Vísir Sunnudagsblað - 02.02.1941, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 02.02.1941, Blaðsíða 6
6 \ ÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ - Acottjuézqjuh læppwautjuh siÉldstm Sokkai'nir, sem merktir eru S og SM, eru úr silki; C táknar bómull og N nylon. Æ' IBandaríkjunum fara nú fram tilraunir með fall- hlífar úr tiltölulega nýju efni, sem nefnt er nylon (frb. nælon). Að baki þessara stuttorðu setn- ingar er saga merkilegra rann- sókna og hún er líka tákn þess ótta, sem ríkir á stjórnmálasviði Bandaríkjanna. Fallhlífar eru venjulega úr silki og endast í 9—10 ár.Eihsog þær eru nú framléiddar, ná þær iilgangi sínum að öllu leyti. Hversvegna ættu Bandaríkja- menn þá að fara að framleiða þær úr nylon ? Það er vegna þess, að silkið kemur frá Japan og það má vel búast við því, að Bandaríkin hætti að geta fengið silkið, þeg ar mest ríður á og þörfin fyrir framleiðslu fallhlífa er brýnust. En livað er þá nylon? Það er efni, sem er að öllu leyti til orðið fyrir atbeina mannsins. Fram til þessa liafa menn leitað til dýra — eða náttúruríkisins við að afla sér klæðnaðar, sængur- fata eða gluggatjalda. Jafnvel þótt allt það silki, sem nú er notað i heiminum sé ekki fram- leitt af silkiormum, verður þó að notast við lífræn efni við framleiðslu gerfisilkis. Það er I. d. framleitt úr trjákvoðu. Nylon er hinsvegar að öllu leyti framleitt úr ólífnpnum efnum. Það er hægt að fram- leiða það úr kolum, lofti og vatni. Tvö þessara efna finnasl allsstaðar, en það þriðja er ekki alveg eins útbreitt. Þeim er öll- um blandað saman á ýmsan hát!( og úr „brugginu“ verður þetta undraefni. Það er því öllum ljóst, að nylon er sérstaklega þýðingar- mikið á styrjaldartímum, því að Nylon er mjög sterkt og teygjanlegt. Það getur hver reynt án aðstoðar véla. ekkert hafnbann getur komið í veg fyrir að efni þau fáist, sem nauðsvnleg eru til framleiðslu þess. Setjum t. d. svo að Banda- ríkin og Japan færi í stríð. Þá myndi flugher Bandaríkjanna verða óstarfhæfur ef nvlon væri ekki til. Það má því segja, að styrjöld- in — þótt hún sé hræðileg ætli enn einu sinni að leika gam- alt hlutverk, þ. e. að hraða rannsóknum og framleiðslu á nýrri vörutegund, sem mun gera lif manna þægilégra, þegar frið- ur kernst á aftur. Því að nylon hefir undra- verða kosti. Það er hægt að spinna það í þráð, sem er ekki þykkari en kóngulóarþráður. Þessa þræði er hægt að teygja mörgum sinnum hina venjulegu lengd, en ef þeir eru teygðir enn lengra kemur í ljós að ]>eir skreppa saman aftur, ef slakað er á, og jafnvel þótt ]>eir hafi þá verið teygðir dögum saman. Þessi kostur gerir nylon sér- staklega liæft til framleiðslu silkisokka, svo að það má gera ráð fyrir því, að þegar stríðinu lýkur, verði næstum allir kven- leggir klæddir kolum, lofti og vatni. En við hvað er ált, Jjegar sagt er, að nylon sé framleitt úr þess- um þrem efnum? Það hlýlur að þurfa að breyta þessum þrem efnum fyrst. Cr kolunum er fyrst Unnið efnið phenol. Úr því názt svo tvö efni, en til þess að ná þeim, þarf súrefni, vatnsefni og köfnunarefni. Önnur efni eru öþörf. Nylon er sterkara en silki, ull, bómull eða lín og það er lika sterkara en gerfisilki. En það er þó ekki rétt að tala um nylon á þenna hált. Það er hægt að framleiða rúmlega hundrað mismunandi nylon-þræði, seni liafa mismunandi kosti til brunns að bera. Það getur t. d. Þráðurinn verður að vera grannur og möskvarnir reglulegir. Frani- leiðslan er slcoðuð undir sterku stækkunargleri. ekki brunnið, en þegar það hitnar um of bráðnar það. Með því að breyta hlutföllunum i efnasamsetningunni er hægt að hækka og lælcka hitastigið, sem bráðnunin hefst við. Þessi kostur er miklu dýr- mætari en menn gera sér grein fyrir í fljótu hragði. Það er t. d. ekki svo lítið öryggi í ]>vi að vita að fötin í klæðaskápnum munj eklci fuðra upp, el' eldur kemst að þeim, lieldur bráðni |)au. Vatn hefir ekki eyðileggjandi álirif á nylon. Styrkleikinn er alveg jafnmikill hvort sem nv- lon-fatnaður er votur eða þurr. Þar að auki grandar mölur ekki nylon. Hann forðast það, finnst bragðið liklega ekki sem bezt. En það er ekki aðeins fatn- aður, sem hægt er að framleiða úr nylon. Eitt af þvi fyrsta, sem gert var úr þessu efni voru tann- burstar, sem hafa náð miklum vinsældum. Vegna þess að ny- lon- burstarnir mýkjast ekki við að blotna, eru þeir miklu end- ingarbetri en burstar úr dýra- hárum. Enginn veit bvað liægt er að hagnýta nylon á inargan liátt. Daglega eru tekin út einkaleyfi á nýjum vörum og tækjum úr þvi. Eins og nú standá sakir keppir það við silkiorminn, sauðkindina og burstir svín- anna og það varð þó ekki til fyrri en 15. desember 1939. Það er því aðeins rúmlega árs gam- allt. i — Jæja, hvað segiröu svo um nýju konuna? —- Heimur versnandi fer! ★ Leikhúsið. — Eg kalla þaö í meira lagi ó- sanngjarnt, aö harölæsa öllum dyrum meðan leikur stendur yfir. — Hvers vegna? — Jú, sjáðu til, vinur: Þá geta vesalings áhorfendurnir ekki flúiö frá ósköpunum. hversu mjög sem þeim leiðist! -* *• AukahljóÖ í vélinni! Jón litli „lifði og hrærðist" í bílum, eins og strákum á vissu reki er títt, og þekkti allar teg- undir. Nú hafði hann fengiÖ slæmt kveí og mamma hans talaði um, að hann hefði Ijótan hósta. — Þetta er ekkert, mamma mín, sagði snáðinn. Bara auka- hljóð i vélinni! ★ Dómari: Þér eruð ákærðir fyr- ir að hafa stolið þessari selabyssu! Ákærði: Ósköp og skelfing geta mennirnir verið ógúðlegir! Eg hefi átt þessa byssu síðan — síð- an —■ ja — síðan hún var krakki! ★ Þau gengu saman og voru bæði tekin að reskjast. Hann: Ætli það væri nú ekki réttara fyrir okkur að fara að giftast ? Hún: Jú — það veit guð! En hver heldurðu að vilji okkur! * — Ekki veit eg hvað þú hugs- ar, maður — það segi eg satt — að rjúka svona í burtu! Gang- málið hennar Skjöldu á morgun —■ og þú á öðrum hreppsenda!

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.