Vísir Sunnudagsblað - 26.01.1941, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 26.01.1941, Blaðsíða 3
YÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 1.600.000 liús í borginni og inargt af því veglegar liallir. Hver fjölskyldufaðir var skyldur til ]>ess að festa papp- írsræmu á hurðina með áleti-uð- um nöfnum heimilisfólksius, skylduliðs síns, þjóna og þræla, og auk þess tölu húsdýrá sinna. Þegar einhver deyr eða flyzt * hurtu, er nafn lians strikað út, en ef harn fæðist, er nafni þcss bætt á listann. Á þennan hátt er handhægt fyrir keisarann að fylgjast ávallt með því, live margir íbúar borgai-innar eru. „Þetta fyrirkomulag er hvar- vetna notað í Manzi og Cathay. Og leyfið mér að hæta við,“ seg- ir Marco Polo. „Sérhver gest- gjafi, sem selur ferðamönnum húsnæði, er skyldur að skrá fullt nafn gesta sinna, komudag * og burtfarardag. Þannig hefir keisai-inn, hvenær sem honum býður svo við að horfa, færi á að vita, liverjir koma til ríkisins og hverjir ferðast um það. Er þetta sannarlega viturlegt og framúrskarandi skipulag.“ Hvað eftir annað lætur Marco Polo Undrun sína í ljós yfir ldn- verskri menntun, tækni og skipulagshæfileikúm. Þetta fór ekki fram hjá honum í hinni fögru stórborg. í samanburði við Kinsay hefir ástandið í Ev- rópu, jafnvel í stærstu horgum, verið framúrskarandi frum- stætt og einfalt. Það segir sig sjálft, að kaup- maður eins og Marco Polo hafði sérstakan áhuga á að kynnast þvi, hve liagkvæmlega allri matvörudreifingu var komið fyrir í þessari milljónahorg. Um það farast lionum svo orð: „Borgin stendur við vatn það, sem áður var um talað. Á aðra hlið hennar er tært og hreint vatn, en á hina stórt fljót. Vatn- Kínversk hefðarmær. Meðfram skurðinum hafa verið bj'ggð stór steinhús, er snúa að torgunum, og nota kaupmenn frá Indlandi og öprum fjarlæg- um löndum þau fyrir vöru- geymslur. Á hverju torgi er haldinn markaður þrisvar i viku, og þangað koma 40—50 þúsundir manna til þess að selja allar hugsanlegar tegundir mat- væla. Þar er gnægð alidýrakjöts og villibráðar af ýmsum dýr- um, svo sem rádýrum, hérum, fasönum, akurhænsnum, geld- um hönum, öndum og gæsum. Svo mikið er alið af fuglum þessum á vatninu, að liægt er að kaupa tvö pör af gæsum og þrjú af öndum fyrir feneysk- an sílfurgrosso. Þá er í borginni sláturhús, þar sem helztu teg- undum dýra er slátrað, svo sem Kínverskur fljótabátur undir seglum úr fléttuðum bambus. nautum, kálfum, geitum og lömbum. Eru það einkum auð- menn og fyrirfólk, sem neytir kjöts þessara dýra. Allan ársins hring er gnægð grænmetis á markaðinum og hverskonar ávaxta. Einkum má nefna gríð- arstórar perur, er geta vegið tíu pund hver. Þær eru hvitar að innan og ilma ágætlega. Ferskjur fóst á markaðinum þann tima ársins, scm þær eru þroskaðar. Ferskjur þessar eru bæði rauðar og livitar á lit og hið mesta hnossgæti. Þrúgna- rækt eða vínyrkja er engin i þessum héruðum landsins, svo að flytja verður þrúgur og vin- föng frá öðrum stöðum. Borg- arhúar eru þó ekkert sérlega sólgnir i vín. Þeir hafa vanizl að drekka vín, sem þeir brugga sjálfir úr hrisgrjónum og kryddi. Daglega kemur til borgarinn- ar mikil gnótt af fiski, sem er flutt frá sjó uin tuttugu og fimm mílna leið upp eftir fljótinu. Þar að auki eru miklar fiskveiðar í vatninu, og liefir fjöldi manna atvinnu af því. í vatninu em mismunandi fisktegundir eftir -árstíðum, en vegna lii’gangsins frá borginni hafa þeir mikla átu og eru feitir og bragðgóðir. Þeg- ar menn líta yfir fisjckasirnar á torginu, mundi enginn trúa því, að hann seldist allur saman, og þó er hver fiskur horfinn fáein- um stundum síðar. Svo margir eru þeir horgarbúar, sem eru vanir að láta sér hða vel. Það er alveg dagsatt, að þetta fólk etur hæði kjöt og fisk í sömu máltíð, segir Marco Polo og undrast stórum. Út að sölutorgunum liggja götur með háreistum húsum. Á neðstu hæð liúsa þessara eru verzlunarbúðir og verkstæði, ið úr fljótínu er leitt eftir ótelj- andi stærri og smærri skurðum gegn um alla borgina til vatns- ins. Straumvatnið hrífur burt með sér öll óhreinindi og her út í stöðuvatnið og þaðan til sjávar, en loftið í borginni er stöðugt hreint og tært. Inni í borginni eru stór sölu- torg, auk óteljandi minni mark- aða viðs vegar um borgina. Torg þessi em ferhyrnd og um liálfa mílu á hverja hlið. Þau liggja öll út áð aðalgötunni, sem er fjörutíu skrefa hreið og ligg- ur beina línu þvert gegnum horgina og yfir fjölda brúa, þar sem aðflutningar eru þægilegir og auðveldir. Á milli sölutorg- anna eru fjórar mílur. Samhliða aðalgötunni liggur skurður einn mikill og tak- markar hann götuna á aðra lilið.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.