Vísir Sunnudagsblað - 18.05.1941, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 18.05.1941, Blaðsíða 8
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ §ÍÐAM Árið 1814 fer lokaþáttur hins mikla harmleiks fram, sem bundimi er við.nafn Napóleons mikla. Öll Italía er þá undirok- uð af erlendu setuliði, austur- rísku og rússnesku, sem tekið liefir sór bólfestu, jafnvel i hin- um afskekktustu héruðum landsins. Einn þessara afskekktu bletta er litla þorpið Roncole í Buff- etosveit. Hún er ekki langt frá Parmaborg. í þorpi þessu var rússneskt kósakkalið, ruddaleg- ir menn, darftækir til kvenna og svifust einskis. I Roncole l^omast þeir á snoðir um unga, fallega konu, sem hét Luigia Verdi. Hún get- ur flúið undan þeim upp í turn- inn á þorpskirkjunni, þar felur hún sig, og ársgamlan dreng, sem hún átti, úti í einu skotinu. Barnið grætur, en liún getur þaggað niður í því, og um, nótt- ina, þegar myrkt var orðið, kemst hún undan á flótta. Þessi litli snáði, sem árið 1814 hvildi við brjóst hræddrar móður sinnar í kirkjuturninum í Roncole, hlaut í skírninni nafnið Giuseppe. Seinna varð Giuseppe Verdi frægasti söng- leikjahöfundur jarðarinnar. • Faðir Giuseppe litla lieitir Carlo Verdi og lifir hann á veit- ingasölu. Vörur sínar kaupir hann hjá Antonio Barezzi kaup- manni. Þeir eru mátar, og þeg- ar fram líða stundir kemur Carlo syni sínum fyrir hjá kaupmanninum, sem þar á að nema kaupmennsku. Barezzi er mfikill hljómlistarvinur, og þegar búðin er tóm á kvöldin, tekur hann fram flautu sína og leikur á hana. Þá stendur læri- sveinninn hugfanginn úti í einu horninu. Það vaknar í brjósti lians einhver dúlin þrá, hann tekur fram blað og blýant og tekur að krota eitthvað. Það sem hann krotar, eru nótur. Þegar Giuseppe er ellefu ára, er honum fengið óvenjulegt hlutverk í hendur. Hann — barnið — verður organisti þorpskirkjunnar. • Næstu árin eru það ekki ein- vörðungu reikningar, sem Giu- seppe afritar, heldur nótur lika. Bai-ezzi gengur þess ekki dulinn hvilik snilligáfa býr í hinum unga skjólstæðingi sínum. Hann heitir honum dóttur sinni, yndislegri og hljómelskri stúlku sem Margherita heitir, og á kvöldin eyða elskendurnir frí- stundum sínum með því að leika fjórhent á slaghörpu. Þau dreymir um glæsta framtíð og mikla frægð, því að Barezzi kaupmaður hefir ákveðið að kosta hann til tónlistarnáms. • Þegar Verdi er 18 ára að aldri, sendir væntanlegur tengdafaðir lians hann til Míla- nó, þar sem honum er ætlað að ná inntökuprófi við hljómlist- arskólann. í reglurn skólans er að vísu tekið fram, að eldri nemendur en fjórtán ára slculi ekki teknir, en Barezzi heldur því fram, að ef Verdi æfi sig á slaghörpu, muni liann saml verða tekinn. Verdi æfir nótt og dag. Þeg- ar honum finnst gamla slag- harpan ekki túlka tilþrif hans, tilfinningar og ástriðumagn nógsamlega, sækir hann hamar og Jemur með lionum á nóturn- ar, ef ske kynni, að það kæmi að einhverju gagni. En það kom ekki að neinu gagni — síður en svo: hljóðfærið brotnaði og Verdi varð að hætta æfingum. • Skömmu seinna situr Verdi fyrir framan prófdómendur hljóinlistaskólans í Mílanó. Hann er búinn að ljúka skrif- legu prófi og hann hefir staðisí það. Öðru máli er að gegna með munnlega prófið. Tilsvör ung- lingsins eru frek, næstum ó- kurteis og það líkar prófdómur- unumí illa. Út yfir tók þó, þeg- ar hann byrjaði að hamra á slaghörpuna. Þá gripu þeir fyrir eyrun og horfðu skelfingu lostnir livor á annan. Dómur þeirra var stuttorður og vægðarlaus: Giuseppe Verdi stóðst eklci próf. • Verdi átti ekki annars úr- kostar, en fara í einkatima og læra tónlistarfræði. Hann nýtur ágætrar tilsagnar