Vísir Sunnudagsblað - 01.06.1941, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 01.06.1941, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ §ÍSM ÞaÖ var einu sinni búist við þvi, að liertoginn af Aosta, sém var yfirherforingi ítala í Aust- ur-Afríku og varakonungur Abessiniu, þar lil liann gafst upp í Amba Alagi í þessum mánuði, mundi verða konungur Italíu, hertoginn er nefnilega helzi maður af annari grein ít- ölsku konungsættarinnar og ef Victor Emmanuel liefði ekkí eignast son mundi Amadeo prins, hertogi af Aosta, hafa orðið konungur Italíu. Victor Emmanuel eignaðist tvær dæt- ur áður en Umberto ríkiserfingi fæddist, en þá var Amadeo 6 ára. Amadeo, liertogi af Aosta, er ef til vill vinsælasti maður it- ölsku konungsættarinnar, og nýtur hún'þó vinsælda iá ítaliu, að sögn, lijá flestum stéttum, en hertoginn nýtur almennra vin- sælda meðal fólks af öllum stéttum. Fátækasta fólkið og miðstéttirnar virða liann vegna þess, að liann er alþýðlegur í fasi og' framgöngu, og-herinn vegna þess, að hann er afburða lierforingi. Og kannske ekki sízt fyrir það, að hann kaus hermeniiskuna sem æfistarf, liyrjaði sem óbreyttur dáti og varð að sækja fram til metorða í hernum sem hver annar, og notaði sér aldrei aðstöðu sína sem maður af konungsættinni sér til hlífðar, heldur lagði liann oft í mikla hættu, og vildi vera þar sem bardaginn var lieitast- ur. Æskulýðurinn dáði hann sem ævintýramann og íþrótta- mann. Hann gat sér orð sem ílugmaður, kappakstursbíl- stjóri, snekkjustjórnari, veiði- máður, f jallgöngumaður og skíðamaður. Hertoginn er menntaður maður og glæsimað- uf, frjálslyndur vel, en liann hafði þó snemma samúð með fascistum, og hefir liann ávall notið vinsælda í þeirra tiópi. 0 Amadeo er fæddur í Turin 21. okt. 1898, sonur Helenu prins- essu af Frakklandi, dóttur Louis Philippe greifa af París. Her- toginn var heitinn í höfuð á afa sínum Amadeo di Savoia, sem réði ílkjum á Spáni 1879—rl888. Hann hlaut góða menntun ,og eihs yngri bróðir hans, Ainlone/ hertögi af Spoleto (sem nýlega varð kóngur í Króatiu). Laulc Amadeo námi i háskólanum í Párma. Þegar Italir hófu þátttöku i heimsstyrjöldinni var hertoginn aðeins 17 ára eða tæplega það. Hann sótti um leyfi konungs til þess að fara í herinn og var ó- breyttur dáti í stórskptaliðinu. Eftir nokkura nnánuði var hann 1 gerður að korporal og hlaut bronzemedalíu fyrir hugrekki. Eftir styrjöldina Iiélt liann námi áfram i Parma og fór að því búnu í herskólann í Turin. Þá fór hann að fá áhuga fyrir flugi. 1930—31 barðist hann í Tripoli og laut þá stjórn Bado- glio og síðar Graziani. Hlaut hann nú heiðurspening úr silfri fyrir vasklega frammistöðú. Þegar hann kom Iieim frá Tri- poli fékk hann flugskírteini í hernum. — Herloginn gekk nú að eiga frænku sína, Önnu prinsessu af Frakldandi, dóttur hertogans af Guise, sem gerir tilkall til ríkiserfða í Frakk- landi. Voru þau gefin saman í Neapel og vakti þetta hjóna- band mikla athygli meðal stjórnmólamanna og kirkju- unnar manna um alla álfuna. 0 Fjölda margir Frakkar, með- limir félagsskaparins Action Francaise, komu til Neapel, en kirkjan hafði fordæmt félags- skapinn heiina. Afhentu þeir brúðinni gullarmband setl dem- öntum, þar sem páfarnir Leo XIII., Píus X. og Pius XI. höfðu fordæmt Actino Francaise af trúarlegum og stjórnmálálegum ástæðum var það páfa ógeðfell mjög, að svo margir meðlimir Action Francaise skyldi vérða viðstaddir, og leysti kardínálinn, sem álti að pússa Amadeo og Önnil saman vandann fyrir páf- ans hönd, með því að verða skyndilega veikur, —- en Victor Emmannúel greip þá til sinna ráða og skipaði hirðpresti sínum að gefa þau saman. Hjónavígsl- an fór fram með miklum hátíð- leik og þarna voru saman komnir konungar og drottning- ar, prinsar