Vísir Sunnudagsblað - 26.01.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 26.01.1941, Blaðsíða 5
VISIK SUNNUDAGSBLAÐ 5 fleiri ménn. Þeir eru fimmtán til tuttugu feta langir, flatbotn- aðir, en með stóru þilfari, svo að þeir fara vel á vatni. Ef ein- hvern langar í skemmtiför um vatnið með konum sínum eða vinum, fær liann leigðan einn af þessum bátum, sem eru full- húnir með horðum, stólum og öðru, er þarf til veizluhalda. Yfir bátnum er flatt þilfar, og standa bátsmennirnir þar og stjaka lionum áfram. Undir þiljum er báturinn skreyttur myndum, máluðum í hressandi litum. Allt í kring eru gluggar, sem hægt er að opna, svo að borðsgestirnir geti notið liins fagra og marghrevtilega útsýn- is til beggja hliða. Slikar skemmtiferðir eftir vatninu eru til miklu meiri hug- arléttis en nokkur afþreying í landi. Til annarrar handar er borgin i allri sinni stærð. Bát- verjarnir geta virt fyrir sér feg- urð borgarinnar og hrikaleik með óteljandi höllum, muster- um, klaustrum og aldingörð- um með liáum Irjám, sem ganga alveg fram að vatninu. Á vatninu er ætíð fjölmargir slíkir hátar, fullir af glöðu skemmtiferða- fólki. Hafa I)orgarhúar hina mestu skemmtun af að dvelja á vatninu í bátum þessum, þegar kvölda tekur og erfiði dagsins ei- lokið. Bregða menn sér þá þangað með frændkonum Sín- um og öðrum konum, sem minna eru virtar. Þá er einnig mjög gaman að aka um borgina i vagni. Um vagnana verð eg líka að fai'a nokkurum orðum. Við mætum þeim i endalausum röðum á höfuðgötum horgar- innar. Það eru langir, yfirhyggð- ir vagnar, húnir áhreiðum og sætum fyrir sex menn. Þeir eru injög notaðir af körlum og kon- um í skemmtiferðir. Er þá venjan að aka út í einlivern ald- ingarðinn og dveljast þar í lauf- skálum, sem byggðir eru í þeim tilgangi. Þar skemmta inenn sér allan guðslangan dag- inn með fylgikonum sínum og aka heim að kvöldi i sama vagni.“ Marco Polo lýkur frásögn sinni um þessa fögru, lífs- glöðu borg með lýsingu á skrauthöllinni, þar sem síðasti einvaldurinn af Sung-ættinni bjó, þessari fáguðu, en veik- gerðu konungsætt, er varð að lúta i lægra haldi fyrir Tartara- drottnaranum, Kublai khan. — Höll þessi er hin stærsta i heimi, og verður lesandinn að hafa það í huga, að liún er tiu milur að unimáli og umkringd Glókollur Á kollinuin glóði lians gullhjarta hár, hann grét en var þó ekki feiminn. í vöggunni lá hann nú Ijúfurinn smár, og langað’ að sjá út í heiminn. Hann viss’ ekki að flest sem að veröldin bauð í vonunum einum er hundið. Og maðurinn viðsjáll, og menningin snauð, og misjafnt að ávaxta pundið. 0 ‘ • G ’ ‘ i, Hann þekkt’ ekki muninn á sandi og sjó eða svelli, að því er virtist. Hann viss’ ekki er ljósið á lampanum dó, ef Ijóminn af sólunni birtist. Svo hætt’ ’ann að gráta liann glókollur minn, þó gengi mér illa að hugg’ ’ann; því lierbergið var allur heimurinn, en hamingjan utan við gluggann. Guðm. Þórðarson, ’ ‘ frá Jónsseli. liáum \drkismúrum. Innan múr- anna eru fegurstu aldingarðar með ágætum ávaxtatrjám, gos- hrunnum og tjörnum, sem eru fullar af fiski. í miðjunni stend- ur sjálf höllin, skrauthýsi