Vísir Sunnudagsblað - 22.03.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 22.03.1942, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ byssu hans, sem sá maður le.it. Hann reri mörg ár með sambýl- ismanni sínum, sem var svo skygn, að aðrir menn liöfðu eigi betur en í fullu tré við liann, þó að þeir hefðu sjónauka fyrir sig að bera. Þessi skotmaður gerðist sjóndapur á efra aldri, en reri þó í sel. Hann var afar ýkinn maður og stórum mælsk- ur í frásögnum, en engum þó til linjóðs. Hér kemur ein frá- sögn skotmannsins um veiðiför, sem hann og mótbýlismaður hans, Björn, tóku þátt í: „Hvernig gekk þér í gær sel- veiðin, Bergur?“ „Hvernig svo sem ætti mér að ganga nú orðið, steinblindum manni á öðru auganu og sjón- lausum á liinu. Við rerum fram á fjörðinn í glaða sólskini, sem gerði mig blindan, en ekki Bjarna. Hann sér eins og örn eða fálki ennþá. Allt i einu segir Bjarni: „Þarna er selur, Berg- ur.“ Þá segi eg: „Selur! Eg sé engan sel!“ Þá sagði liann: „Sel- urinn er í færi, maður! Ætlarðu ekki að lyfta byssunni, maður!“ Þá sagði eg: „Hvar er selurinn?“ Þá sagði hann: „Selurinn er i sólargeislanum og horfir á okk- ur. Skjóttu, maður-“ Eg lyfti byssunni, en hikaði, af þvi að eg sá ekki selinn. Þá sagði Bjarni: „Ætlarðu að tvínóna þangað til selurinn stingur sér?“ Þá sagði eg: „A eg að skjóta út í loftið?“ Þá sagði Bjarni: „Sel- urinn er i dauða-færi. Ætlarðu að láta veiðina ganga okkur úr greipum?“ Þá sagði eg: „Eg get skotið i sólargeislann, ef þér er þægð í því.“ Og eg skaut. Þá sagði Bjarni: „Seluiinn liggur. Ætlarðu ekki að skutla selinn, maður, meðan hann flýtur?“ Þá sagði eg: „Hvernig í dauðan- um á eg að skutla sel, sem eg sé ekki?“ Þá sagði Bjarni: „Taktu stöngina maður og relctu skut- ulinn í selinn.“ Og eg greip slöngina en hikaði. Þá sagði Bjarni: „Selurinn flýtur í sólar- geislanum ennþá, flýttu þér nú.“ Og eg kastaði skutulstönginni í sólargeislann. Þá sagði Bjarni: „Þrífðu i færið, þú hittir selinn.“ Og eg þreif í færið og fann að selur var á færinu. Þá sagði Bjarni: „Dragðu selinn að borði, maður.“ Og eg dró selinn. Þá sagði Bjarni: „Ætlarðu ekki að innbyrða selinn?“ Þá sagði eg: „Hvernig á eg að ínnbyrða sel, sem eg sé ekki ?“ Þá sagði hann: „Þreifaðu niður með borð- stokknum.“ Og eg 'þreifaði og greip utan um selinn, náði í annan lireyfann og kippti seln- um inn í byttuna. En ekki gat eg þó séð skepnuna. Svona verða tímarnir tvennir.“ Þessum karli stöklc aldrei bros af*vörum þegar hann sagði sög- ur, sem þó voru með ólikind- um. Annar karl jók í sögur sínar, koll af kolli frá þvi er liann sagði sögurnar i fyrsta skipti. Eg nefni eina frásögn til dæmis. Gisli hét maður, afabróðir minn, manna sterkastur, þó að alimí væri upp við sáran sult í Móðuharðindunum. Hann sótti eitl sinn naut að Garði í Aðaldal, þangað sem Þórður sýslumaður bjó, frændi Tómasar Sæmunds- sonar. Boli var mannýgur og mikill fyrir sér. Honum var sleppt með múl í fjósi og geyst- ist griðungurinn fram göngin og til dyra, en þar tók Gísli við lionum. Báðir tóku á rás og-varð sú lota löng. En þegar Gísli mæddist, hægði hann á sér og vildi kasta mæðinni. Hann var í svellþæfðri prjónabrók og eigi meira búinn að