Vísir Sunnudagsblað - 13.04.1941, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 13.04.1941, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ staurinn urðuni við að sleppa og eins ónýttist sá, sem fest var í björgunarbátinn, þegar við dróum hann inn., Það var ýmislegt fleira, sem ónýttist eða lýndist við björg- ina, svo sem tó, verkfæri o. fl. en það sem mestu rnáli skipti var það, að skipíið sjálft var nær óskemmt. Skekkja á áttavitanum kemur í Ijós. Á leiðinni til Reykjavíkur kom milcil skekkja á áttavitan- um í ljós. Atliuguðum við Ein- ar M. Einarsson skipstjón skeldíjuna, og sýndi hún ca. 20 gráður. Og þessi skeklcja mun hafa verið orsökin til strands- ins.“ Nýtt ævintýri. „Er þetta nú síðasta ævintýr- ið, sem e.s. Rundehorn hefir lent í?“ „Sei, sei, nei. Það lenti í öðru ævintýri litlu skáira, nokkur- um vikum seinna, eða i mikla óveðrinu, í febrúarmánaðar- lok.“ „Voruð þér þá skipstjóri?“ „Nei, eg var I. stýrimaður.“ „Á hvaða ferð var það?“ „Það var á leiðinni frá Rvík til Englands og lagði liéðan úr Rvík með ísfisk og hrogn þann 25. febrúar. Við ferðina gerðist ekkert sögulegt, fyrr en um níuleytið kvöldið eftir — á mið- vikudagskvöldið — að við kom- um inn í fárviðri af norðaustri. Við urðum að hægja á ferðinni, snérum skipinu upp í vindinn og seltum stórseglið upp. KI. 2.30 um nóttina fékk skipið á sig brotsjó bakborðsmegin, sem var svo ægilegur, að liann tók ekki aðeins stórseglið, held- ur og björgunarbátinn líka á- samt bátuglunum, sem þeim var fest í, og stjórnborðsloft- rörið, sem liggur niður i véla- rúmið. Rekakkerið ásamt 60 föðmum af 6 þumlunga þykk- um kaðli og vegmælinn tók einnig út. Ljósin slokkna og vélin stanzar. Þá munaði minnstu, að björg- unarflekinn, sem stóð aftur á bátadekkinu , færi líka, því hann losnaði úr böndunum, en stöðvaðist í grindunum um- hverfis bátadekkið, losaði þær og beygði. Undir eins og brotsjórinn var genginn yfir skipið, bundum við flekann fastan með köðlum, þar sem hann lá, í þeirri von, að geta bjargað honum. Við brotsjóinn bafði bæði aðalvélin staðnæmst og Ijósin sloknað, «e sennilega vegna þess, að ló, er bundið var fast á bátsdekkinu, hafði komizt í skrúfuna. Ljósið kviknaði strax aftur og að á að gizka 10 mínútum liðnum komst vélin í gang, en hún gekk illa. Við urðum að setja vélina á fulla ferð aftur til að lialda í við veðrið og sjóana, þvi veður- hæðin jókst með hverri stund- inn sem leið, og eftir hádegið var komið ógurlegt fárviðri, bylgjurnar voru liáar sem fjöll og bylgjudalirnir djúpir og geigvænlegir. Hræðilegir brotsjóar. Kluklcan um þrjú tók e.s. Pumdehorn á sig nýjan brotsjó bakborðsmegin, sem tók út björgunarflekann og braut lunninguna frá afturstefni og fram að vantinum hjá stór- mastrinu á bakborðssíðunni. Eftir þetta tók skipið hvern brotsjóinn á sig á fætur öðrum, sem allir ollu meira eða minna tjóni. M. a. tók einn þeirra út kistu fulla af allskonar vara- hlutum, sem bundin var aftan við bátadekkið. Klukkan liálfsex fengum við enn einn brotsjó, ferlegri og hræðilegri en þá, sem áður liöfðu gengið yfir skipið. Reið liann að þessu sinni yfir það á stjórnborða og gerði feylcilegan usla. Þessi brotsjór tók meðal annars með sér létlbátinn, loft- rörið niður í vélarúmið, braut og bramlaði bátadekkið og braut nokkurn hluta stjórnpalls- ins i mola, og olli fleiri stór- vægilegum skemmdum. Vélin stanzar aftur. Strax og brotsjórinn var genginn yfir urðum við þess varir, að eitthvað var kom- ið aftur í skrúfuna, sem senni- lega mun liafa verið drag- reipin, þar sem landfestam- ar vöru fyrir löngu skol- aðar fyrir borð. Þegar vélin stöðvaðist, lagðist skipið með stjórnborðssíðuna í veðrið, en eftir á að gizka hálfa klukku- stund tókst þó að koma vélinni aftur af stað, og stefna skipinu að nýju upp í veðrið. Allan þenna dag og allt kvöld- ið hélst sama aftaka veðrið, við bjuggumst alltaf við að okkar hinzta stund væri komin, því að í þessum veðurofsa, og með skipið brotið og stór- skemmt, var vonin orðin lítil um líf. ÖII