Vísir Sunnudagsblað - 08.06.1941, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 08.06.1941, Blaðsíða 1
1941 Sunnudaginn 8. júní 23. blað mm&z mmm Hinn 28. maí s.l. var eitt ár liðið frá uppgjöf Belgíu. Einnig hér á landi var mikið um þetta ritað; var Leopold konungi sérstaklega hallmælt og hann sakaður um landráð og svik við bandamenn sína. Eitt útbreiddasta blað í Bandaríkjunum, tímaritið LIFE, flutti fyr- ir nokkru eftirfarandi grein, sem varpar skýru ljósi yfir þessa atburði. Höfundurinn, Mr. Cudahy, leiðir ótvíræð rök að því, aö kring- umstæður hafi raunverulega verið allt aðrar en ráða mátti af fréttum Bandamanna, því Leopold konungur hefir barizt Iengur en vænta mátti, eftir atvikum, og farist vel og drengilega við alla hlutaðeigendur. (Birt aS fengnu leyfi Life.) BELGÍIT-LEOPOLD Sendiherra Bandaríkjanna JOHN CUDAHY hreinsar konunginn af ákæru um »landráð« I Af hinum margvíslesu og raunalegu vafamálum, sem heimsstyrjöld II. hefir 1 skapað, hafa fá verið meira umrædd og þó minna skilin til fullnustu, en spurn- j íngin um það; hvort Leopold III. konungur Belgíu, hafi svikið bandamenn sína { eða ekki í orustunni, sem háð var um Niðurlönd í maí s. 1. I þeirri trú að hinn j virðulegi sendiherra Bandaríkjanna, J. Cudahy, muni vera áreiðanlegasta heim- I ildin um þetta, bað Life Mr. Cudahy að lýsa atburðum þeim, sem leiddu til þess I að Leopold gafst upp. Cudahy sendiherra, sem var í síðustu viku einnig að búa sig 1 undir að segja frá áliti sinu um þetta i útvarp C. B. S. gefur lesendum Life hérmeð ! sögulega lýsingu sem sjónarvottur. Grein Cudahy sendiherra fylgir fyrsta full- I komna hernaðarlýsingin af orustunni um Niðuriönd, og eykur það m.jög við lýs- \ ingu hans. I janúar s.l., þegar styrjöldin hafði staðið yfir í fjóra mánuði, heimsótti eg Leopold konung III í hinum íburðarmiklu baroque-sölum kanungshallar- innar í Brússel. Kynning mín var m,eð sérstæðum hætti; það var ekkert meðmælabréf, ekk- ert skrifað ávarp né aðrar sæmi- legar umbúðir eða undirbúning- ur, sem talizt gæti viðeigandi við móttöku embættis mins. — Mér var fylgt inn i mikið og. loftliátt móttökuherbergi og eg nálgaðist kommginn. Hann rétti alúðlega út hendina og brosti vinsamlega. Þetta var öll hin op- inbera .kynning mín, sem sendi- herra hjá Leopold konungi Belgíumanna. Hann var í hermannabúningi landhersins, hár, hermannlegur og fallegur maður, með einstak- lega vel skapaðar herðar og rjótt yfirlit iþróttamannsins. Síðar, er eg sat á móti honum í öðrum sal hallarinnar, vakti þessi takmarkalausa hreinskilni hans athygli mína; þessi ein- lægni, sem bar keim af feimni blandaðri þunglyndislegum kvíða. Hann hafði mikið Ijóst hár, breitt hátt enni, avipuxinn var hreinn og reglulegur, þótt hann, eins og eg sagði áður, væri þunglyndislegur. Leopold konungur og Vilhelmina Hollandsdrottning ger'Öu árangurslausar tilraunir til aS koma á friði milli ófriSaraöiI- anna. SíSar urSu þau svo undir flóSöldu stríSsæSisins. Það var undir forustu Leo- polds III., að Belgía tók upp ó- háða stjórnmálastefnu eftir inn- rásina i Rinarhéruðin vorið 1936, sem gerði Locarnosamn- inginn að engu. En þegar Loc- arno var úr sögunni, var það Ijóst öllum þeim, sem fylgst böfðu með alþjóðarnálum, að styrjöld var óumflýjanleg: Vissa var fengin fyrir því, að herfylkingarnar yrðu settar í gang, — það var aðeins spurn- ing um, hvenær þeta mundi ske. Með þessari óháðu stjórn- málastefnu lýsti Leopold kon- ungur því yfir, að Belgía mundi upp frá pessu ákveða varnarráð- stafanir sínar, án þess að taka nokkurt tillit til þess, sem fyrr- verandi bandamenn hennar hefðust' að. Hinh 24. april 1937 gáfu Stóra-Bretland og Frakk- land, hvort um sig, út yfirlýs- JOHN OJDAHY. ingu, þar sem þau sameiginlega leystu Belgíu frá öllum loforð- um hennar varðandi Locarno- samninginn, en gáfu jafnframt hátíðlegt loforð um að aðstoða Belgíu þegar í stað, ef til inn- rásar kæmi. Sex manuðum síð- ar undirritaði Baron von- Neu- rath, | utanríkismálaráðherra, fyrir hönd Þýzkalands, svipaða yfirlýsingu, þar sem það viður- kennir þá skyldu, að viðurkenna friðhelgi Belgíu og vernda hana fyrir hverskonar ágengni. Ef vel samdar skuldbindingar og hátíðlega staðfestar, hafa ein- hverja þýðingu meðal þjóða, haf ði Leopold konungur enga á- stæðu til að vera kvíðafullur, en samt sem áður var hann kviða- fullur, þennan janúarmorgun, í fyrsta skipti er fundum okkar bar saman. Hann var tekinn til augnanna af svefnleysi og þótt hann væri rólegur, sýndu hend- ur hans, að hann þjáðist af of- reynslu. En saœt sem áður vildi hann ekki örvænta. Hann benti á, að fyrir 25 árum, hefði þýzki herinn hleypt af fyrsta skotinu

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.