Vísir Sunnudagsblað - 06.07.1941, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 06.07.1941, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3 aði lyklunum út á ána Nið. Snorri leggur engan úrskurð á Jjetta athæfi. En úr því að liann segir frá þessu atviki sem virðist vera smávægilegt, virðist mega ætla, að rithöfundurinn gefi les- endum unclir fótinn þá hálf- kveðnu vísu, að Haraldur hafi verið lieillum horfinn, þegar hann lét i haf. ★ Eg liefi nefnt þrjú listaverk varfærinna sagnfræðinga, sem ekki ganga á bug fyrirburði. Fjórða lieimildin er Grettissaga. Þar er frásaga um viðureign Grettis og Gláms stórfelldnst allra frásagna um fvrirhurði. Myrkfælni Grettis, sem gengur eins og rauður þráður gegnum söguna, frá því er hann átti við Glám sýnir og sannar, að glima Gretlis við drauginn er annað og meira en hugarhurður. Hilt er annað mál, að sagan getur verið ýkt. Tvö stórskáld hafa kveðið um þenna atburð: Grímur og Mattliías og farið sina leið hvor, sem vænta mátti, svo ólíkir sem þeir vóru. Grímur leggur engan úrskurð á viðburðinn. Hans lisl er fólg- in í því, að snúa máttugri frá- sögn í ennþá kyngimagnaðri umsögn. Grettir vildi reyna afl sitt við Glám. Og Grímur virðist vilja reyna mátt tungunnar, á þessu lieljar-efni. Matthías reynir að ráða gát- una, þó ekki með því að, að þá og þar hafi „náheimar oj)nast“ og' veröld ljóssins „orðið úti“. Nei! En hann lætur Krist og Óðinn glíma, Kristnina og Heiðnina. Glám gerir Matthias að fulltrúa forneskjunnar, Gretti að fulltrúa kristninnar. Þessi úrlausn er fráleit í mesta lagi. Gretlir var heiðingi og skilgetinn sonur Norræns anda og heiðríkrar heiðni. Ef Matth. hefði ekkert betur lcveðið en kvæðið um Gretti og Glám, væri hann ekki skáld. Eftir að þessi skáld glímdu við Glárn — í orði — skrifaði mér „vantrúaður“ prófessor í Reykjavík á þessa leið: „Eg hefi verið á mörgum mið- ilsfundum, þar sem menn i stól- um eru teknir í háa loft, nagl- fastir hlutir slitnir upp og svo frv......Eg hefi engin brögð getað fundið í þessum tilraun- um. Ef allt er svo sem virðist vera — er sagan um glímu Grettis og Gláms bókstaflega sönn“ .... Þá hefir Indriði miðill leýst Grím og Matthías af liólmi. ★ Sú öld sem vér lifum nú á, er nokkurskonar Sturlungaöld eða skálmöld og vargöld. Sú Sturl- ungaöld, sem grandaði frelsi þjóðar vorrar, gekk fram af sjálfri sér, af því að flokka- dráttur ofmetnaðarmanna hljóp í gönur. Ofmetnaður Haralds konungs harðráða kastaði tólfunum um það levti, sem hann bauð út leiðangri „þarflaust austan“ og lét í haf. Aður en liann steig á skipsfjöl kvaddi hann helgiskrín bróður síns Ólafs digra með þeim liætti, að liann læsti skrín- inu og — kastaði lyklinum út á ána Nið. Haraldi gekk ekki annað til vesturfarar en ofmetnaður og valdagræðgi. Hann hafði engis réttar að reka né liarmsaka að hefna í Englandi. Hann lét kvlfu ráða kasti og féll á sjálfs sín bragði. Þjóðólfur höfuðskáld Haralds kemst óviðjafnanlega vel að orði, er liann lcveður: Bauð þessa för þjóðum þarflaust Haraldur austan. Sá maður — skáld — sem þannig stillir orðum sínum, kann að vera með höfðingjum, Jíf^ og liðnum. Því að liöfðingi var Haraldur konungur þrátt fvrir þetta gönuskeið. Hann var hershöfðingi, sem engan ósigur beið nema þenna og