og prinsessur og helztu aðalsménn frá mörgum löndum. Hjónabandið var hið farsæl- asta frá uþphafi. Þau áttu lieima í hinum gamla Habsborgar- kastala við Mirtmartre ,nálægt Trieste. Þau eiga tvær dætur. Hertoginn var skipaður vara- konungur Abessiníu órið 1937. Eins og skemmst er að minn- ast af skeytum heiðruðu Bretar hertogann og menn hans sér- staldega eftir uppgjöf lians og hers hans í Amba Alagi, fyrir Feröafélag íslands hefir undanfarin ár fariö urn hverja hvítasunnu vestur á Snæfellsnes, og' enn fer það þangað í ár. — Myndin er tekin hjá Stapa, en þangaS er venju- lega farið á skipi. Þarna og víðar á Snæféllsnesi ersér- kennileg og marg- breytileg náttúru- fegurð. afburða vörn hans og liðs hans. Ber öllum saman um, að her- toginn sé mannkostamaður og glæsimenni og afburða snjall herforingi, þótt hann hafi beðið lægra hlut í Abessiníu. Nú er hann fangi í þorpi í Eritreu, en ekki hefir frézt Iivar hann verður hafður í lialdi þar lil styrjöldinni er lokið. Og nú nokkur orð um Sir Arcliibald Wawell, yfirherfor- ingja'Breta i Egiptalandi og löndunum austur þar, en hann er yfirmaður Cunninghams lrer- foringja, sem stjórnað hefir sókninni í Abessiníu, og lier- foringjar Brela i Palestina, írak og annarstaðar þar eystra lúta allir yfirstjórn Wavells. Wavell var skipaður yfirforingi 28. júlí 1910. Þar áður var hann herfor- ingi í Suður-Énglandi. Hefir hann gelið sér mikið orð fyrir skipulagsliæfileika, einkanlega véláhersveita, og hefir reynsla hans í þeim efnum lcómið sér vel i hinu lábyrgðarmikla starfi lians í Egiptalandi. Wavell er fæddur 1883 og lilhut ménntun i Winchester og Sandhurst (foringjaskólan- um). Hann gekk í herinn 1901 og tók þátt í Búastríðinu og har- dögum í Norðvestur-Indlandi. Tvö ár var liann á vesturvíg- stöðvunum. I lok lieimsstyrj- aldarinnar var hann orðinn her- fylkisforingi. Hann tók einnig þátt í stríðinu gegn Tyrkjum i heimsstyrjöldinni og var í Pale- stina til 1920 og þar eftir starfs- maður í hermálaráðuneytinu. 0 I fregn frá Washington fyrir nokkuru segir, að það sé orðið mikum erfiðleikum bundið að fá þorskalýsi, því að tekið hafi fyrir innflutning þess frá þeim löndum, sem áður seldu það til Bandaríkjanna. Þorskalýsis- Á §næfell§nesi framleiðslan i Bandaríkjunum getur aldrei bætt þelta upp, en bent er á, að unnt sé að fram- leiða fiskolíur ríkar af fjörefn- um úr lúðu, sverðfiski, ýsu, há- karli, laxi o. fk, og er unnið að rannsóknum á þessu sviði. Mik- il verðhækkun hefir átt sér stað á þorskalýsi í Bandaríkjunum. 0 Karlmenn í Ameríku kvarla mjög undan því, livað konur taki frá þeim atvinnu ó öllum sviðum. Hér á hefir þó verið ein undantekning: Kvenfólk hefir Jítið gefið sig^við sjómennsku. Það hafa að vísu nokkurar stúlkur tekið stýrimannapróf — en þeim liefir enn ekki verið trúað fyrir neinu skipi fyrr en nýlega, að ein slúlka fékk stöðu sem skipstjóri á ameríska skip- inu „Ruth Martin“. Stýrimaðurinn, sem var ó- ánægður með þetta tók það ráð, að kvænast skipstjóranum, til að fá völdin i sínar hendur. 0 Gamall kosningahattur, sem Roosevelt forseti hafði átt var sedlur ó uppboði nýlega i Hol- lywood fvrir 3.200 dollara. Hreyfimynda framleiðendur og leikarar voru þeir einu, sem buðu í hattinn. Þeir sem hlutu hann voru Edward G. Robinson og Melvyn Douglas. Mr. Roosevelt hafði ekkert með hattinn að gera eftir að bafa borið hann í 3 kosninga- bardögum og liann var orðinn all-svitastorkinn og gaf hann Jean IJersholt nokkurum, for- seta eða umsjónarmanni hjálp- arsjóðs fyrir fátæka leikara. í hattinn buðu margir. Með 100 dölum var byrjað. Næst voru 1000 dalir boðnir. Þannig gekk það þar til hann var sleg- inn fyrir 3200 dali og féð greitt Hersliolt. i

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.