Vísir Sunnudagsblað - 06.07.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 06.07.1941, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ hans kvæði vísu, sem ráða mátti sem feigðarspá. Snorri segir enn fremur: Margir aðrir draumar váru ])á sagðir ok annarskonar fyrir- burðir ok flestir daprlegir. — Eftir fall Haralds konungs og Norðmanna í Englandi kvað Þjóðólfur hirðskáld Haralds harðráða: Bauð þessa för þjóðum þarflaust Haraldur austan. Þessi spaklegu orð sýna, að Norðmenn fóru tregir i þennan leiðangur, enda áttu þeir alls ekki grátt að gjalda Bretum né Haraidi konungi þeirra. En þó að höfuðskáld Haralds harðráða kveði á þessa lund, verður eigi séð, að hans andi hafi átt nokk- urn þátt í draumvísunum. Þær virðast vera komnar úr Imliðs- lieimum, eða þeirri forsælu, sem er bak við tjaldið það sem er milli lifandi manna og látinna. * Merkileg frásögn er í Víga- Glúmssögu, sem greinir frá fyrirburði, sem birtist konu Bárðar bvita, þann dag, sem bóndi hennar fór að heiman í skóg, en þann dag féll Bárður fyrir vopnum Vigfúss Víga- Glúmssonar. Húsfreyjan kvaðst Iiafa séð dauða menn ganga móti Bárði, þegar- liann reið úr lilaði. Þeir vissu, að hann var feigur. Sagan getur þess, að Bárður Iiafi ált „sverð gott“ enda var liann vel vígur. Nú nýlega fannst sverð Bárðar, þar sem hann féll, þ. e. a. s. svei’ð, sem var óvenjulega langt. En í einvígi þeii’ra Vigfuss gekk honmn þvi mjður en Bárði, að Vigfús varð að hopa á liæl i hverri lotu áður en liann næði Iiöggfæri. Frásögnin af skygni húsfreyju Bárðar mun vera rett, úr því að endurfundur sverðsins ber vitni um gæði sverðsins. Hvað sem þvi líður, má gera ráð fyrir, að fyrirburðir i vöku og draumvísur stafi frá dánum mönnum. Með þessari getgátu er þó ekki gerð grein fj'rir því, hvernig á því stendur, að dauðir menn vrkja svo vel, sem dæmin sýna og leggjast svo djúpt i líkingun- um að viðvaranir þeirra eru gátur fremur en upplýsingar. En svp má segja að di’aumarnir sé gátur enn í dag, þegar bolla- leggingar þeirra fjalla um smá- muni daglegs lifs. Sá-aðilji, sem drauminn skapar, talar nokk- urskonar fingramáli, notar bendingar og beitir líkingum. Tröllkona, sem heldur á skálm i annari krumlu en trogi i hinni, hefir i huga mannavig til stórra muna og með hroðaleg- um hætti. Hrafnar og ernir, sem sitja á hverjum skipsstafni, biða eftir krás, sem sá leiðangur skapar liræfuglunum. Tröllkona sem ríður vargi (úlfi) og kastar mannabúkum í kjaft vargsins, villir ekki á sér beimildir: hún fer um blóðvöll og beljarslóð — er þess aíbúin. Næri’i má geta, að framliðn- um Norðmönnum hefir staðið stuggur af þessax’i þarflausu för frænda þeirra vestur til Eng- lands, þar sem úrval þjóðarinn- ar féll, bótalaust. Þáttur Þorsteins Síðu-Halls- sonar bregður upp þ’eirri mynd, að ættarfylgjum bans liafi þótt mjög miður, að lítið skyldi leggjast fyrir liann. Þær vöruðu Iiann við aídurtila, sem lionum var búinn, í harla foi’neskjuleg- um vísum. Svo virðist sem dauðir menn beri fyrir bi’jóst ó- svikinn nxetnað, fyrir liönd frænda sinna og vina, sem erxx ofanjarðai’. * Sturlmxga og Heimskringla — snillingarnir bófsömu, sexxi' rituðu þær — gera ráð fyrir fyrirburðum, að þeir bafi gerst, en eru þó lágmæltir um þau efni — tala fátt um þau. Þeir munu bafa litið á þau mál því- líkt, seixi margir vitsmunamenn á voi-um dögum, að ótrúlegt sé, að dánir menn geti átt óvéfengj- anleg viðskipti við lifandi lýð. Mörgum þykir það ótrúlegast af öllxx þvi senx er torskilið, að maðui’inn lifi þótt liann deyi, og haldi sér heilum. Þriðja snilldaiTÍt íslenzkrar sagnfræði — Njála, getur unx fyrirburði," sem nærri stappar, að jafngildi Fróðárundi’um. Þeir gerðust umbverfis Bi’jáns- bardaga, í tvennu lagi; áður eix oi’rustan bófst, á skipum vik- inga, þegar benrögnin konx vfir Bróður og menn lians og djöflar sóttu að þeim í gei-vi járn-nefj- aðra brafna. Hinn fyrii’burður- inn gerðist að orrustu lokinni. Njála segii’/frá þeinx fyrirburði á þessa leið: Föstudagsmorguixinn varð sá atburður á Katanesi, at maðr sá, er Dörruðr liét, gekk xit. Hann sá at menn tólf saman í’iðu lil dyngju eimxar og hurfu þar.all- ir. Hann gekk til dyngjunnar. Hann sá inn um glugga einn, er á vár, ok sá, at þar váru konur inni ok höfðu færðan upp