Vísir Sunnudagsblað - 18.05.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 18.05.1941, Blaðsíða 5
I VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ s .IÖ\ »M: KRYSTALKER Allt í einu lirekk eg viö. Eg heyrði kirkjuklukkuna slá stundarfjórðungsslag langt í burtu, óminn ber inn um opinn gluggann minn og þess vegna bregður mér svona. Ef til vill er eg taugaveiklaður, líklega ætti eg einna lielzt að leita hressingar og livildar i ein- hverjum afdal og ganga á f jöll. Já, ef til vill er eg taugaveild- aður, en kannske er lika ástæða til þess arna. Það getur ekki verið einleikið, hvað eg er við- brigðinn. Ekki þarf annað til en að glas brotni, að klultka slái eitt högg eða að teskeið glamri í postulínsbolla, þá bregður mér svo að svitinn sprettur út á enni mér og liendurnar verða þvalar af raka. Nei, það er ekki ein- leikið. Og ef eg hugsa lengi og leita sannleikans og þori að við- urkenna Iiann, þá veit eg .... já, þá veit eg kannske .... Það var einu sinni ker. En ekki venjulegt skrautker. I minum augum og reyndar okkar allra, sem hlut áttu að máli, var það vafalaust gætt lífi og sál. Það var úr svo fagur- slípuðum og tærum krystal, að það var eins og maður sæi blá- tært lindarvatnið standa þarna á brúnum hnotufleti borðsins! Botninn var svartur, einnig of- urlitil gjörð neðst, svo það var eins og kerið yxi upp úr borð- inu, en formið var fagurt; það var breitt og djúpt með ávalar línur og án nokkurs útflúrs. Nei, ekki venjulegt skraut- ker. Það var svo langt frá því. Það réði örlögum þriggja manna, því var gefinn máttur til að tala, vald til að dæma. Ef til vill var það allt saman til- viljun, en kynslóð, sem hefir átt hjátrúarfulla forfeður svo ríkjakonur, má ekki gleyma þeim eiginleikanum, sem fall- egastur er í fari þeirra: þær talá ekki illa hver um aðra! .... bíðið þið augnablik, eg er ekki að lialda þvi fram, að „kettir“ finnist ekki meðal kvenfólks liér, ef út i það er farið, en eg lield þvi fram, að þegar Norð- urálfukonan dæmir, þá afsakar Bandaríkjakonan .... Þegar öllu er á botninn hvolft, lield eg að Bandaríkjakonan sé vel þess verð, að tekið sé ofan fyrir henni. hundruðum skiptir, er ekki þess megnug að losa sig úr viðjum arfleifða á örfáum uppvaxtar- árum. Og þó að öllum liégiljum sé afneitað í heyranda liljóði og öll hjátrú i orði kveðnu talin dauð, eru þeir víst fáir, sem mundu ekki játa í skriftastóli sinnar eigin samvizku, að ennþá örlar títt á gamalli trú hjá þeim, og að stundum skjóta alls- konar hindurvitni Upp kollin- um við ólíkustu tækifæri. Eg hrökk við. Af því, að þessi eini klukkusláttur glymur í eyrum mér eins og tónn úr krystalkerinu lífi gædda. í einu vetfangi var eg horfinn aftur í tímann og einhver var að leika sér að drepa fingri í kerið. Það kom á • lieimili tveggja mæðgna hér um bil fyrir tíu ár- um og var sett á linotuviðarborð á miðju gólfi. Eg þekkti þær mjög vel, við vorum systkina- börn, dóttirin og eg. Eg hafði komið á heimili þeirra í mörg ár, verið þar daglegur gestur á stundum og svo var um þessar mundir. Frænka mín var söng- hneigð og átti píanó, sem hún lék daglega á, og eg liafði mjög gaman af að lilusta á hana. Lengi vel gazt mér líka gott tóm til þess, því árin liðu hvert af öðru án þess að nokkur kai'l- maður nema eg kæmi á heimili þeirra. Eg naut þess i ríkum mæli að þurfa ekki að keppa við neinn, en vissi þó að Siá dagur lilyti að koma, þegar hún hefði ekki lengur tima til að segja mér frá hugsunum sínum og hugðar- efnum, því fyrr eða siðar kæmi að því að hún giftist. Og það virtist ætla að draga að því fyrr en mig varði. Kunn- ingi minn kom þangað heim með méi’ eitt sunnudagskvöld, og síðan fylgdist liann nokkui’- uhi sinnurn með nxér þegar eg fór þangað að drekka síðdegis- kaffi. Svo var það kvöld nokk- urt að eg kom þangað og þá sat hann inni i stofu lijá frænku minni og kunni auðsjáanlega vel við sig. Þá þóttist eg vila að livei’ju stefndi, eg var í rauninni ánægður með málavexti alla, þar eð eg mat þenna vin minn mikils og hafði hið mesta traust á lionum í alla staði. En skyndilega var blaðinu snúið við. Eg lxafði ekki minstu hugmynd um hvað þeim hafði farið á milli, en einn góð- an veðurdag varð eg þess á- skynja að frænka mín var í þann veginn að trúlofa sig .... öðrum manni. Eg hafði orðið þess var, að samhandið milli hennar og vinar míns var