Vísir Sunnudagsblað - 06.07.1941, Blaðsíða 1

Vísir Sunnudagsblað - 06.07.1941, Blaðsíða 1
1941 Sunnudaginn 6. júlí 27. blad ^iidiiiBBiadur Friojónsson, frá Sandi: H', VL FYRÍRBURÐIR Tortryggni Tómasardóttir yptir öxlum við hverskonar frá- sögnum, sem greina frá fyrir- burðum svonefndum. Ef hún fær tækifæri til að ¦þreifa á þeim, setur Jiana liljóða, unz hún varpar öndinni og stamar: „Drottinn minn og guð minn". En þeir eru alla jafna tiltölulega fáir, sem öðlast áð- stöðu til áþreifingar i þeim efn- um. Fyrirburðir gerast eigi á hverju strái né á næstu grös- um við hvern mann. Þorri manna verður að láta sér lynda frásagnir af fyrirburðum, sem gerast eða gerst hafa þá eða þar. ¦Efinn um sannindi fyrirburðar kemst oftast nær upp í milli hans og frásagnar. En þegar fyrirburðurinn snertir einstakl- inginn rækilega, fer flestum því- likt sém Tómasi og Páli post- ula: þeim bregður í brún, eða þeir verða eins og þrumu lostn- ir, og áhrifanna gætir til æfi- loka. Flestar íslendingasögur greina frá fyrirburðum, sem gerast jafnt í vöku seni svefni. Lesendum íslendingasagna eru og verða minnisstæðust Fróðárundrin. Þar settust dauðir menn að eldi og lögðu undir sig híbýli. Dáin kona gengur um beina. Og þessari dánarhirð varð eigi komið á braut, fyrri en henni var stefnt nieð aðför að lögum. Kaldlynd raunverðandi hristir höfuðið andspænis þessari frásögn og telur hana blábera hégiljii: Svo sem nærri má geta, hefi eg ekki bein í nefinu til að leggja úrskurð á fullgildi né vangildi þessarar sögu, né annara fyii- , irburða, sem henni eru svip- aðir bg fornar frásagnir herma, að gerzt hafi fyrir augum glaðvakandi manna. En varkárustu sagnaritarar vorir, Snorri Sturluson og Sturla Þórðarson, taka til greina fyrirburði, sem gerðust í vöku og svefni á sviði sagn- anna og slyðja þá viðburði með vitnisburðum nafngreindra manna. Þeir nefna þá fyrirburði, sem boðuðu stórtíðindi en sleppa þeim, sem minni hattar eru. Það gerðust stórtiðindi i landi voru, er bardagi var háður á Örlygsstöðum og stórmenni Sturlunga féll að velli. Sturla Þórðarson segir, að margir fyr- irburðir hafi orðið undan þeim fundi — „þó að fáir verði tald- ir". Svo virðist, sem þeim stór- vitra manni hafi verið tregt tungu að hræra til frásagna um svo ótrúlega atburði, sem fyrir- burðir eru, að dómi skynsem- innar. En þó gat hann eigi geng- ið á bug við þá gervalla. Þessar frásagnir Sturlungu hafa eigi farið milli mála á samskonar hátt, sem þær sögusagnir geta iiafa farið, er ganga mann frá manni öldum saman, þvi að Sturlungu skráðu sjónarvottar atburðanna. Sturla Sighvatsson var jafn- tregur sem nafni hans Þórðar- son, að viðurkenna gildi fyrir- burða. Hann mun hafa dreymt ferlega síðustu nótt æfi sinnar í skáJanum. Hann mælti, þegar hann vaknaði: „Eigi er mark at draumum". En forvitni lesenda Sturlungu mun sakna þess um allar aldir, að hann kæfði drauminn í barmi sínum, með þagnarþey. Eg mun eigi í þessari grein fjalla um aðra fyrirburði en þá, sem tilheyra draumum og svo þá sem borið hafa fyrir augu og eyru í vöku eða vökuleiðslu. Það er hvorttveggja, að