Vísir Sunnudagsblað - 03.08.1941, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 03.08.1941, Blaðsíða 2
2 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ ADAM ROOS: SKU&GINN U DIRTIHORE Faðir Kissu barðist i Karp- atafjöllununj. Þegar hann kom til baka, var þessi fjörmikli, iífsglaði maður orðinn þögull og einrænn. Konan bans, dugn- aðarkona hin mésta, sá um bú- ið þeirra við Plattenvatn á með- an. En búsáhyggjurnar höfðu einnig komið við skapgerð hennar, fínleiki bennar og kven- Ieg mýkt var horfin, og það var því ekki nein furða, þótt heim- ilislifið væri helzt il kaldrana- legt og' stirt. Hjarta barnsins mótaðist, eða öllu heldur lokað- ist í kulda þessa umliverfis. Faðir Kissu hét Franz Bess- enyei. Hann hélt vináttu sinni óslitinni við herdeildarfélaga sina, mennina, sem barizt höfðu við hlið hans og liðið höfðu sömu þjáningar og sömu örlög ár eftir ár. Öðru livoru koiu einn eða annar í heimsókn til hans. Þá var minnzt gamalla daga og í huganum rifjuðu þeir upp endurminningar frá varð- sátri og orustum. Þess á milli fóru þeir á dýraveiðar. Á kvöld- in sátu þeir fyrir framan arin- inn í setustofunni, töluðu fátt en spiluðu nokkrar umferði.r whist áður en þeir gengu lil hvílu. í einni slíkri heimsókn kom Faludy hershöfðingi með son sinn Elemer, nýbakaðan undir- foringja, er var í herþjónustu í Kecskemet. Hann var rétt með- almaður hvað glæsileik snerti, hann var með skyhningarör i andlitinu og hárlokkarnir lágu niður á ennið. Örið í andlitinu hafði hann ekki fengið úr strið- inu, því liann var ekki nema þrettán ára að aldri, þegar þvi Ivktaði. Hinsvegar fór ovð af þvi, að Iiann hefði háð nokkur einvígi og þeir, sem til hans þekktu, töldu hann bæði fjár- glæframann og kvennamann. Þetta umtal barst jafnvel úl um nágrenni Plattenvatns og átti að vera einskonar aðvörun til ungu kynslóðarinnar. En þetta bafði einungis þau áhrif, að Kissa hugsaði með þeim mun meíri eftirvæntingu um hinn unga liðsforingja, lietju ástarinnar og næturlífs stórborganna. Með gáska sínum, stolti og djarfíegri framkomu veittist Elemer það tiltölulega auðvelt að kynnast Kissu og verða trún- aðarmaður hennar. Hann laljaði ávallt um þau efni, sem henni féll bezt í geð, lék sér með henni, hjálpaði henni út úr hverskonar vandræðum og var auk þess alltaf i prýðilegu skapi. Strax eftir fyrstu vikuna brunnu í Iijarta *þessarar ungu, óreyndu stúlku, sem aldrei hafði kynnst öðru en kyrrð og ró sveitalífsins, eldheitar ástríð- ur, sem nú leystust í fyrsta sinn úiJ læðingi. Reiðför inn á sléttuna, kvöld- stund við náttelda flökku- manna, viltur þjóðdans á upp- skeruhátíð, fiðluspil og söngur — allt hjálpaðist þetta lil að leysa hin bundnu öfl, sem bjuggu í meðvilund hennar. Við þetta bættist bátsferð gegnum sefið á vatninu — og ævintýr- ið lireif hana með sér eins og ægimögnuð hafalda, sem steyp- ist yfir mann i einu • vetfangi, hrífur mann burtu og sogar niður í djúpið. Degi síðar fóru þeir, hers- höfðinginn og sonur hans, heim til sín aftur. Kissa fékk ekki skilið og því síður sætt sig við þá lakmarkalausu auðn og þann tómleik, sem hvildi yfir hverj- um krók og hverjum kima á slotinu. Hin glatandi, tortím- andi öfl haustsins sýktu hana. Hún hataði mennina og jörð- ina, sem ól þá. Hún hataði það að þurfa að draga andann. Bæk- urnar, sem áður höfðu verið henni dægradvöl og beztu vinir í einverunni, voru nú í augum bennar einskis nýtl leikfang. Þegar hún setlist við slaghörp- una og ætlaði að syngja, runnu tónafnir saman i einskonar himinhrópandi óskapnað og Iagleysu. Einn morguninn var hún horfin að heiman án þess að nokkur vissi hvert hún fór eða hvaða orsakir lægju til hvarfs hennar. Fyrstu snjóar féllu — en enginn fékk rakið spor henn- ar út í óvissuna. Ivissu skaut upp i Kecskemeí. Hún efaðisl ekki eilt augnablik um það, að hún hafði öðlazt hnoss hamingjunnar, og að líf liennar við lilið Elemers yrði sveipað dýrðarljóma unaðslegr- ar sælu. Elemer var á annarri skoðun. Hann var löngu búinn að gleyma stúlkunni frá Platten- vatni, og hann skemmti sér miklu betur i ht^pi stallbræðra sinna úr-hernum. Hann um- gekkst Ivissu með svo mikilli litilsvirðingu, að það særði hana ódauðlegu sári i hjartað og kom henni til að iðrast sárlega orð- ins hlutar. Þegar hún fór fram á það við hann, að hann kvænt- ist henni, rak hann upp hvellan hæðnishlátur. Um stundarsakir hurfu spor hennar aftur úl í óvissuna. Stolt hennar leyfði ekki, að hún gæfi foreldrum sinum nema eina skýringu á framferði sínu. Þá skýringu gaf hún i bréfi, sem bún skrifaði heim. Faðir henn- ar lét einskis ófreistað til að leila hennar. Vinur hans einn, Andor Arany verkfræðingur, sá henni bregða fyrir í Búdapest — nokkru seinna komst hann á spor liennar í Wien. En hún hafði undraverða hæfileika til að hverfa sjónum manns. Þeg- ar hýn var tuttugu og eins árs sásl hún i Paris. A hverju bún lifði? í hinu takmarkalausa kæruleysi, sem ríkti i sál hennar, skeytti hún engu, hvaðan tekjulindir henn- ar voru upprunnar. Hún gætti þess eins, að lála tilfinningarnav ekki hlaupa með sig í gönur. Hún vísaði hverju því ævintýri á bug með nístandi kulda, sem á einbvern hátt liefði getað komið blóði hennar í ólgu. Einjiverju sinni, þegar bún stóð snauð uppi og vissi ekki hvað hún átti að taka sér fyrir hendur, bauð knæpueigandi einn henni að syngja ungversk lög á knæpunni. Það væri ekki óhugsandi — sagði hann — að fólk hefði garhan af því. Hún hafði nokkuð dimma altrödd, og hún liafði oft raulað fyrir munni sér í gamla daga, þegar hún var heima og þegar henni leiddist. En það var langt síðan og eftir það hafði hún alls ekki borið við að syngja. Hún bjóst ekki við að hún hefði rödd iil að syngja fyrir almenning. En liún mátti til — á ein- hverju varð hún að lifa — og Iuin byrjaði að syngja. Hún dróst inn i straum næturlifsins. Hún fór úr einni knæpunni í aðra, úr einu fjöllistahúsinu í annað og söng. Hún gekk undir nafninu Odetta, og þar með var það síðasta, sem batt hana við heimili hennar og æltleyfð, þurrkað út úr lífi hennar. Hún Hitler í hópi gamalla samherja. Myndin var tekin fyrir um ári síðan og er Hess til hægri á níyndinni. -----

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.