lijá Lavigna hljómsveitarstjóra frá Napóli. • Árið 1843 er runnið upp. — Kaupmannslærlingurinn og þorpsorganistinn Giuseppe Verdi er orðinn frægasti söng- leikjatónskáld Italíu. En á brautinni milli beggja þessara áfanga hafa legið mörg þung spor. Hann hefir rutt sér braut með söngleiknum „Oberto“, og hann hefir gleðisöngleik í smíð- um. Hann hýr með Margheritu konu sinni og tveimur yndisleg- um börnum í Mílanó. Skyndi- lega veikist annað harnið og ¥illt orka og: beizluð Á myndinni sjáið þiÖ belj- andi straum- boÖa fossins, en á bak viÖ eygir mann- virki þau, sem beizlar þessa orku og breyt- ir henni í raf- magn í þjón- ustu mann- anna. Myndin er tekin viÖ Sogsfossa. Svavar Hjalte- sted tók hana. deyr. Hitt barnið __ deyr lika. Skömmu síðar tekur kona hans sótt og deyr. Og í miðjum þess- um harmleik lífsins, mitt í ó- lýsanlegri örvæntingu og sorg, verður Verdi að semja gleðileilc. Hvílílc kaldhæðni örlaganna! Gleðileikurinn heitir „Einn dag konungur“, hann ldaut hræðí- lega gagnrýni og Verdi stóð í sömu sporum og áður. — En isvo náði hann aftur hylli með þriðja söngleiknum sínum, sem hann nefndi: „Nabucco“. • Verulega frægð hlotnaðist Verdi með söngleiknum „I Lombardi“, og sú frægð áskotn- aðist lionum fyrst og fremst af þjóðernisástæðum. Þá vottaði fýrir uppreisnaranda gegn hinni erlendu kúgun suður á Lom- harðalandi og ítalska þjóðin sá þar hinn fyrsta frelsisneista rísa gegn austurrískri drottnan. Keisaralega ritskoðunin í Vín- arborg bannaði hinn nýja söng- leik Verdi’s. Þrátt fyrir þetta er „I Lom- bardi“ leikinn í Scala í Mílanó og hlotnaðist meiri aðdáun og hrifni en dæmi eru til í hljóm- listarlifi Ítalíu. Frægð Verdi’s berst í einni svipan um þvera og endilanga Italíu, og liann er talinn brautryðjandi þjóðernis- og frelsishreyfingar Itala. Það var og orð að sönnu. Hið unga tónskáld brennur af eldheitri ættjarðarást og hann liefir ekki frið í sínum beinum fyrr en ættjörðin er laus við hið erlenda setulið. • Enn líða ár. Nafn Verdi’s er á hvers manns vörum i heima- landi hans. Tónskáldið kaupir sér margar jarðir í nágrenni við fæðingarþorp sitt og tekjur hans eru óumræðilega miklar. Sjálfur lifir liann eins og bóndi, ræktar kál og rekur fyrirmynd- ar bú. Hann reisir sér höll og innan skamms er umhverfi Iiennar breytt úr ökrum í feg- urstu lystigarða, rósarunna og blómabeð. • Verdi hefir syrgt hið sviplega fráfall konu sinnar og harna í fjölda mörg ár. Loks kvænist liann aftur, og að þessu sinni frægri söngkonu, Giuseppina Strepponi að nafni. Þau unnast hugástum og lifa í fullkominni kyrrð og friði á húgarði lians, St. Agata. Hann slundar hú- skapinn af mikill alúð, og á hverjum morgni sést liann ganga út um akra og engi í eft- irlitsferð. Verdi á einn tryggan förunaut á ]>essum ferðum — það er hani, sem eltir húsbónda sinn á röndurn, hvert sem hann fer. • Verdi rekur bú sitt sam- kvæmt nýjustu tízku. Hann not- ar gufuvélar við framleiðsluna, hann ræstir fram mýrar og liann fylgist nákvæmlega með öllu sem gei'ist. Enn er til fjöldi hréfa frá tónskáldinu, þar sem liann kvartar við ráðsmanninn sinn yfir nokkurra aura út- gjöldum, sem honum fundust óþörf. Samt er langt frá því, að Verdi sé nízkur, því hann gefur árlega stórfé til allskonar þjóð- nytja — og velgerðarstarfsemi. En liann gerir það ávallt þann- ig, að lítið beri á. • Þegar seinni kona Verdi and- azt, festir hann ekki lengur yndi á bújörð sinni. Hann flytur til Mílanó og dvelur þar á gisti- húsi einu til dauðadags. Árið 1901 deyr Verdi — frægasta söngleikjatónskáld, sem heim- urinn hefir alið — 87 ára að aldri.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.