ekki hið sama og áður, en eg bjóst að eins við að um lítilsháttar snurðu væi’i að ræða. En nú var hún í þann veginn að ti’úlofa sig, liann var læknanemi, og átti eftir tveggja ára nám hér og er- lendis, og þau elskuðust víst afar heitt. Það var ekki hægt að segja, að um heitrof væri að í-æða. Og ef til vill var það að eins eg, sem ímyndaði mér' eitthvað meira en að eins kunningsskapur liefði verið rikjandi milli vinar míns og frænku. Að minnsta kosti var svo að sjá, sem þau litu öðru- vísi á málið, því hann hélt áfram að komá þangað eins og ekkert hefði ískoi’izt, að vísu nú oi’ðið að eins i fylgd með mér, en lílc- lega hartnær eins oft og áður. Hún var ósköp eðlileg og blátt áfram i framkomu sinni við hann, rétt eins og hún var við mig, og liann tók þessu sem sjálfsögðum hlut. Að eins endr- um og eins fannst mér bregða fyrir glarnpa af afbi’ýðissemi eða innibyrgðri þrá i augum hans eða hreyfingum, en í næstu andrá var hann oi’ðinn eins og liann átti að séi’, x-ólegur og óhagganlegur í stillingu sinni. Svo kom kerið. Unnusti hennar kom og færði lienni það i jólagjöf, rétt áður en hann fór utan, og á gamlárskvöld upp- götvuðum við hina duldu eigin- leika þessa mei’kilega grips. Við vorum máske ofurlítið við skál, það var liáreysti mikil á meðal okkar, enda ágætar söngmann- eskjur, þau frænka mín og vin- ur minn. Aldrei þessu vant ríkti þögn nokkur augnablik, en frænka mín ætlaði að lífga svo- lítið upp í liópnum á ný og ti’allaði örfáa háa tóna, staccato, með langri þögn á milli. Okkur hi’á öllum, við snerum oklcur sem einn rnaður að kei’inu, og það var ekki um að villast, það svai’aði hvérjum tón með hrein- um og skæi’um hljóm. Því virt- ist ekki vera þannig háttað, að það bergnxálaði tóninn, lieldur var eins og tónninn snerti kryst- alflötinn eins og fingur, svo að klingdi í. Góða stund varð þetta leikur kvöldsins, við skemmtum okk- ur við að syngja liáa og skæi’a tóna og lilusta á svax-ið frá ker- inu, og þess á xxxilli drápum við fingri á það og féllum aldeilis í stafi yfir þessum hreinu, livellu hljómum. Eg hafði orð á því, að þetta væri eigulegur gi’ipui’, en þá greip unnusti hennar fram i fyrir mér og sagði, að þetta væi’i eiginlega ti’yggðapantur- inn fi’á sér. — Mundu það, stúlkan mín, sagði hann, að sál nxín er í þessu lceri, og ást mín líka. Þú hefir liana lijá þér þó eg fai-i utan, ást mín er alltaf lijá þér. Hún svarar þér ef þú syngur og hún svai’ar þér ef þú grætur. Sjáið hvað liann er sterkur, lirópaði hann skyndi- lega og hóf kerið á loft, svona er ást min traust og trygg. Hlið- arnar eru ekki steyptar eða gx’eyptar við botninn, það er allt ein samfelld lieild, þannig er ást nxín til þín, án nokkurra lýta. Og þetta ker varir að eilifu, eins og ást nxin. — En ef kei’ið hi-otnaði? spui-ði eg. — Það getur ekki brotnað, sagði læknaneminn, það er ó- mögulegt. Að eins ef ást mín bil- aði, bi’otnaði kei’ið. Og ást min bilar aldrei, þess vegna brotnar kerið heldur aldrei. — Þessu vil eg trúa, sagði frænka mín, jxetta er fallegt. Það á alltaf að standa á þessu borði nxeðan þú ert i burtu, og á hverjum nxorgni mun eg flýta nxér að aðgæta, livort kerið sé ekki heillt. Því ef það brotnar, þá veit eg að ást þín er nxér töp- uð, þá er ást þín til mín brotin í mola eins og kerið. — Já, sagði unnusti hennai’, en það brotnar ekki, brotnar ekki fyrr en eg dey. Og jafnvel ekki þá, eg nxun elska þig xit yfir gx’öf og dauða. Svo liðu nokkurir mánuðir. Unnustinn fór utan og skrifaðx lxeinx nxeð liverri ferð, og frænka nxín beið hans með þeirri ör- uggu rósemi, sem lienni var á- sköpuð. En þegar ár var liðið fi’á bx’ottför hans, fór eg að taka eftir ókyrrð eða þunglyndi hjá lxenni. Hún talaði varla nema yrrt væi’i á hana, og hún fölnaði og missti svolitið af yndisþokka sínunx, var eiginlega eins og í’ós sem vantar vætu. Eg talaði um þetta við lxana, spui’ði liana spjöi’ununx úr og hún vildi ekk- ert segja, en að lokuixx fékk eg. þó að vita hvað það var, sem olli lienni áhyggjum. Hún liafði skrifað livert lxréfið á fætur öðru en ekkert svar fengið, hún liafði beðið í fjóra nxánuði og ski’ifað átta bréf en ekki fengið eilt einasta frá honum. Svo missti hún þolinmæðina og ski’ifaði fólkinu, sem liann bjó hjá, en frá því fékk lxún þær fi-egnir, að hann ætti ekki leng-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.