lniði liann þó margar fólkorrustur. Ilann átti þarna í liöggi við Breta og þingmannalið þeirra. En sú lierdeild var skipuð riddurum, harla fræknum. Enn mun Englendingum kippa í það kyn og verða sigur- sælir iá innrásarlier, sem ernir, úlfar og hrafnar fylgja, gráðug- ir í „varna bráð“. * Ef lil vill hefir Haraldur kon- ungur kaslað í ána Nið lyklum að lielgiskríni Ólafs konungs bróður síns eftir að Ólafur spáði honum í draumvísi ófara og ó- sigurs. Snorri nefnir ekki þá stund, sem vísan er gerð, hvort hún birtist áður en Haraldur kástaði lyklunum í ána, eða þar á eftir. En það er líklegt að lyklakastið hafi verið liefnd fvr- ir hrakspána: Vísa Ólafs konungs er eigi af vanefnum gerð. Hún er á þessa lund: Gramr vá fræg'r til fremdar flestan sigr inn digri; hlautk, því heima sátum, lieilagt fall til vallar; uggi ek enn at tyggi yðr mirni feigð of byrjuð, trolls gefið fákum fyllar fílcs; veldra goð slíku. Þarna segir Ólafur konungur um sig, að liann hafi unnið sigra sina til fremdar og orðið heilag- ur af því að hann féll heima (fyrir góðan málstað) og hann gefur Haraldi í skyn, að hann sé ágengur, og brytji fólk í varga, að þarflausu. * Þegar Haraldur konungur harðráði hafði fylkt liði sínu á Englandi, til höfuðorrustu, reið hann gæðingi sínum um fylk- inguna og skynjaði hversn fylkt var. Þá féll hesturinn undir hon- um og konungur fram af fákn- um. Það gæti hugsast, að sá svartblesótti gæðingur bafi hnotið um varginn og tröllkon- una sem visan gat um, sú sem draummaðurinn kvað. Dýrin eru ramskygn —• enn í dag. Það bar við fyrir 50 árum í grend við mig, að kona réði' sér bana með hnífi — beitti lionum á hálsinn. Nokkuru síðar var unglingur lánaður á þennan bæ einn dag i forföllnm f jármanns. Um kveldið í hálfrökkri varð drengnum skotaskuld að koma inn lömbum í hús þeirra. Gekk þá hirðirinn að lambhússdyrun- um og vildi ganga úr skugga um orsök tregðunnar, sem lömbin sýndu. Sér hann þá konuna dánu standa i dyrunum og' varð drengnum hverft við þá sjón er við honum blasti. Svipurinn vék þá úr dyrunum og gengu þá lömbin inn í húsið. Þessi maður hefir aldrei rekið sig á fyrirburð, nema í þetta sinn. * Það má með sanni segja, að konurnar tólf hafi kastað tólf- unum, þegar þær urðu þess á- skynja, að Dörruður stóð þær að verki. Þeim brá svo í brún að þær rifu niður vefinn, og fóru sína leið með það sem liver þeirra hélt ú — 6 í suður, 6 í norður. Dísirnar sem sagt er að vægi Þiðranda Síðu-Hallsson, vóru 12 að tölu, komu 6 að sunnan, 6 að norðan og fóru frá víginu í sömu átt. (Reyndar vildu (> þeirra verja Þiðranda). En lalan 12 er táknræn í forn- um fræðum og er reyndar enn......Hvað mundi annars klukkan hafa verið, þegar Dörr- uður sá inn i dyngjuna og horfði á atferli þessara stallsystra Gili- truttar? Varðar nokkurn um eyktarmörk í nágrenni þeirrar dyngju? eða klukkuslátt? — þar og þá hefir klukkan staðið. Engir fyrirbhrðir verða rök- studdir með mínútuvisi, né vé- feng'dir með stundaglasi. Það,er jafnvíst og hitt, að fyrirburðir verða ekki vegnir í metaskálum. * Gætir farangursins. — Þessi angi skilur ekki í allri þessari eyðileggingu heimila. Hann bíður eftir brottfflutningi úr loft- lárásahéruðunum í Suður-Englandi.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.