Vísir Sunnudagsblað - 02.02.1941, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 02.02.1941, Blaðsíða 1
1941 Sunnudaginn 2. febrúar 5. blað Loftur Guðmundsson: Brúðkaupsdagur Björns á Bakka. I. lírókótt og löng eru baðstofugöngin á Bakka og brimgnýrinn þungur í liafátt, því skammt er frá sænum. Því kennir ei svars, þó að knúð sé að dyrum á bænum, af klerkinum sjálfum, — með hatt og í dökkleitum frakka. 1 rámi við stafngluggann húsbóndi hrýtur í náðum, en húsfregjan þeytir sinn rokk. A palli má heyra oy sjtí hörðum að styrjaldardáðum hugglaðan, raddmikinn erfingjáflokk. En klerkurinn fer þeirri blessaðri biðlund að glata, sem býður oss ritning. — Hann sjálfur upp dyrunum lýkur, — en hikar sem snöggvast og hýmjúkan vanga sinn strýkur, í húmrökkur torfkampa starir. — Jú, víst mun hann rata. Hann leggur inn göngin og þreifar og þuklar til veggja. Við þrepskjöldu tær sínar mer. Unz hljómur af rokkþyt og hávaði óaldarseggja, sem heillandi lofgjörð um eyru hans fer. Kom inn, — er svarað, og klerkur í baðstofu gengur. Klerkurinn sjálfur, með hatt og dökkleitan frakka. Helgiþögn djúp grípur húsfreyju, rokkskrjóð og krakka, en hugirnir forviða skjálfa, sem nýsnortinn strengur. Klerkurinn heilsar, -— og húsbóndinn vaknar til svara, en hljóðnar, þá kennsl ber á gest. Krakkana á palli hann telur til vonar og vara. — Þar vantar ei neinn, — og hann glápir á prest. II. Klerkur hóstar, hulu þagnar brýtur. Hvössum sjónum barnafjöldann lítur. Hefur raust, með hörðum kenniblæ. „Veizt þú, Björn, að sollnir syndahættir sýrðum þef um dyr og gættir andrúmsloflið eitra á þínum bæ. Áratugi í synd, þið saman búið, Saurlifskróafjöld í veröld hrúgið, öslið dýkið drottins hjálpar án. Tvö þau yngstu ennþá skírnar bíða, — aldrei mætt til helgra kirkjutíða. Slikt er bæði hrepps- og héraðssmán! — Konan fölnar, — ekkinn brýzt í barmi, blika tár á vökuþreyttum hvarmi. Sérhvert orð þar hneit að hjartastað. Börnin glápa á gestinn, skelfd í huga, grátinn reyna eftir megni að buga. Bóndinn anzar seint: — Jú, satt er það. — — Þessu skal ei þannig lengur varið, — þrumar prestur. — Nú tek ég af skarið. Allt of lengi leið ég ykkar brest. Við helga lcirkju skalt þú brot þitt bæta. Með börn og konu hjá oss mæta. Til laugardags þér lengstan gef ég frest. — Konan svuntuhorni að hvarmi skýtur. Hægt til veggjar bóndinn gneipur lítur. Haldist svona hafátt þcnnan straum, mig sízt mun skorta tímann til þess arna. Þeim tekst að sjá um holskeflunum þarna, að bleyti ég hvorki ár né öngultaum. i En þó að mælist þungt um okkar hætti, er það mest svona af slóðaskap og drætti. — Komst fyrst í vana, — svo í fastan sið. Ei lengur skal það lítilræði dregið. Á laugardag þér okkar vænta megið. — Að breytist áttin, býst ég tæpast við. — III. IJm kvöld tók dali með fjúki að 'fylla. Á fjöllum blikaði mjallartraf. Með föstudagsmorgni kom frost og stilla, er færðist að nón, var ládautt haf. Þá greiddi hann lóð sína, bóndinn á Bakka, við beitningu hamaðist langt fram á nátt. I birtingu vakti hann kerlingu og krakka, kænuna dró til sjávar. En ræddi um brúðkaup og barnskírnir fátt. — Er dag tók að dimma að kvöldi rann drekkhlaðin kæna í vör. í fjöru beið smákraklcaf jöldi. t— Hlunna strákar! Handtök snör! — Hann brosir í kamp. — Jú, því ber ekki að neita, að brúðgumaskart hans fær vart talizt glæst. — tír kösinni þrífur hann flyðru eina feita og fleygir að stráknum, sem hengslast þar næst. — Skrepptu upp að Brún, gerðu boð fyrir prestinn! Berðu ’onum þetta ásamt kveðju frá mér. Segðu að hann verði að framlengja frestinn, því fiskurinn vaði upp að landi, og hafið sé ládautt, — en harskaðu þér. Aflanum sóma skal sýna. Sækið þið börurnar fljótt. TH kambs þarf ei bátnum að brýna. Beiti í kvöld! Ræ í nótt! —

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.