Vísir Sunnudagsblað - 13.10.1940, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 13.10.1940, Blaðsíða 1
1941 Bunnudaginn 13. október 41. blaö ^vö&cLstuKdL ftyí MARK TWAIN JKIlir H. Cavliusr. Eg befi farið finim sinnum til Ameríku, en 15. ágúst árið 1888, lagði eg upp í mína fyrstu vesturför, og er hún mér af ýmsum ástæðum þeirra minn- isstæðust. Eimskipið „Island" hélt eins og leið liggur, út Jótlandshafið. Það var eitt þeirra 5 gufuskipa sem Þvingvalla-eimskipafélagið átti; en hin voru: Þingvellir, Noregur, Hekla og Geysir. Þetta voru alt gamaldags og hægfara skip, með farþegarúmi fyrir um 800 manns. Um þessar mundir var þetta eina eimskipafélagið á Norðurlöndum, sem hafði fastar l áætlunarferðir vestur um haf, en þrátt fyrir það, urðu þó ýms mikilvæg óhöpp félag- inu að fjörtjóni, og eitt hið stærsta óhappið skeði einmitt, meðan eg var í þessari ferð. Þegar við komum til Kristjaníu (nú Osló) fréttum við að tvö af skipum félagsins hefðu rekist á, úti á Atlantshafi. „Geysir" sökk, og nálægt 80 manns fór- ust, en „Þingvellir" náði við illan leik i höfn í Halifax, með brotið stefni. Er þessi tíðindi höfðu spurst, var ferðinni hraðað á vettvang þar sem slysið hafði orðið. Við sáum úr töluverðri fjarlægð rekald og brak úr skipinu: Sjór- inn var spegilsléttur og skips- flakið morraði í hálfu kafi. Það var átakanlegt að sjá stirnuð líkin, þau teygðu fram hend- urnar eins og til að ná i eitthvað til að grípa í. En hér gafst enn ein sönnun þess, hversu slíkir atburðir sem þessir, gleymast fljótt á sjóferð- um, því að kvöldi þessa sama dags, sem við böfðum orðið sjónarvottar að afleiðingum hins válega sjóslyss, héldu far- þegarnir á „íslandinu" f jörugan dansleik. Meðal farþeganna voru nokkrar sænskar ungfrúr, sem ekki létu sitt eftir liggja, til að ferðin yrði sem skemtilegust. Þar voru einnig tvær norskar stúlkur, sem voru að fara til Ameriku til að gif ta sig, og setj- ast þar að. Þær voru sýnilega á- kveðnar í því að nota frjálsræð- ið sem best á meðan tækifærið gafst. Eftir 18 daga skemtilega ferð, sáum við bylla undir Long Is- land álengdar, án þess að nokk- urar undrunar eða fagnaðar yrði vart. Morguninn eftir lagð- ist skipið i Hoboken, þá varð okkur það fljótt ljóst, að við vorum komin til Vesturheims. Á hafnarbakkanum moraði af allskonar fólki, járnbrautar- þjónum, ökumönnum, blaðasöl- um og skóbursturum; flestar manntegundir frá og með prúð- ustu heiðursmönnum og norður og niður í hreinræktaða skálka. Einn írskur lögregluþjónn, hafði það hlutverk, að halda allri þessari sundurleitu og ið- andi mannkös í skef jum. Hér og þar í mannfjöldanum sáust blaðamenn með barðastóra Panamahatta og skrifbækurnar í skyrtuvasanum, sumir þeirra höfðu hitamæla saumaða í aðra buxnaskálmina. Við urðum þess þó brátt áskynja að athygli þeirra beindist ekki að okkur, heldur voru, Iþeir að bíða eftir skipi, sem var skamt undan landi. Farþegarnir á „Islandinu" söfnuðust saman á þilfari skips- ins, albúnir til landgöngu. Á leiðinni, böfðum við talað um að fá ljósmyndara til að taka mynd af öllum hópnum, þegar við kæmum til Hoboken, en nú var engu