áhöfnin stendur í sjó. í þann hálfa sólarhring, sem veðrið var verst, var ekki nokk- ur leið, að komast fram í eld- húsið eftir vatni. Og annað en sjóblautt brauð, viðbitslaust, fengum við ekki að borða, þvi það var ekki unnt að ná í annað. Öll skipsliöfnin, 11 manns, urðu að liýrast í íbúð 1. stýri- manns og 1. vélstjóra, sem á- föst var við litinn borðsal aftast á skipinu. En vistleg eða skemmtileg var sú dvöl ekki, því sjór liafði komizt þangað inn og það lá um 1 fets djúpur sjór á gólfinu. Mennirnir voru lika allir holdvotir frá hvirfli til ilja og ekki þur þráður á neinum þeirra. Eg þarf elcki að taka það fram, að þetta er langsamlega sú mesta lífsliætta, sem eg hefi nokkuru sinni komizt í, og eg vona, að eg þurfi aldrei að lenda í öðru eins á æfinni. \ Skel á öldum úthafsins. Eg veit núna livað það er, að standa klukkustund eftir klukkustund á lítilli skipsskel úli á roktrylltu hafi, finna þessa litlu magnvana skel hoppa á öld- Niðurl. Heimsstyrjöldin leiðir margl hrikalega hörmulegt í ljós fyr- ir mannkynið. Fyrir djöfulæði mannanna hrúgast nú milljón- ir manna með ákefð mikilli nið- ur í jörðina. Öll 'Evrópa er nú að grafa sig niður í holur og gjótur, og engar manntegundir frá fyrstu kynnum lífsins liafa þurft að leggja á sig annað eins niðrandi liörmungalíf og þessi kynslóð oklcar úti í Evrópu. Það eru engin orð nógu sterk og engin tár nógu beisk, og eng- in andvörp nógu þung til að lýsa hryggð og samúð okkar með þessari líðandi lcynslóð. — Friðarins þjóð, 'eins og hin ís- lenzka, ldýtur að standa langt frá möguleikum til að skilja nauðsyn þess, að fárviðri þessu var sleppt lausu á allt mann- kynið, til tortimingar öllu, sem hún virti og leit upp til í Ev- rópu: Réttinum, friðnum og menningunni. Með styrjöldina i baksýn verður köllun Islands og verk þjóðarinnar fyrir menninguna öllurn sýnileg. Ilún verndar hér friðinn, og allt það, sem þró- ast i honum. Meðan Evrópu- unum, falla niður i djúpa öldu- dalina og lyftast upp aftur. Eg þekki orðið þá tilfinningu, að heyra brotsjóina ríða yfir skip- ið, heyra hrikta í köðlum og brothljóð í skipinu, án þess að maður fái nokkuð að gert, ann- að enn bíða örlaga sinna í ógn- mætti þessa æðifyllta úlliafs. Veðrið lægir. Við gátum varist fleiri brol- sjóum — enda máttum við eklci við því, að fá þá fleiri. Eftir miðnætti nóttina eftir, lægði veðrið nokkuð, og sáum við þá þegar, að eftir allt það tjón, sem við höfðum orðið fyrir, var það útilokað, að við gætum lialdið för okkar áfram, þangað sem henni var licitið, lieldur yrðum við að leita fyrstu liafn- ar, og voru það Vestmannaeyj- ar. — Þann 1. marz, kl. langt gengin tvö eftir liádegi, komum við til Eyja, svo illa til reika, að öllum þótti það undur ein, að við skyldum komast lífs af úr þess- um sjávarliáska. Þannig lyktaði þessari síðustu ævintýraferð e.s. Rundehorns.“ þjóðh-nar grafa sig í jörðu niður getur íslenzka þjóðin of- anjarðar, öllum sýnilega, lifað öflugu menningar-, lista- og andans lífi, og svoleiðis enn látið ljós sitt skína til hinna þjóðanna, í liörmungum sínum, til eggjan og eftirbreytni. Ald- rei var þjóðin svo aum, að ekki væri liugsað, sungið og ort á þessu landi, og fáar þjóðir hafa skilið betur þessi orð: „Menn lifa ekki af einu saman brauði“. í baksýn styrjaldarinnar eigum við þvi fyrir alvöru að lifa lífi hinnar andlegu þjóðar, — og allt lífið er framundan. Þegar morgunmenn aldarinn- ar teygðu úr sér móti komandi tímum, og strengdu þess heit, að liefja og hæta þjóðfélagið — þá' skeði líka margt. En eins og á, sem flæðir yfir allt, því hún er komin úr farvegi sínum og getur eyðilagt mikið, eins komst þjóðin líka úr farvegi sinum — því gleymst hefir oft á liðnum árum að skilja það, að Islend- ingar eru fyrst og fremst and- leg þjóð — það vill segja: menningar- og lislanna þjóð. Arfur þeirra var það, og undir væng réttar og menningar fékk liún sjálfstæði sitt aftur. — Að Island 20. aldar. Eftir EGGERT STEFÁNSSON.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.