neðan. Boli rak hornið annað neðan uhdir brókarskálmina og reif hana alla upp í liald. En Gísli»stóðst viðbragð bola og lcomst með hann heill á húfi lil áfangastað- ar. — Þannig sagði gamli mað- urinn söguna í fyrsta sinn. Og þannig sagði mér söguna ann- ar gamall maður eftir góðum og gildum heimildum. En löngu síðar þegar eg lieyrði söguna af vörum karls- ins, sem fyrr cr nefndur, bætti hann við þeirri ádrepu, að boli hefði rekið liornið inn að beini í neðanverðan kálfa Gísla og „rifið allt hol, ásamt brókinni, upp í mjöðm. Og féll Gísli dauð- ur niður.“ En það er til marks um líf Gisla eftir bolasóknina, að liann fór úr Aðaldal austur á Langa- nes og bjó í Sauðanesskoti. Þar gat liann Jóhannes þann, sem einn barðist við skipshöfn, úr Flandern, sem var að stela fé, og varð smalamaður var ræn- ingjanna og bar Jóhannesi njósn. Jóhannes hljóp til strand- ar og hafði rekaviðarraft að vopni og laulc svo viðureign þeirri, að ræningjar flúðu með einn félaga sinn dauðan pða far- lama og létu eftir féð í flæðar- máli bundið. Þessi Jóliannes var ekki talinn jafnoki föður síns að afli en þó afarmenni, gæfir menn báðir hversdagslega. .. Einkennilegir f rásögumenn, sem beitlu skreytni á skemmti- legan hátt, eru nú flcstir eða all- ir komnir undir græna torfu. En í þeirra stað eru í öllum áttum „skaltmæltir“ þjóðmálamenn, sem fara með sannleikann eftir geðþótta sínum, -svo að fólkið verður áttavillt af þeirra völd- um og veit varla sitt rjúkandi ráð. ^ Úli í þjóðlöndunum gjalda stórbokkarnir lausung hver við annars lýgi og skella þá styrjald- ir yfir lönd og lýði. Hér á landi gera stjórnmála- menn úlfalda úr mýflugum og eru þau kynbótabú rekin á kostnað alþjóðar. Þetta er nokkurskonar at- ' vinnubótavinna og er hún borg- uð háu verði. Eg ætla að gjalda skuli var- liuga við endurminwingum skáldmæltra manna, sem líta at- burðina úr aldursfjarska. Það fór svo að eftirmál urðu um Dægradvöl Benedikts Gröndals — umsagnir hans, er snertu málsmetandi menn, heldur nærgöngular. Friðrik Guð- mundsson verður eigi sakaður mjög um það, að hann halli á menn. Þó segir hann um séra Matthías Eggertsson, sem fyrst vgr prestur á Helgastöðum í Reykjadal, að hann hafi verið frá biskupshálfu skipaður til Grímseyjar vegna drykkfelldni — átt þann eina úrkost til að lialda hempunni. Þessar dylgj- ur munu vera uppspuni um þann valinkunna sæmdar- klerk, sem ekki var bindindis- maðui', en stillti jafnan í hóf orðum og gerðum svo að hann sá vel fyrir sóma sínum og stéttar sinnar, bæði á megin- landi og veiðistöðinni sem kennd er við Grím. — Friðrik minnist á Valdimar Ásmunds- son ritstjóra og lætur liann halda hrókaræður undir fjögur augu. Sá Valdimar sem eg kyntist var eigi með því marki brenndur. Þvert á móti. Hann duldi sínar skoðanir vandlega, en var laginn á að dorga skoðan- ir þess manns er liann komst í færi við. — Þá lælur Friðrik Benedikt SveinsSon sýslumann lialda ræður um andatrú, fánýti henn- ar, er þeir urðu samferða hann og Friðrik. Á þeirri tíð var sú Þannig leggur dönsku sundin stundum á veturna þegar hörkur ganga suður í löndum, enda þótt hér uppi á íslandi séu „engir vetrar“.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.