Vísir Sunnudagsblað - 26.01.1941, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 26.01.1941, Blaðsíða 4
4 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ þar sem allskonar listvaniingur er búinn til og seldur. Þar eru vseldar hverskonar vörur, Jþar á meðal krydd, gimsteinar og perlur. í sumuin búðunum er að eins selt hrísgrjónavín, sem stöðugt er nýbruggað og mjög ódýrt. Götur þær sem liggja að torg- unum, eru mjög margar. í sum- um götunum eru baðstaðir með köldum Iiöðum, þar sein þjónar af báðum kynjum eru reiðu- búnir að baða menn og konur, sem þangað koma. Fólkið er vant köldum böðuin frá barn- æsku og telur þau heilsusamleg. Þá eru hér einnig heit böð handa útlendingum og öðru aðkomu- fólki, sem er óvant hrolli af köldu vatni. Hver einasti mað- ur baðar sig einu sinni á dag, einkum á undan máltíðum. Til þess að fullnægja baðþörf borg- arinnar eru yfir 3000 baðstöðv- ar með lindarvatni. Borgarbúar Iiafa mikið dá- læti á böðunum, því að }>eir eru menn hreinlátir, og í Kinsay eru beztar baðstofur í heimi, þar' sem hundruð manna geta baðað sig i einu. Marco Polo dregur jafnvel enga dul á hrifningu sína af vændiskonunum i Kingsay. Þeim lýsir Iiann svo: Vændiskonur borgarinnar búa í sérstökum götum, og þær eru svo margar, að eg voga ekki að nefna neinar tölur. Þær búa ekki að eins i nágrenni sölu- torganna, þar sem þær hafa þó venjulega sérstök hverfi, held- ur einnig um alla borgina. Gleðikonurnar eru skrautlega búnar og sætlega ilmandi af smyrslum. Þær búa í fagur- búnum húsum og liafa fjölda þjónustumeyja. Konur þessar eru svo reyndar og þrautvanar i þeirri list að véla og tæla og eru svo glöggar að haga fram- komu sinni og orðum eftir þvi. sem við á í hvert skipti, að ó- kunnugur maður, er einu sinni hefir reynt tálbrögð þeirra, verður svo töfraður og hrifinn af yndi þeirra og blíðubrögðum, að hann gleymir ]ieim aldrei. Ölvaðir af holdlegum munaði snúa þeir aftur heim til lands sins og hafa frá mörgu að segja um dvölina í Kinsay eða borg- inni himnesku, og einasta ósk ]>eirra er að komast þangað sem fyrst aftur. Ung kínversk þokkagySja, I öðrum götum borgarinnar búa læknar og stjörnumeistar- ar, sem einnig veita fræðslu í lestri, skrift og mörgum öðrum íþróttum. Auk þeirra Iiafa menn, sem reka margvíslegan annan atvinnurekstur, aðsetur sitt og verkstæði í hverfunum umhverfis markaðstorgin. Við Iivert torg standa tvær stórar liallir, andspænis livor annari. Þar eru skrifstofur embættis- manna þeirra, sem keisarinn hefir falið að jafna misklíð, er rísa kann á milli kaupmanns og annarra ibúa hverfisins. Þá skulu embættismenn þessir gæta þess, að brúarverðirnir séu hver á sínum stað, og liegna ef út af því ber eða einhver ó- Iilýðni á sér stað. Marco Polo lýsir því næst af mikilli aðdáun og hrifn- ingu manngrúa þeim, sem er á ferli eftir hinni breiðu aðalgötu borgarinnar. Meðfram götunni endilangri er krökkt af skraut- legum höllum með fögi-um ald- ingörðum og hvers konar verzl- unar- og handiðnaðarbúðum. Önnum kafinn mannfjöldinn er svo mikill, að manni mætti virð- ast, að engin leið væri til þess að afla lionum lífsnauðsynja, ef sá hinn sami hefði ekki áður séð, livernig torgin eru þétt- skipuð kaupendum og seljend- um hvern markaðsdag. Þángað koma seljendurnir með vörur sínaiv afurðir lands og sjávar, og allt selzt á augabragði. Sem dæmi þess, live afar mik- ið allur manngrúi borgarinnar þarf daglega til matar, segir Marco Polo, að einn af embætt- ismönnunum í tollþjónustu stórkliansins hafi sagt honuni, að að eins piparinn, sem daglega er fluttur til borgarinnar, nemi 43 böggum, sem hver er 225 pund. Hús borgarauna eru traust og ágætlega byggð, og ánægja sú, er þeir liafa af fögr- um skreytingum, í málaralist og byggingarstíl, er svo mikil, að fyrir liana fórna þeir stórum fjárhæðum, sem allir mundu undrazt, fullyrðir Marco Polo. Lýsing hans á framkomu og skapgerð þjóðarinnar er hnit- miðuð, en ber glögg merki sam- búðar og ríkra áhrifa, er Iiann hefir orðið fyrir af Kinverjum. „íbúar borgarinnar eru frið- samir menn, að lyndiseinkun og skapgerð. Stafar það bæði af uppeldinu og fyrirmynd kon- ungsins, sem var maður þeiin skaplikur. Þeir 'kunna ekkert til vopnaburðar og eiga engin vopn á heimilum sínum. Til þeirra hevrist aldrei rifrildi né annar ófriður af neinu tagi. I öllu háttalagi og franiferði eru þeir réttsýnir og lieiðarlegir, og svo mikil vinátta og samhugur rikir meðal nágranna, jafnt lcarla sem kvenna, að menn gætu freistazt til þess að lialda, að all- ir, sem eiga lieima við sömu götu, væru í einu og sama heim- ili. Kunningsskapur þessi er laus við alla afbrýðisemi og grunsemdir í kvennamálum, enda bera borgarbúar djúpa lotningu fyrir konum sínum. Hver sá maður, sem ætlar sér að nálgazt gifta konu með létt- úð, er álitinn vargur í véum og ótíndur þorpari. Borgarbúar eru frábærlega alúðlegir við að- komumenn, sem að gerði ber í verzlunarerindum. Er þeim telc. ið með ástúðlegri viðhöfn og’ látin i té sérhver aðstoð, er þeir óska eftir við verzlunina. En þeir hafa hermenn og engu ineira en setulið stórkhansins, sem þeir líta á sem orsök þeirrar ógæfu, að }>eir misstu sinn eigin konung og drottnara. Á vatni því, er fyrr getur, er fjöldi báta af öllum stærðum. á skemmtiferðum. Bátar þessir rúma tíu, tuttugu eða jafnvel

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.