Vísir Sunnudagsblað - 08.06.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 08.06.1941, Blaðsíða 5
VÍSIR SUNNUÐAGSBLAÐ S Belgiska ráðuneytið flýr til Englands. Frá vinstri: Utanríkisráðherrann Spaak, f orsætisráðherrann Pierlot og nýlendumálaráðherrann De Vleeschauwer. Pierlot forsætisráð- herra; sem hafði fyrst sagt, að „Belgía væri steini lostin af sekt eins manns" (Leopolds konungs), skipti síðar um skoðun og s'agði i júlí 1940 með þjóðlegri einingu um konunginn „allra þeirra er samvizk- an segði, að hefðu gert skyldu sína.“ nteð innilokun. Það væri aug- ljóst, að ekki gæti verið um skipulagða vörn að ræða fvr en þessu væri komið í framkvæmd, því Þjóðverjarnir æddu áfram með slíkum þunga og svo ó- trúleguni liraða, að árás þeirra væri líkust stormi. Gagnáhlaup var eina lausnin, en i þessari skipulagslaii.su ringulreið var næstum ómögulegt að semja á- ætlun. Það var a. m. k. ómögu- legt að skrásetja niðurskipun og hreyfingar hersins. Billotte var falið, sem æðsta rnanni, að gera það sem hann gæti og hafa um það sjálfdæmi. Þannig var skilningurinn á málunum, þeg- ar Billotte fór út í næturmyrkr- ið og lagði af stað aftur tíl Ypres. Fáum mínútum síðar keyrði franskur herflutninga- vagn á híl lians í næturmyrkr- inu og Billotte slasaðist svo al- varlega, að hann dó nokkrum dögum síðar, og hann var svo illa á sig kominn, að hann gat enga fyrirskipun gefið. Daginn eftir var franska og brezka gagnárásin reynd, en hún misheppnaðist algerlega. Eftir öllum þeim upplýsingum að dæma, sem eg hefi getað afl- að mér, reyndust Bretar ófærir um þátttöku í orustunni og franska gagnárásin var hikandi og mistókst eftir fyrstu tilraun til árásar. Og nú þegar hjörgunin, sem fólzt í gagnárás, var útilokuð, var ekki lengur nein spurning um ósigurinn. Spurningin var umfram allt að bjarga ein- hverju lil þess að forða frá al- gerðri upplausn. Og Bretarnir, sem skildu, að eina hjörgun þeirra var fólgin í því, að ná Dunkirk, fóru nú allt hvað af tók á veginum til hafnarinnar og evðilögðu á leiðinni, allt sem þeir gálu af útbúnaði og her- gögnum. Með þeim voru Frakk- ar, þeir fylgdu á Ypres—Dun- kirk veginum og öðrum vegi, sem liggur samhliða frá Ypres til La Panne. Hvert gátu nú Belgar farið? I hyrjun orust- unnar á Niðurlöndum hafði yf- irherstjórnin ákveðið að.,Dun- kirk skyldi vera höfn fyrir her- skip þeirra, en nú meðan verið var að framkvæma skyndiá- kvörðun um flutning Breta og Frakka frá Dunkirk, var ekkert pláss fyrir hálfa milljón Belgíu- manna á hafnarbökkunum, sem voru troðfullir af flóttamönn- um. Eyðileggingin í Dunkirk. Á þessum hættulegu tímamót um voru það liagsmunir ætl- jarðarinnar og' sjálfshjargar- viðleitni einstaklingsins, sem urðu mestu ráðandi. Að Bretar gátu sloppið frá Dunkirk, er eitt hið djarfasta og glæsilegasta liernaðarafrek, sem nokkuru sinni hefir verið unnið. Eg kom á ströndina við Dunkirk og La Phane, nokkurum dögum eftir að ]>etta mikla afreksverk var unnið, og sá þar eyðileggingu og auðn slika, að þvi verður ekki með orðum lýst. Þarna á sandinum liingað og þangað voru skipsbátar, ferjur, striga- bátar, seglbátar og skemmti- bátar — næstum því allar teg- undir báta, sem flotið gátu — yfirgefnir innan um reglulegan hrærigraut af útbúnaði; rifflar, loftvarnavopn, skriðdrekar og mótorhjól. Sömu ógnir eyði- leggingarinnar gat að líta á veg- unum, sem liggja samhliða frá Dunkirk og La Panne og næst- um alla leið til Ypres, og þarna blasti við svo óumræðilega hryggilegt sjónarsvið, að eg finn ennþá áhrifin meðan eg skrifa þetta. Þegar maður leit yfir þennan yfirgefna val, undraðist maður, að nokkur lifandi vera skyldi komast af. Og það er sigur hug- rekkis og festú, að yfir 300.000 menn, eins og forsætisráðherra Breta tilkynnti, komust heilu og höldnu yfir á strendur heimalandsins. Meðal fanganna, sem teknir voru þarna, voru 85.000 Frakkar. Þrem dögum eftir fundinn í Saint André, hinn 24. maí, hófu Þjóðverjar úrslitaárásina. Þessu æðisgengna áhlaupi var ein- beint gegn Belgum, sem ekki áttu undankomu auðið, og í þetta sinn eins og ætið, var það loftflotinn, sem úrslitum réði. Belgiskir herforingjar, sem þátt tóku í þessari fjögra daga orustu, sögðu mér að stórir flokkar af þýzkum sprengju- flugvélum liefðu birzt yfir liöfð- um þeirra, í • fylgd með þeim voru steypiflugvélar, en þegar hinir hrjáðu belgisku hermenn litu upp í von um liefndir af hálfu Bandamanna, bar sú leit þeirra um geiminn ehgan ár- angur. Þetta var einhver sú a'.lra þungbærasta raun í öll- um orustum, sem háðar voru í Belgíu, því gegn þessum eyð- andi loftárá;.um gat ekki verið um, loflvarnir af jörðu að ræða. Belgiska stjórhin, sem farið hafði frá Brússel", áleiðis til Ostend daginn áður en Þjóð- verjar tóku höfuðborgina, hélt áfram til Frakklands, en fjórir ráðherrar voru eftir á orustu- svæðinu ásamt konungi sínum. Þetta voru þeir: Pierlot forsæt- isráðherra, Spaak utanrikis- málaráðherra, Dennis hershöfð- ingi, landvarnaráðherra, og Van der Poorten innanríkisráðherra. Þetta voru allt einlægir menn, og það sem þeir gerðu, gerðu þeir i þeirri trú, að þannig breyttu þeir bezt í þágu þjóðar- innar. Þvi er sorglegt til þess að vita, að þegar eg yfirgaf landið, hafði belgiska þjóðin dæmt jiessa þjóðræknu stjórnmála- menn, án þess að vilja hlusta á þeirra ldið á málinu. Þessir fjórir ráðherrar voru i Bruges, þegar siðasta orustan hófst um Belgíu hinn 24. maí. Þeim hafði verið ljóst, dögum saman, að ekki væri mögulegt að stöðva sókn Þjóðverja. Og þeir höfðu gert tilraun lil að sannfæra Leopold konung um ]iað, að skyldan biði lionum að yfirgefa laiulið. Þessa. sömu nótt, eftir að þeir höfðu rætt þetta sín á milli fram eftir Þjó'ðverjar taka virki. — Þjóöverjar eru á þessari mynd að fara inn í virkiö Eben Emael i útjaöri kastala- borg-arinnav Liege í Belgíu. Myndin var radíó-send frá Berlín til New Yiork.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.