Vísir Sunnudagsblað - 09.11.1941, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 09.11.1941, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 Kontrakt-Bridge Eftir Kristínu Norðmann inestri óreiðu. Að svo búnu lok- uðu þeir smiðjunni, settu lykil- inn á sinn stað og fór svo liver þeirra til síns heimkynnis. Nú víkur sögunni enn að Grasso. Svaf hann eins og steinn alla nóttina. Er sól var hátt á lofti vaknaði liann og áttaði sig á þvi, hvar hann var. Hann flýtti sér að horfa út um glugg- ann. Var ekki um að villast, að liann var í liúsi sínu við Santa Reparata. Hann reymdi að átta sig á þessu öllu. Hugsanir hans voru allmjög á reiki. Hann mundi, að hann hafði lagst til svefns í öðru húsi kveldið áð- ur, en það var alveg vafalaust, að nú var hann kominn heim. „Guð almáttugur lijálpi mér,“ sagði liann við sjálfan sig og klæddist í snatri. Tók hann svo lyklana að smiðju sinni og hraðaði sér þangað. „Herra trúr, hvað er að sjá þetta!“ sagði hann, er allt var þarna á tjá og tundri, og fór hann þegar að bjástra við að koma öllu í samt lag. En nú hófst eftirleikurinn, þvi að nú komu bræður Matteo til lians, þar sem hann var að kippa öllu i lag. Létust }>eir ekki þekkja hann og tók annar þeirra svo til máls: „Góðan daginn, meistari!“ Grasso sneri sér við og varð hann alh-auður í framan er hann sá þá. „Góðan daginn og gott gengi — livers óskið þið?“ „Eg mun segja yður, hvað okkur ér á höndum,“ sagði ann- ar þeirra. „Við eigum bróður, sem Matteo nefnist, og hefir borið á þvi upp á siðkastið, að liann væri dálítið einkennileg- ur. Hann hefir nefnilega fengið þá flugu í kollinn, að hann sé Grasso tréskeri, — eigandi smiðju þessarar. Við reyndum að koma vitinu fyrir hann og fengum í lið með okkur sóknar- prest okkar, og liugðum við, að allt væri að lagast, því að hann sofnaði skjótlega í gærkveldi, en í morgun komumst við að raun um, að hann er horfinn. Við vitum ekki hvert hann fór og komum við því liingað tii þess að leita fregna af honum.“ Grasso virtist sem þrumu lostinn yfir að heyra þetta, hugsaði málið og sagði svo: „Eg veit ekkert um þetta, hvers vegna komið þið liingað og gerið mér ónæði út af þessu. Matteo hefir aldrei verið hér. Hafi liann sagt það, er það ó- satt, og ef eg hitti hann mun eg spyrja hann spjörunum úr, til þess að komast að raun um hvort hann sé eg, eða eg hann, áður við skiljum. Það er engu líkara en myrkrahöfðinginn hafi .okkur alla að leiksoppi þessa dagana.“ Var Grasso nú ailreiður orð- inn og lagði leið sína til Santa Reparata og kvartaði sáran yfir ijiótlæti sínu liátt og í hljóði alla leiðina. Bræðurnir fóru og sína leið, en söguhetja vor gekk inn i kirkju eina ó leiðinni, og rén- aði honum lítt reiðin, þar til hann kom auga á einn stéttar- bróður sinn, Pellegrino nokk- urn frá Terma, en þeir höfðu um skeið verið starfsfélagar. Piltur þessi liafði nú um tíma verið í Ungverjalandi og haft lánið með sér og var nú kominn aftur til Florenz, til þess að fá sér aðstoðarmann, því að.hann liafði fegið ærin verkefni í Ungverjalandi. Áður hafði hann lagt fast að Grasso