Vísir Sunnudagsblað - 24.08.1941, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 24.08.1941, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Sú fregn barst út, meðan barizt var á Krít, að Max Scíuneling hefði beðið bana. Hann sést til vinstri á myndinni, þar sem hann er i hópi lækna og félaga að ná sér eftir hitabeltissjúk- dóm í sjúkrahúsi í Aþenu. liann var prófessor í skógrækt- arfræðum við landbúnaðarhá- skólann í Kaupmannahöfn. Hann ferðaðist um landið með Flensborg og fyrirlestrar voru haldnir og skuggamyndir sýnd- ar af skógum landsins. Voru fyrrlestrar þessir haldnir í Reykjavik, Stykkishólmi, Akur- eyri, Eskifirði, Sevðisfirði, og þelta sumar birti ísafold alls- konar leiðbeiningar til almenn- ings undir fyrirsögninni Hlífið skógum og kjörrum og höfðu þeir Prytz' og Flensborg skrifað leiðbeiningarnar. Um þessar mundir eða nokkuru síðar fara ungir íslendingar utan til skóg- ræktarnáms og það er mikið rit- að um skógræktarmálin þessi Það væri vert að kynna sér það allt nánara og vafalaust verður þess saga öll sögð síðar af sérfróðum mönnum. Og þá væri fyllilega þess vert að kynna sér sögu fyrsta skógræktarfé- lagsins á þessu landi, sem nú er gleymt flestum. Dæguráhrifa gætir nú svo mjög hér á landi, að menn gleyma að líta um öxl, en það getur verið bæði gagnlegt og gaman stundum. Það er ekki óalgengt orðið, að ungt fólk kannist ‘ekki við helztu menn þjóðarinnar frá 19. öld og jafn- vel síðar. Menn eru farnir að gleyma því — eða liafa aldrei heyrt á það miníist, að einu sinni blöktu bláir og hvitir fánar um alla Reykjavík. Þegar eg var að alast upp fannst okkur ungling- unum hér, að þetta hlyti að vera fegursti fáninn, sem til var í öllum heiminum. Það var um þennan fána, sem Einar Bene- diktsson orti „Rís þú, unga íslands merki“. Nýr fáni varð fyrir valinu og hann liefir orðið þjóðinni gæfufáni, eins og Gisli Guðmundsson alþingsmaður sagði, en okkur er sannarlega skylt að muna bláa og hvíta fánann og hafa hann í heiðri, og vansæmd er það hverjum manni, sem fer um liann óvirð- ingarorðum. Við erum gleymin — allt of gleymin — stundum ræktarlaus. En það gamla og góða skilur alltaf eftir eitthvað, sem vekur umliugsun síðari tíma manna, ýtir við þeim, vek- ur þá. Sumt er svo gott eða svo fagurt, að það getur aldrei gleymst. Ljóð nítjándu - aldar skáldanna eru enn sungin, þótt þeir sem það gera viti kannske ekki sumir livað skáldið liét, er Ijóðið orti, og hvort sem blái og hvíti fáninn verður nokkuru sinni aftur dreginn á stöng al- mennt hér á landi eða ekki hlýt- ur minningin um hann að lifa hjá einhverjum, því að Einar Benediktsson orti kvæið sitt til lians, og mun hvorttveggja lifa, kvæðið og fáninn, þótt mörgum sé nú gleymdur. Skógræktarfélagið gamla gerði sitt gagn. Það reisti sér minnisvarða, sem kannske mun standa lengur en margan grun- ar. Það er Rauðavalnsstöðin. Einhverir kunna að ypta öxlum og brosa liáðslega, er þeir heyra þessi orð. En þarna var gerð fyrsta tilraunin,að minnsta kosti hin fyrsta i allstórum stíl, til þess að rækta bárrtré hér á landi. Tilraunir i þessa átt hafa gengið miklu betur á síðari ár- um — skjótari árangur náðst. En skilyrði þarna voru slæm, þéttur, leirblandinn jarðvegur, og' lítið skjól. Og' það horfði lengi svo, að þessir erlendu gest- ir myndi ekki þrífast þarna — aðeins tóra. En þrátt fyrir slæm skilyrði og enga eða lélega að- hlynningu um langt skeið, hafa trjáplönturnar við Rauðavatn seiglast fram á þennan dag, og þeim er nú loks farið að fara verulega fram. Jafnvel þótt trú- m á skógræktina hefði dáið með gamla skógræktarfélaginu og nýir menn ekki komið til sög- unnar, með nýjan áhuga og nýja þekkingu, liefði trjáplönt- ur.nar við Rauðavatn sýnt og sannað með seiglu sinni, að það var réttmætt að trúa, jafnvel á gróðurlausan melinn. Þær befði opnað augu manna fyrir þvi, ef þess hefði verið þörf, að það er bægt að klæða landið. Styðjum hið nýja skóg- ræktarfélag að verki, eins og eg áður sagði, en minnumst einnig liins gamla, — og væri ekki vert að gera það með því að sýna þessum reit við Rauðavatn meiri sóma, en honum nú er sýndur ? Reyna að lijálpa þessum þrautseigu vinum okkar þarna við vatnið? Girða betur þennan reit og varðveita liann sem minnismerki um fyrsta skóg- ræktarfélagið á Islandi og sem ævarandi sigurtákn þeirrar bar- áttu, sem háð er til þess að land- ið verði aftur viði vaxið milli fjalls og fjöru. Síðan er ég flutti erindið, hefir mér verið frá því skýrt, að Rauða- vaínsstöðin sé nú komin í eigu og umsjá Skógræktarfélagsins. Er það vel, og þarf ekki að efa, að fétagið mun annast stöðina vel. Erindið var flutt í útvarp fyrir skemmstu og er það birt vegna sér- stakra tilmæla, sem höf. hefir orð- ið við, enda þótt það sé ekki sam- ið tit þess að birlast á penti, og lit- ur hann á ' hirtinguna sem undan- tekningu frá reglu, sem rétt væri að fylgja að jafnaði. II ö f. Þao voiu eivivi maigir viðstad.«u-, pegar Vimjáuuur, fyrrurn Pyzkáianubkeisari, var uorinn til grafar í Doorn. Hér sést hkvágninn á leið til legstaðarins, en á eftir ganga fulltrúar þýzka hersins og eru sumir með broddhjálmana, sem tíðkuðnst í þýzka hernum í gamla daga. —

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.