Vísir Sunnudagsblað - 08.06.1941, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 08.06.1941, Blaðsíða 8
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Ameríkumenn eru þekktir fyrir það, að keppa í öllum mögiilegum — og ómögulegum — greinum. Ein nýjasta meist- arakeppni í Ameríku er um lygasoguburð. Keppnin átti scr stað í Chieago á dögunum og sigurvegari varð Jim Jordan frá Chicago, sem sagði dóm- nefndinni mjög sorglega sögu um litla mús, sem beið bana af því að kvikasilfurssúlan lækk- aði. Hann sagði, að hitamælir manns nokkurs iiefði skemmst og kvikasilfrið hefði lækkað skyndilega. Vegna þessa lækk- aði auðvitað hitinn skyndilega og litil mús, sem hljóp fram með veggnum, fraus í hel, áður en hún komst í holuna sína. Önnur verðlaun fékk kepp- andi, sejn sagði, að á leiðinni i keppnina hefði hann orðið að stöðva bílinn hvað eftir annað, því hann hafi farið svo hratt að liann fór fram úr ljósunum á bilnum sinum og hefði hann þá ekkert séð í myrkrinu. Þátttakendur í þessari merki- legu keppni voru um 5000 og var frá lienni slcýrt í útvarpinu. Utan keppni fengu tveir Mar- seille-búar og einn Neapel-mað- ur verðlaun. • Fyrir iþróttamenn er eftir- farandi athyglisvert: Við ná- kvæman samánburð á afrekum íþróttamanna í ýmsum löndum hefir komið í Ijós, að kricket- leikarar Iiafa náð beztum ár- angri 30 ára gamlir, keiluleik- arar sömuleiðis þrítugir, golf- leikarar 35 ára, spretthlaupar- ar 23 ára, spjótkastarar 26 ára, aflraunamenn 30 ára, lang- stöfkvarar 23 ára, grindahlaup- arar og hástökkvarar 24 ára, stangarstökkvarar, kúluvarpar- ar og þolhlauparar 25 ára, sleggjukastarar 31 árs, Imefa- leikarar 21 árs, glimumenn 22 ára, knattspyrnumenn 23 ára, hockeyleikarar 27 ára, tennis- leikarar 28 ára, en pólóleikarar aftur ú móti ekki fyrr en urn finnntugsaldur. Um þetta gildir þó ekki nein algild regla, því algengt er að þrítugir menn standa sextugum að haki, og eins hitt, að margir íþróttamannanna hafa náð sín- um bezta árangi’i á öðru aldurs- Undir rernd AlþÍDgfis. 'Fuglar hér í Rvílc eru yfir- leitt spakir, og það er vegna þess, aö þéir eru ekki fældir og ekki hrekkjaSir. I vor hafa fugl- ar víöa verþt í gluggakistum húsa, þ. á m. í sjálfu Alþingis- húsinu. — Hér á myndinni sjást gapandi goggar þrastarunganna - sem njóta vernd- ar hins háttvirta Alþingis. ÞaS er auöséð, aö þeir eru aö biöja um eitthvaö------en þeir eru nú svo margir, sem fara bónarveg til Alþingis, og allir, sem fá óskir sínar uppfylltar. ekki skeiði en hér er tilgreint. — í- þróttamenn vorir þurfa því ekki að leggja árar í bát, þó þeir séu komnir yfir umrætt aldurs- skeið. • Af þvi að Iran, öðru nafni Persía, er lalsvert á dagslaá þessa dagana í sambandi við at- burðina við austanvert Miðjarð- arbaf, má geta þess lil gamans, að nýlega liélt þekklur brezkur vísindamaður, dr. H. Field að nafni, fyrirlestur í Englandi um nýjan hvílan kynflokk, er hann þóttist fundið Iiafa austur i Persíu. Einkenni þessa kynflokks væri grannur líkamsvöxtur, brúnleitur hörundslitur, döklc. jarpt liðað hár, löng liöfuðkúpa og toginleitt andlit með brún- um augnalit, stóru og breiðu kónganefi, kinnbeinaberir og með útstandandi hölcu. Dr. Field heldur því fram, að hér sé um kynflokk að ræða, sem öldum saman liefir lifað ó- blandaður, en sé hinsvegar frumstofn að mörgum öðrum kynflokkum, þ. á. m. gyðinga þeirra sem búa í Suðvestur- Asíu. • Nokkuru fyrir striðið sem nú geysar, ók enskur verksmiðju- eigandi i einkabifreið sinni eftir götum Liverpoolborgar. Hann braðaði sér mjög því honum lá á að komast á skrifstofur sínar. Alveg sérstaklega gramdist