að koma með sér til Ungverjalands og reynt að gylla fyrir honum framtiðar- horfurnar þar. Og nú, er Grasso sá hann, ákvað liann þá þegar að taka boði hans. Flýtti hann sér til lians og sagði: Oft- ar en einu sinni hefir þú beðið mig að koma með þér til Ung- verjalands og liefi eg ávalt neit- að. En nú, vegna þess hversu einkennilega er ástatt fyrir mér, auk þess sem mér og móður ininni semur ekki allskostar, mun eg fúslega fara með þér. En fari eg, verður það að vera tafarlaust, því að á morgun gæti það orðið of seint.“ Pellegrino, sem var maður allmiklu yngri en Grasso, féllst á þetta, og varð það að sam- komulagi, að Grasso skyldi }>eg- ar í stað fara til Bologna, og bíða þar eftir Pellegrino. Leigði Grasso sér hest og lagði af stað til þessarar borgar, en óður hafði liann skrifað móður sinni bréf um hina skyndilegu broltför sína, og bað hana að taka við eigum sínum í Florenz. En það er af Grazzo og Pelle- grino að segja, að þeim vegnaði vel á Ungverjalandi, og urðu þeir auðugir menn. Kom Grasso oftar en einu sinni til Flórenz og ræddi þá í vinalióp hið dularfulla ævintýri, sem varð upphaf gæfu hans og gengis. „Hvernig fer maðurinn þinn að vita hvað þig langar til að fá í jólagjöf?“ „Það er vandalaust. Eg tala bara upp úr svefninum nokk- urum dögum fyrir jól.“ Val milli sagnfærra lita. Þegar velja skal milli tveggja sagnfærra lita, eru reglurnar fyrir því ofur einfaldar, ef um fimmliti, sexliti eða lengri liti er að ræða og eru þær sem hér segir: Ef tveir jafnlangir litir eru ó hendi, þá'er hærri liturinn sagð- ur fyrst, en ef tveir mislangir litir eru, þá er lengri liturinn sagður fyi-st. Vandinn um val lita liefst fyrst, þegar að fjórlitunum kemur, og eru sérfræðingarnir víst ekki alveg sannnála í þvi efni. Þó er sú regla, sem hér fer á eftir, einföld og auðlærð og flestir sammála þar. Hún er svona: Þegar þrír sagnfærir fjórlitir eru ó liendi, skal alltaf segja þann litinn fyrst, sem næstur er fyrir neðan einspilið að gildi. Dæmi 1. A 9 V Ás-8-6-3 ♦ K-D-10-2 * Ás-G-7-2 Hér er einspilið spaði, en hjartað næst fyrir neðan einspil- ið. Skal þvi byrja hér sögn á einu hjarta. Dæmi 2. A Ás-10-8-2 V 10 ♦ Ás-K-7-5 * K-D-3-2 Á þessi spil skal byrja sögn á einum tigli, með því að einspilið er lijarta. Dæmi 3. A K-D-8-2 ¥ Ás-D-8-7 ♦ 10 ♦ K-D-9-2 Hér skal byrjað á einu laufi, þar sem einspilið er tigull. En sé einspilið lauf, skal byrja á hæsta fjórlitnum, sem sé spaða. Dæmi 4. A D-G-3-2 ¥ Ás-K-8-6 ♦ D-G-8-5 ♦ 2 Á þessi spil byrjar maðui sögn á einum spaða. Dæmi 5. A 2 ¥ 10-9-7-6 ♦ Ás-K-10-2 4» Ás-G-7-3 í þessum spilum eru þrír fjórlitir, en aðeins tveir sagn- færir. Hjartað, sem næst er fyr- ir neðan einspilið að gildi, er ekki sagnfært, og byrjar mað- ur þá á næsta lit þar fyrir neð- an, sem sé tíglinum. Dæmi 6. A G-10-8-7 ¥ K-D-G-2 ♦ Ás-D-6-3 ♦ 6 Hér er einspilið lauf, en spað- inn ekki sagnfær, og verður þá að byrja á hjartanu. .oiiuge-praui. ¥ 10-9-7 ♦ K-8 * D-10 Spaði er tromp! Suður spilar út. Suður og Norður eiga að fá alla slagins

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.