vef. Mannaliöfuð váru fyrir kljána, en þarmar ór mönnunx fyrir viftu ok gai’n, sverð var fyrir skeið, en ör fyrir bæl. Þær kváðu vísur þessar (Darraðar- ljóð). Þegar kvæðimx var lokið, rifu þær ofan vefinn ok i sundr ok hafði hver þat, er helt á. Gekk Dörrxxðr nú i braut ok heim. En þær stigxx á hesta sina olc riðu sex i sxxðr ok sex í noi’ðr. Ivvæðið senx þessar konxx kváðxx, er kynginxagnað og jafix- ast að því leyti við Völxispá. Þar er sú spá, sem vara mun um aldir alda og aldrei fyi’nast: Þeir nxunu lýðir löndum ráða, er xitskaga áðr of bygðu. Dörruður táknar bai’daga- nxann. Vefurinn sem konurnar tólf ófu úr þörnxum manna, en kljáðu með liöfðunx þeirra, mundi tákna þann hildarleik (óleik), sem háður hefir verið, háður er og mun verða liáður á jörðinni, illxx lieilli. Þessar kon- xir sem vefa Darraðarvefinn, íxxunu vera frændkonur aiorn- anna, sem spinna örlagaþræði mannnana. í Helgakviðu er svo að orði kveðið, að þeir þræðir liggi frá austx’i til vesturs. Talan tólf var mikillar nátiúru í forixunx fi’æð- um, og heldur sér enn i fullu gildi þarna i dyngjunni. Myndi þessi fyi’irburður liafa gei’zt eða er um skáldskap að ræða ? Þessum spurningum ætla eg að svara með skáldskap: Matthías segir í einu eftir- nxæli: .... Skíni Guðs axigxi gegnxmi yðar hjörtxx. Ef þau eigi lýsa opnast náheinxar, verða úti veraldir .... Þegar þaxx stórtiðindi gerast, að menn eru strádrepnir fyrir örlög fram, má svo að orði kveða, að „opnist nálieimar“. Þá er sú veröld orðin xiti, sexxx álti að nota sér til blessunar geislaskin guðs augna. Tilvei-an ranghverfis, þegar vonzkan bælir undir sig gæzkuna í inann- lieiixii. Hómer og Dante segja, að dapui’legt sé umhorfs i heim- kynnum Heljar. Það verður eigi vitað með vissu, bvort þeir liafa stuðst við eigin sjón (ófreski- gáfu), eða þeir bafa látið sér lynda getgátur. Norræn goða- fræði gei’ir ráð fyxár, að morð- ingjar verði eitur ár í dauðra manna veröld. Ef til vill hefir Dörruður séð konurnar tólf í dyngjunni frernja vefnaðinn. Hvort sem svo liefir vei’ið, eða skáld hefir skapað likinguna, ber að samskonar brunni: Harnxasaga nxannkynsins er sýnd á táknræna vísu, þá og það. * Eru tímar fyrirbux’ðanna liðn- ir undir lok — eða er þagað Um þá? Stórtíðindi gei’ast þó eigi siður nú en á Slui’lungaöld og þeim tímum sem henni eru nátengdir. Níðingsverk eru unnin nú á dög- um eigi minni en þegar Gissur myrti Snorra og Bróðir vá Brján konung. Svo virðist sem náheinxar ættu að geta opnast nú eigi siður en þá. Eða eru augu manna ófi-eskai’i en fyrr- um ? Eg ætla að svo sé. Spámenn Gyðinga urðu sjá- endur með þvi móti, að þeir lifðu í afdrepi eða bléi þar sem liávaði heimsins náði eigi að trufla þá. Þeir lifðu einföldu lífi og ástunduðu að þroska innri manninn. Enn í dag lifa spek- ingar Austux’landa í ltyrrþei, þeir sem undi’in gei’a. Þeir afneita lxeinxinum, sem svo er kallað. Hér í landi eru þeir nxenn di’aumspakastir og getspakastii’, sem lifa afskektir og þær konur gæddar ófreskigáfu, senx minnst' og sjaldnast eru á almanna færi. Þetta fólk getur órað fyrir stór- tíðindum, þó að fáir viti. Það gengtxr svo í sveitum landsins, að aldurbnigið fólk órar fyrir ástvinamissi og árferði og nýtur í þeim efnum drauma sinna. En þessháttar vísindi eru eigi send útvai’pinu. Draumgáfa þroskast með aldi’inum. Hana nxá efla og rýra eins og hverja aðra gáfu. Eg lxefi þekkt menn, sem fói’U svo nærri um veðurátt að vai’la skeikaði og studdust við drauma sína í þeim efnum. En svo virð- ist sem blessuð menningin, liraði lífsins og allskonar umturn út- í’ýnú draumgáfunni og hanili birting fyrirburða. Hraði lifsins hei’jar á einkenni manna og frumleik og slíkt hið sama er hann meinbæginn við ýnxsa helgidóma. Áður en Haraldur konungur hai’ðráði „fór þarflaust austan“ — að sögn Þjóðólfs skálds —; í leiðangurinn vestur unx liaf, gekk hann til skríns Ólafs kon- ungs belga og — tók lyldana sem gengu að skríninu og kast- aði þeim út á ána Nið. Ef til vill hefir hann órað fyrir lxrakför sinni — feigðin bitið á hann. Hans frægðarveröld var að verða úti, náheimar vóru að opnast, til að gleypa hann. Það nxá segja, að sá vitri og sigursæli lionungur liafi kastað teningunum, þegar liann varp-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.