Vísir Sunnudagsblað - 23.02.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 23.02.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 lónmundur var orSinn injög sliröur og þjakaður. Það var bezt að láta skeika að sköpnðu, úr þvi sem komið vai', og livil- ast. En briátt sótti á liann svefn. Gegn þeirri löngun að sofna varð hann að Iierjast, þvi ósýnt i var hvort hann mundi þá nokkurntima vakna framar. Honum kólnaði fljótlega i freðbrynjunni. Á göngunni hafði hann lialdið á sér hita og var að líkindum enn óskemmd- ur af kali. Á hnjánum voru ut- anyfir fötin sprungin i sundur og skein í nærhrókina. Nei, svona mátti hann ekki sitja, ef hér átti ekki að verða lians liinnsti hvilustaður. Hann stóð upp og horfði til skiptist út í sortann og á þunga snjólamda byrði sína. Nýi fiskurinn í soðið og glaðnmgurinn lianda litlu tátunum hans heima. Fjörutíu isuspyrður er enginn léttingur. Eftir nokkra umhugsun tók liann byrðina og lagði á öxl sér, iniðaði gaumgæfilega er hann hugði rétta átt og hélt af stað þungum skrefum út i sortann. Hin sterka þrautseigja Geisla- dalsbóndans, var ekki enn hej7gð. Kannske yrði þetla síð- asta för lians, en þá var þó fall- Ið með sæmd. Þreyta, hungur og kuldi svarf smám saman fastara að Jón- mundi, en áfram reikaði hann á meðan hann gat staðið upp- réttur. Hríðin dansaði, smó og ýlfraði mnhverfis þessa einu lifanéti veru, þarna á heiðum uppi. Og það voru páskarnir. Loksíns rofaði dálítið i sort- ann, það var vist líka farið að byrja að grána af morgni. Það hámaði það vel til um stund, að Jónmundur sá til fjalla. Það voru Geisladalsfjöllin. Ham- ingjunni sé lof! Hann var á réttri leið. Brátt var hin illræmda heiði á enda, hann var kominn neð- arlega i heiðai'taglið. Hin nýja vissa gaf Jónmundi aukinn þrótt. Nú lieyrði hann lágan nið Geisladalsárinnar. Og innan litillar stundar var liann kom- inn að lienni. Dálitið isklambur var við bakkana, annars var áin auð. Eini kosturinn að komast yfir,-var að vaða. Og Jónmund- ur vílaði það ekki fyrir sér. Hann leitaði að grunnu broti og óð yfirum. Áin var rúmlega í hné,' en breið. Vatnið leysti i sundur mestu gaddskelina af fótabúnaði Jón- mundar, og seyttlaði nausturs- kalt inn að berum fætinum. Hvað gerði það til úr því hann komst yfrum? Litli bærinn hans beið fyrir handan. Hann hraðaði sér sem mest hann mátti upp Geisladalseyr- arnar; það var vatn i sporum hans, en brátt færði frostið það i síná fjötra. Þegar inn i dalinn kom batn- aði veðrið stórum. Hér var byl- urinn elvld nema skafrennings- kóf. Birta liins upprennandi morg- uns rak skuggavöldin á flólta. Þrautir villu og myi’kurs voru umliðnar. En að hinu leytinu var þol Jónmundar stöðugt að þverra. Hann fann litið til fót- anna, ef til vill hafði hann ekki mátt við því ,að vaða í annað sinn. Yfir honum hvíldi nú ein- liver undarlegur sljóleiki og sinnuleysi. Með erfiðismunum dróst Jón- raundur áfram. Guðrún min! Guðrún min og litlu telpurnar mínar. Þessi orð sveimuðu óaf- látanlega í liuga hans. Nú