mik- ið með tuttugu fögrum sölum. Allt er flúrað með gulli og mál- verkum af fuglum og dýrum, riddurum og tignum konum og ýmsum öðrum dásemdum. Ákveðna hátíðadaga ár hvert efndi facfurinn til mikillar hirð- veizlu fvrir tignustu aðalsmenn sína, hirðmenn og auðuga kaupipenn í horginni. Við slik tækifæri var yfrið nóg rúm i hallarsölunum fyrir tíu þúsund- ir manna, sem sátu undir horð- um. Stóðu hirðveizlur þessar tíu til tólf daga. Þar mátti lita mikilfenglega og ótrúlega sjón. Skrautið har af öllu. Gestirnir voru klæddir silki og gullskrúða og háru svo mikið af gimstein- um, að undrum sætti, og keppti hver við annan um ihurðar- mesla búninginn. Marco Polo lýsir því næst mjög nákvæmlega hallarskip- uninni og einkaherbergjum konungs og drottningar, völ- undarhúsi því af görðum, laufskálum og súlnagöngum, sem ldnverskar hallir eru van- ar að vera. í höllinni eru tuttugu lokaðir garðar með súlnagöng- um, og í liverjum garði eru sex- tíu herbergi, og fylgir þeim öll- um sérstakur garður. í her- bergjum þessum hjuggu þúsund ungar konur, sem voru drottn- ingunni til þjónustu. Súlnagöng lágu frá þess- um liluta hallarinnar niður að hökkum vatns eins. Kon- ungurinn fór oft í smáferð- ir með fylgikonum sínum til einlivers musteris á vatns- hakkanum, og var þá farið i silkifóðruðum bátum. Stundum var ekið eða riðið út í skrúð- görðum innan hallarmúranna, þar sem alll var fullt af veiði- dýrum, svo sem rádýrum, anti- lópum, hjörtum og hérum. Með- an á þessum fepðum stóð, hafði enginn karlmaður leyfi til þess að koma inn í garðinn. Ungu konurnar skemmtu sér við að veiða dýrin og beittu þau hund- um. Þegar þær voru orðnar þreyttar á þeim leik, hurfu þær inn í einhvern laufskálann á ströndinni, klæddust úr hverri spjör, steyptu sér í vatnið og syntu glaðar umhverfis, en kon- ungurinn skemmti sér við að horfa á þær. Stundum har það við, að konungurinn lét fram- reiða miðdegisverð úli í lundum þessum og neytti hans í forsælu þéttra laufkróna hárra trjáa, en umhverfis voru þjónustusamar, ungar og fagrar konur. „Þannig leið ævin hjá kon- unginum,“ svo lýkur Marco Polo lýsingu sinni á siðasta kon- unginum i Manzi, liugdeigum og nautnasjúkum manni. „Hann eyddi henni í endalausan hé- góina og kvennadaður, en liafði enga hugmynd um, hvað vopna- burður var. Afleiðingin af þessu veiklyndi hans og kvenhollustu var sú, að liann missti ríki sitt í hendur stórkhaninum á þann smánar- lega liátt, sem fyrr er frá greint. Auðugur kaupmaður í Kinsay skýrði mér frá þessu öllu sam- an, meðan eg dvaldi i borginni. Hann var þá orðinn háaldraður maður, en hafði verið trúnaðar- þjónn facfursins og gagnkunn- ugur við liirð hans. Hann hafðj, séð liöllina í allri sinni dýrð og Ijóma. Gamli maðurinn liafði mjög gaman af að vera leið- sögumaður minn um salakynn- in. Nú var höllin hústaður lands- stjóra stórkhansins. Megin byggingin stóð enn óbreytt, en salir liirðmeyjanna voru lirund- ir, svo að ekki sá stein yfir steini. Sama máli gegndi um hallarmúrinn og trén, og dýrin voru öll horfin,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.