eg verð að takmarka mál mitt og á hinn bóginn hefir eg þá reynslu af draumspám „fyrir daglátum", að eg þarf eigi lengra að seilast en í sjálfs mín barm til að fá vitneskju um forspár draum- leiðslunnar. Eg veit, að menn dreymir fyrir daglátum, þó ekki fyrir stórtíðindum að jafnaði vegna þess, að stórviðburðir eru fágætir, eða svo fjarlægir, að þeir snerta ekki algenga ein- staklinga. En úr því að það verður ekki véfengt, að menn dreymir fyrir daglátum —- t. d. veðrum, veikindum, slysförum — tjáir ekki að véfengja það, að menn á sagnaöld hafi órað fyrir stórtíðindum, sem vofðu yfir þeim sjálfum, eða náungum þeirra. Hitt er annað mál, að skilningi vorum er ofvaxið að ráða þá gátu: hvernig draumur- inn skapast, sá sem boðar, oftast í líkingu, ókominn atburð. Sú gáta mun seint verða ráðin, eða aldrei. Snorri Sturluson lumar á fá- einum" draumum, norskra manna, sem boðuðu hrakfarir og urðu að helspám um fall Har- alds konungs og hers hans, i Englandsleiðangri vestur um haf til Englands. Þeir fyrir- burðir styðjast við kyngimagn- aðar yísur, sem fullvalda for- neskja hefir sett á mark sitt. Þó að Snorra yrði aldrei fótaskort- ur á flughálku rímsnilldar i háttalyklinum, sem hann kvað um Hákon gamla, stendur hann þar hvergi jafnfætis skáldun- um, sem kváðu i dánarheimi draumvísurnar um þá feigð, sem vofði yfir Haraldi konungi harðráða og liði hans. Það má kalla furðulegt, að snillingur- inn Snorri skuli verða vanhluta í lifanda lífi fyrir dauðum mönnum, í skáldskap, eða með- almensku, sem ávarpar óbreytta hermenn, að tilstuðlan þess hljóðvarps, sem bergmál draumsins lætur i veðri vaka. Nú læt eg Snorra og Heims- kringlu taka til máls: ...; Þcá dreymdi mann þann er var á konungsskipinu, er Girðr er nefndr; hann þóttisk þar vera staddr á konungsskip- inu ok sá upp á eyna, hvar tröll- kona mikil stóð ok hafði skálm í hendi, en í annari hendi trog; hann þóttisk ok sjá yfir öll skip þeirra, af honum þótti fugl sitja á hverjum skipsstafni. Þat vóru alt ernir ok hrafnar. Tröllkonan kvað: Víst es at allvaldr austan . eggjar vestr at leggja mót vit marga knútu (minn snúðr es þat) prúða^ Kná valþiðr velja (veit ærna sér beitu) steik af stillis haukum stafns; fylg ek því jafnan. Þórðr er maðr nefndr, er var á skipi því, er skamt lá frá.skipi því, er skamt lá frá skipi konungs. Hann dreymdi uní nótt, at hann þóttisk sjá flota Haralds konungs fara at landi, þóttisk vita, at þat var England. Hann sá á Iandinu fylking mikla, ok þótti sem hvorir tveggju bjöggisk til orrustu ok höfðu merki mörg á lofti; en fyrir liði landsmanna reið trollkona mikil ok sat á vargi, ok hafði vargrinn mannshræ i munni, ok féll blóð um kjaptana. En er hann hafði þann etið, þá kastaði hon öðrum i munn honum og siðan hverjum at öðrum, en hann gleypti hvern. Hon kvað: Skæð lætr skína rauðan Skjald, es dregr at hjaidri; brúðr sér aurnes jóða, óðlát kona blóði, — sviptir sveiflan kjapta svanni holdi manna; úlfs munn Iitar innan óðlát kona blóði. Harald sjálfan dreymdi, að Ólafur konungur helgi bróðir

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.