sá, hann heim að bænum, sem kéirði mjalldrifiiin þarna upp við fjallshlíðina; lágreistur en vinalegur. En að komast þennan spöl; það var nærri eins og eiga aðra heiði framundan. Á meðan hann megnaði að hera hvorn fótinn fram fyrir annan, þokaðist þó i áttina. Uppi skyldi hann standa á meðan nokkur kostur væri að halda Iikamanum í lóðréttu á- sigkomulagi. Síðan mátti skríða. Jónmundur vissi eiginlega aldrei hvernig hann komst þennan síðasta áfanga lieim. Hann hrökk við að hevra háa, hvella rödd: „Er það sem mér sýnist, ert það þú, Jónmundur?“ Það var Þórður vetrarmaður, frá Búð; hann var að Iiára morgungjöfinni á lambhúsið. „Hvað er að sjá þig, maður! Þú ert náfölur og riðar á fótun- um,“ mælti Þórður með skelf- ingu eins og hann tryði því ekki enn, að þarna andspænis lion- um stæði mennskur maður. „Eg lief gengið úti i nótt. Það var þrælbölvað veður.“ „Ha, í alla nótt?“ „Já, i nótt. Nú er eg kominn lieim eins og eg ætlaði mér.“ Jónmundur stóð kyr í sömu sporum og starði blóðsprengd- um en sljóum augum eitthvað út í bláinn. „Á eg ekki að reyna að hjálpa þér hejm, þú ert aðframkom- inn?“ „Taktu heldur við fiskbyrð- unum og pokasjattanum, eg get staulast sjálfur." Nú varpaði Jónmundur loks af sér hyrði sinni. „Draslið má liggja, en reyndu að komast í bæinn,“ og Þórð- ur ætlaði að taka undir liandlegg Jónmundar. „Slíkt segðirðu » ekki, ef þú liefðir sjálfur borið þennan létt- ing í alla nótt. Taktu dótið, en láttu mig einan,“ mælti Jón- mundur næstum skipandi. Þórður hlýddi og tók byrðina. Jónmundur staulaðist heim túnið. Aldrei lief eg þó þurft að skriða, tautaði hann fyrir niunni sér. Loks var liinu langþráða tak- marki náð. Jónmundur stóð á bæjardýrahellunni heima i Geisladal. „()! Vinur minn, þú ert kom- inn,“ livíslaði Guðrún liálfhátt og hljóp í klökugt fang hans. „Já, eg er kominn — heim“. Sliíli Tefld í Moskva 1908. Hvílt: Aljechine. Svart: W. Rosanoff. t. e4, b(>; 2. d4, Bb7; 3. Rc3, e(>; 4. Rf3, d5 (Betra er Bb4 og síðan d6 og Rd7 og Re7) 5. Bb5+, c6; 6. Bd3, Rf6 (Skárra var 6..pxp og síðan Rf6) 7. e5, Rfd7; 8. Rg5! (hótar 9. Rxe6, fxR; 10. Dh5+ og síðan Bg5+ o. s. frv.) Be7; (Ef 8. h6 þá 9. Rxe6, fxR; 10. Dh5+. Ke7; 11. Dh4+ og vinnur) 9. Dg4, Rf8; 10. Rxh7!, IIxR; 11. BxH, RxB; 12. Dxg7, Rf8; 13. h4! (Byrjun á „combina- tiön“, sem leiðir til þess að svartur ípissir drottninguna) Bxli4; 14. HxB!, DxH; 15. Bg5!, Dhl +; 16. Kd2, Dxg2; 17. Df6, DxB+; 18. DxD, Rg6; 19. f4, Re7; 20. Hhl, Rd7; 21. Rdl, Rf8; 22. Re3, Bc8; 23. Rg4, Bd7; 24. Hh8, Rg6; 25. Rf6+, Kd8; 26. DxR!, gefið. Hvilur verður með slétlan hrók yfir. — Þú fleygir ekki skolpinu, Valdi minn, þegar þú ert búinn að þvo þér, heldur lætur mig fá þaö, því aö eg er aö veröa blek- laus! Knaltspyrna er í miklum liávegum höfð í S.-Ameriku. Myndin er af argenlinskum markverði, sem gert hefir verið mark hjá. Hann kastaði sér niður og beit í grasið á vellinum af gremju. — Félag hans sigraði þó í leiknum að lokum.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.