af hestinum; mér fanst í hvert skifti eins og eg félli úr mikilli hæð og það greip mig svimi. Svo hélt ferðin áfram, — hópur dimmra skugga á gleymdri leið. Alt i einu var hófaglamrið þagnað. Við riðum yfir slegnar túnflatir og loftið ilmaði af vingjarnlegum móreyk. Síðan komum við á hlað einhvers hæjar; það var ljós í tveimur ókunnum gluggum og tveir eða þrír hundar gellu að okkur. Og allir skuggarnir urðu að lifandi mönnum; hressar og lilátur- mildar raddir heyrðust alt um kring. „Hvar er barnið?“ spurði hlíð konurödd, einhversstaðar nálægt mér. Eg sat enn á liest- inum, en var sæmilega vakandi. „Þið hugsið ekkert um litla drenginn!“ Litlu síðar tók einhver í hendina á mér. Eg ætlaði að kasta mér léttilega af baki, en hnaut um eitthvað og var grip- inn í mjúka konuarma. Eg man enn ljóslega live þægilegt það var; hún liélt mér upp að sér eitt andartalc og kysti mig. Svo leiddi hún mig gegnum lang- an, dimman gang, inn í stóra og skuggalega stofu. Silfur- hronsaður olíulampi stóð þar á borði og lýsti dauflega; loft var þungt og dálítil myglulykt. Kon- an leiddi mig lil sætis. Hún sagði nokkur vingjarnleg orð, sem eg heyrði ekki og strauk mér um vangann; liönd hennar var góð og mömmuleg, en and- liti hennar er eg búinn að gleyma. „Sittu hérna lijá lienni Hrefnu litlu, góði“, sagði liún. „Eg ætla að fara fram og finna eitthvað að stinga upp i ykkur.“ Síðan sat eg þarna langa stund, við horð, á stól sem var mjög harður, og stofan fyltist af háværu fólki. Það voru tveir hópar ferðamanna sem mætt- ust á bænum, því spurt var um fréttir og tíðindi sögð. Hvoru tveggja ætluðu að halda lengra sama kvöld. Einstaka setning- ar festust í minni mínu: „Þú hleypir vænti eg þeim gráa þeg- ar þið komið út í hraunið!“ sagði maður einn er var mjög skrækróma. Að þessu liló fóllc og eg man livað eg skammaðist mín fyrir að skilja ekki fyndn- ina í því. Smám saman vöndust augu min liálfrökkri stofunnar. Þá fyrst varð mér ljóst að eg var ekki einn við borðið, gagnvart mér sat lítil stúlka, á mínura aldri. Hún horfði þegjandi á mig, með þunglyndislegum aug- um sem voru dökk eins og fall- ega flauelshúfan hennar. Eg ætl- aði að fara að heilsa henni, en hætti við það, þvi eg sá að þess þurfti ekki, við gátum talast við án orða. hún var bleik í lampa- skininu og það var ró hjá henni, eins og við sjávarströnd- ina á sumarkvöldi. Eg liafði verið mjög einmana í þessari stóru, ókunnu stofu, en nú liuggaði liún mig. „Nú erum við saman,“ sögðu augu henn- ar. Við horfðum hvort á annað, alvarleg og hljóð, og innra með mér vaknaði áður óþekt gleði, eða söknuður, eg veit ekki hvort heldur var. Eg óskaði af allri orku liuga míns, að þessi stund mætti vara Iengi. En augu henn- ar sögðu: „Við skiljum i lcvöld, en við eigum eftir að liittast seinna, eftir langan, langan tíma.“ Var liitt fólkið farið út? Eg veit það ekki, en í stofunni var orðið kyrt og hljótt. í stofunni var þögn og við vorum þar ein saman. Eða við vorum þar ekki lengur? Yfir okkur skinu bláar stjörnur og við heyrðum nið sjávarins gegnum hljóðlátt rökkrið. Vingjarnlega konan kom inn með eitthvað handa okkur að borða. — „Gjörið þið nú svo vel!“ sagði liún. — En við hreyfðum það ekki, við sátum þögul og hreyfingarlaus,- eins og áður. Ekkert mátti spilla stundinni okkar, fyrstu stund lífsins. Og stjörnurnar liéldu áfram að skína. Mér hefir aldrei tekist að komast að ]ivi hver liún var. Mörgum árum síðar spurðist eg fyrir úm hana, þarna í sveit- inni, en allir höfðu gleymt henni, nema eg. Og mér þykir vænt um að eg skyldi ekki sjá hana aftur, það er hest þannig. Því telpan sem eg liitti á þessari gleymdu leið, er löngu liorfin; hún hefir líklega aldrei verið til, nema þá stuttu stund er augu okkar mættust og við ræddum saman á máli þagnar- innar. Hún hét Hrefna. Við skildum eftir litla bið og liéldum hvort sína leið, Um liaustkvöld fyrir löngu síðan. Aftur heyrðist eintóna hófa- glamur á grjóti. Regnþungur liiminn og myrkur grúfir yfir þessum draumi mínum. Eg sat í hnipri á hestinum og ferðinni var haldið áfram, inn í gleymsk- una. §kák Ein af sex blindskákum, sem Aljechine tefldi í Odessa í des. 1918. Hvítt: W. GONSSIORAVSKI. Svart: A. ALJECHINE. 1. e4, e5; 2. Bc4, Rf6; 3. d3, c6!; 4. De2, Be7; 5. f4, d5!; 6. exd (Ef 6. fxe, þá 6....Rxe4), exf; 7. Bxf4, 0-0; 8. Rd2 (Hvít- ur má til að koma út mönnun- um, liann hefir því ekki tíma til að leika 8. dxc, Rc6), cxd; 9. Bb3, a5!; 10. c3 (Betra var 10. a4, því nú tapar hvítur peði, sem er honum mikils virði), a4; 11. Bc2, a3!; 12. b3, IIe8; 13. 0-0-0, Bh4; 14. Df2, Bxc3; 15. Bg5, Rc6; 16. Rf3, d4!; 17. Hhel (Þótt þessi leikur virðist í fljótu hragði eðlilegur, þá tapast nú skákin strax, hinsvegar var staðan allavega töpuð, þótt lengur hefði mátt verjast), Bb2+; 18. Kbl, Rd5!! (Hvítur verður nú að fórna manni til þess að forða máti); 19. HxH+, DxH; 20. Re4, DxR!; 21. Bd2, ABCDEFGH 21...De3!; 22. Hel (Hvítur gerir líka hesta leikinn; ef svart- ur tekur drottninguna, er hann mát. En Aljecliine á meira í pokahorninu), Bf5!; 23. HxD, dxH; 24. Dfl. Nú tilkynti svart- ur mát í þremur leikjum. (Létt þraut!).

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.