Vísir Sunnudagsblað - 13.10.1940, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 13.10.1940, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAG SBLAÐ FEREMC MOLMR: HJÓNABANDIÐ ER ÚRELT. Ferenc Molnar er þcktasta leikritaskáld Ungverja og þótt víðar væri leitað. í Englandi hafa leikrit hans þó' aldrei náð vernlegum vinsældum, og er það talið koma af því, að erfitt er að á enska tungu. ÉT G ver á ferð með járnbraut- arlest og í sama klefa og eg sátu tveir menn, sem ræddu um frjálsar ástir. Eg get liaft fyrra hluta samtalsins eftir, eins og eg heyrði hann. Hann var um hjónabandið yfirleitt. „Hjónabandið er orðið gjald- þrota, það er búið að tapa upp- runalegu gildi sínu, er orðið ó- fært í alla staði“, mælti annar. Hinn svaraði: „Alveg rétt.“ „Það er sannað með hinum mörgu hjónaskilnuðum ....“ „Alveg rétt.“ „. . . . hinum óhamingjusömu hjónaböndum, hneykslunum, morðunum, sjáIfsmorðunum.“ „Alveg hárrétt.“ Eftir stutta þögn spurði ann- ar, hvað hægt væri að gera í þessum lijúskaparmálum, og hinn sagði að það bæri að af- nema hjónabandið. Sá fyrri spurði þá auðvitað livað ætti að koma í stað þess. Vinur hans Ijrosti út undir eyru: „Frelsi! Ótakmarkað frelsi! Menn og konur fengi fulj; leyfi til þess að gera það, sem þaii lysti, gæti elskað þann eða þá, sem þau lysti, og eins lengi og þau lysti!“ Iiann hafði vart lokið við setninguna, þegar þessi erfiða spurning var lögð fyrir hann: „Hvernig heldurðu að það muni lánast í raunveruleikan- um?“ „Áreiðanlega vel. Við skulum taka dæmi: Maður elslcar konu. Konan elskar hann. Þau ákveða þá bara að búa saman.“ Hinn maðurinn ypti öxlum> „Við hvað áttu með að húa saman ?“ „Nú, ef heilbrigður maður og heilbrigð kona elskast, þá er það heitasta ósk, að húa saman, dvelja daga og nætur í samvist- um. Þau flytja þá i sama hús. Þau tilkynna með hreykni, að þau hafi kosið hvert annað. Þau láta allan heiminn vita, að þau sé saman.“ „Hvernig láta þau heiminn vita það? Segja þau það hverj-/ þýða hið gamansama háð hans um, sem verður á vegi þeirra?“ „Nei, þau setja það bara í blöðin.“ „Einmitt. En ef svo er, þá get eg birt það í blöðunum, að eg sé farinn að búa með ungfrú X, enda þótt ungfrú X vilji það ekki.“ „Það má lagfæra fljótlega. Þau tilkynna bæði, að þau ætla að búa saman. Þau gera það heyrum kunnugt.“ „Hverjum? Ritstjórum, blað- anna ?“ „Nei.“ „Nú, hverjum þá?“ „Einhverjum, sem hefir svo gott minni, að hann gleymir því ekki, svo að þegar hann er spurður, með hverjum ungfrú X búi, þá svarar hann, að hún búi með hr. Y.“ „Og myndi maðurinn, hversu gott minni sem hann hefði, geta munað nöfn allra þeirra karla og kvenna, sem, kæmi til hans daglega og tilkynna, að þau ætli að búa saman?“ „Nei, maður verður að ráð- gera, að hann hafi stóra bók, þar sem liann skrifi í öll nöfnin og dagsetningarnar.“ „Eg skal fallast á, að það myndi vera góð og hagkæm að- ferð.“ „Já, einliverja skrá verður að semja. Við mennirnir erum ekki dýr. Unga fólkið hýr saman, elskast, hjálpar hvoru öðru við störfin, hjúkrar hvoru öðru og svo framvegis.“ „Nú-nú, setjum þá svo, að annar maður komi til sögunnar og segi: „Eg elska þig. Viltu húa með mér?“ Hvað verður þá?“ „Þá gæti konan bara sagt: „Mig langar ekki lil að búa með yður, þvi að eg bý þegar með Iir. Y.“ „Myndi það ekki verða (lá- lítið Jjreytandi fyrir ungu kon- una, ef til hennar kæmi 10—12 menn daglega og spyrði hana, hvort hún væri laus og liðug? Það myndi áreiðanlega eiga sér stað, ef um laglega stúlku væri að ræða. Gæti hún ekki borið eitthvert merki, sem sýndi að Seint í sumar fór fram í New York bardagi um heimsmeistara- tignina í meðalvigl. Meistarinn, Cferino Garcia (t. v.) tapaði fyrir Ken Overlin, eftir 15 lotur. hún væri Jjegar upptekin?“ „Þetta gæti verið hagkvæmt fyrirkomulag. Það yrði að auð- kenna hana á einhvern hátl. Það væri til dæmis gott ráð að láta ávarpa hana á annan hátt en J)á konu, sem ekki byggi með manni.“ „Ágætl. Þetta er djarfleg og góð nýjung.“ „Sjálfur myndi eg helst vilja ganga öllu lengi-a. Meðan kona hýr með manni, ætti bara að ávarpa hana með nafni manns- ins, sem hún býr með.“ „Hvernig? Það væri varla hægt að ávarpa slíka konu á þenna hátt: „Góðan dag ungfrú X, sem býr með hr. Y. “ „Nei, það yrði of langt. En mér dettur dálítið í hug. Það mætti stytta það með Jrví að segja: „Góðan dag, kona hr. Y“, eða jafnvel enn styttra: „Góð- an dag, frú Y.“ „Dásamlegt. Þetta er hag- kvæm, einföld, djarfleg og lieið- arleg hugmynd. Konan myndi, með öðrum orðum, bera nafn Jæss manns, sem hún byggi með.“ „Einmitt.“ „Eg er stórhrifinn. En hvern- ig yrði nú til dæmis farið að, ef maðurin yrði leiður á kon- unni og fengi löngun til þess að fara að búa með einhverri annari ?“ ^ „Hann myndi bara yfirgefa hana og fara að búa með liinni.“ „Og ef frú Y. gæti ekki fall- ist á það ?“ „Það yrði auðvitað dálítið erf- iðara viðfangs. Iir. Y. yrði að færa sönnur á, að Iiann hefði gildar ástæður til þess að yfir- gefa hana. Yið gelum ekki ver- ið svo miklir ruddar, að leyfa móðursjúkum manni eða lconu að ná sér í nýjan maka fyrir hverja nótt. Það verður að halda uppi reglu í þessum efn- um.“ „Og af J)ví leiðir ?“ „Að ef hr. Y vill yfirgefa maka sinn, verður hann fyrst að fara til mannsins, sem ritaði nöfn J)eirra i stóru bókina, og biðja hann að strika þau út.“ „Og ef maki hr. Y fer til mannsins og biður hann um að strika nöfnin ekki út, þvi að hún elskar hr. Y og vill lialda áfram að húa með honum?“ „Það er mjög einfalt mál. Hlutlaus þriðji aðili yrði að skera úr málinu.“ „Og hver ætti þessi þriðji að- ili að vera?“ „Þau ætti bæði að koma sér

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.