honum, að rétt á undan honum ók bifreið mjög hægt og byrgði honum alla frekari yfirsýn yfir götuna. Þegar liann sá sér færi að komast fi'am úr, jók hann ferðina, ók fram með bifreiðinni og, ætlaði fram fyrir hana, en i sömu andi'á kom maður hlaup- andi þvert yfir götuna og lenti undir bifreið verksmiðjuéigand- ans. Hann særðist þó ekki meir en svo, að hann gat risið hjálp- arlaust á fætur aftui’. En hversu undrandi varð verksmiðjueig- andinn ekki þegar lxann sá, að maðurinn sem Iiafði orðið und- ir bifreiðinni hans, var enginn annar en gjaldkerinn í verk- smiðjunni hans, sem fyrir nokkrum mánuðum bafði hlaupið á brott með nokkra tugi þúsunda sterhngspunda, og ekki fundist þnátt fyrir ákáfa leit lögreglunnar. Nú var það verksmiðjueig- andinn sjálfur senx hafði upp a þjófnum vegna þessa einkenni- lega- bifreiðarslyss. • Ýmsar uppgötvanir sem nú eru taldar sjálfsagður hlutur í hversdagsleikaniim hafa orðið til fyrir tilviljanir. Þannig er t. d. talað um að stifir flibbar hafi orðið til með þeim hætti, að skósmiðskona ein, sem fannst maðurinn sinn ólireinka skyrtuna sína um of, spretti lcraganum frá skyrtunni og þvoði hann þegar henni fannst þess þörf. En kraginn toldi illa við skyrtuna, svo hún fann upp á því að stífa kragann, og eftir það toldi hann ágætlega. Maður einn, sem fékk vitneskju um þetta, sá strax að hér var bugmynd á ferðinni sem unnt var að hagnýta sér til fjár, og skömmu síðar komu fyrstu stifuðu flibbarnir á markaðinn. • Að þerripappírínn uppgötv- aðist var vegna þess, að grófur pappír fauk til á skrifborði eins iðnaðarmanns og lenti á ný- skrifuðu og blekvotu blaði á bórðinu. Maðurinn bjóst við öllu hinu versta, og að liann yrði að afrita allt bréfið, en sér til undruriar sá hann að grófa bréfið hafði sogið blekið i sig án þess að klessa hið minnsta. • Húðun leirkera uppgötvaðist vegna gleymsku. Stúlka sem átli að sjóða saltvatn í leirkeri, gleymdi kerinu á eldinum, en þegar lpks var komið að því, hafði soðið upp úr, og allsstaðar þar sem vatnið hafði hellst yfir barminn sat glerhúð eftir. • Prestur einn í Massachusetts græddi milljónir króna af þvi að hann var að leika sér við veikt bam sem hann átti, og festi grúmmíteygju við litla brúðu sem það átti, svo brúðan fór að hoppa. Hann sýndi þessa upp- finningu í leikfangaverksmiðju einni og fékk fyrir hana 2 þús. dali vikulega í 15 ár. • Árið 1738 andaðist í Leyden læknir sá og gi'asafræðingur sem Hermann Boi’haave hét. Hann var þjóðkunnur maður fyrir visindi sín og lækningar. Þegar hann dó, lét lidtfn eftir sig böggul einn mikinn inn- siglaðann, sem á var leti’að: „Lykillinn að veigamestu leynd- ardómum læknisfræðinnar“. Þessi böggull varð mikið for- vitnisefni öðrum læknum og vísindamönnum þvi allir vildu eignast lykilinn að veigamestu leyndardómum læknisfræðinn- ar. Böggullinn var samkvæmt ósk hi'ns látna seldur á opinberu uppboði og þar seldist hann fyrir hvorki meira né minna en 20 þúsund gyllini. Það var enskur læknir sem hlaut hamingju- hnossið, en lionum brá nokkuð i bi’ún er hann hafði brotið inn- siglið og svipast um í pakkan- um. Þar gaf ekki annað að lita en eitt lítið saman brotið blað, og ú því stóð: „Lykillinn að veigamestu levndai’dómum læknisfræðinnar er í því fólginn að lialda höfðiiiu á sér köldu, láta loft leika um líkamann og' bafa nægan bita á fótunum.“ Þetta var óneitanlega dýrt læknisnáð, en þó munu þau vera til enn dýrari. Þegar konungur- inn í Síam fékk bót augnameina sinna, greiddi hann lækni sín- um upphæð, sem jafngildir þó nokki-u á aðra milljón króna.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.