likara en allir hefðu gleymt þessu áformi. Við vorum alt í einu ókunnug hvort öðru. Sænsku stúlkurnar voru orðnar gjörbrejdtar, og þær norsku, voru ofurlitið niðurlútar af lít- ilsháttar samviskubiti, þegar þær sáu hina væntanlegu eigin- menn sína í mannþvögunni. — Svo ruddust allir i land, hver sem betur gat. — Töfraband ferðalags samheldninnar var brostið! , Á sýningunni (sem var opn- uð) í Kaupmannahöfn, í mai 1888, hafði eg lítillega kynst C. T. Christensen hershöfðingja, og varð þá þegar heillaður af hinu ljúfa viðmóti hans og tigna persónuleika. — Nú sat eg i skrifstofu hans í Wall Street, og naut þeirrar ,þægilegu tilfinn- ingár að eg væri vinur hans. Hann sagði mér að hann væri fæddur í Kaupmannahöfn, áríð 1832. Þar hafði faðir hans verið skraddari, og var honum einnig ætlað að gei*a þá iðn að ævistarfi sínu; en er faðir hans andaðisl breyttist það áform, svo hann varð verslunarlærlingur í Hels- ingjaeyri. En þaðan hélt hann svo um vorið 1850, af stað til Ameríku, með gömlu barkskipi. í þrælastríðinu, 1861, varð hann foringi i danskra sjálfboðaliða- herdeildar, hlaut majórstign og varð síðar hershöfðingi (Gen- eral). Að striðinu loknu gerðist hann meðeigandi í hinu kunna fyrirtæki, Drexel=Morgan & Co. í forföllum, hefir hann nokkrum sinnum, gegnt sendi- herrastörfum, fyrir Dani (og auðvitað einnig Islendinga) i Washington, höfuðborg Banda- rikjanna. Næsta sunnudag var eg gest- ur hershöfðingjans, í hinu skrautlega húsi haris i Brook- lyn. Húsbóndinn stóð sjálfur i dyrunum og bauð gesti sína vel- komna. En gestirnir söfnuðust í forsalinn. — Eg veitti þvi strax athygli hve þetta fólk var frjáls- mannlegt, vingjarnlegt og blátf áfram i viðmóti. Það heilsaði með gamanyrðum, þægilegu brosi og þróttmiklu handtaki. Þetta var svo ólíkt dönsku sam- kvæmislífi, þar sem gestirnir stara yandræðalegir hverir á aðra, meðan beðið er eftir þvi, að gengið sé til borðs. — Svo MARK TWAIN klappaði hershöfðinginn saman böndunum, og við settumst til borðs. Sessunautur minn, ameri- könsk kona, var í besta máta skrafhreifin, hún þuldi upp fyr- ir mér nöfn gestanna. Ósjálfrátt greip eg fram í fyrir henni er hún, meðal þeirra, nefndi Sam- uel L. Clemens = (Mark Twain) það stóð heima, eg þekti hið fræga kýmniskáld af myndum sem eg hafði séð af honum. Eg virti hann svo gaumgæfilega fyrir mér, að hann veitti því at- hygli og kinkaði vingjarnlega kolli til min. Eg hafði nýlega lesið úrvalssögur ef tir hann, og þótti mér því vænt um að fá tækifæri til að kynnast honum sjálfum. Eftir miðdegisverðinn (mið- degisveislur eru sem kunnugt er, venjulega haldnar kl. 6—7 e. m.) tók eg mig til, og heilsaði upp á hinn heimsfræga rithöf- Und. Hann var ástúðlegur og blátt áfram, eins og alt þetta fólk. „Heimsækið mig eitthvert kvöldið", sagði hann, „og borð- ið miðdegisverð með mér, þá getum við skrafað saman." Eg lét ekki segja mér það tvisvar, og nokkrum dögum síð- ar, fór eg i heimsókn til hans. Mark Tvvain átti hús við „Avenue Farmington". Það var bygt í svo kölluðum Önnu drotn- ingar stíl, og stóð í horninu á

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.