Vísir Sunnudagsblað - 22.03.1942, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 22.03.1942, Blaðsíða 5
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 Stcfán ^ikwlássoii: Einn dagur við Narakollen. Þessi mynd er frá Narakollen, þar sem þeir íslendingarnir Stefán Nikulásson (höfundar þessarar greinar) og Hannes Jónsspn horfÖu á ýmsa þekktustu skíÖagarpa Noregs þreyta listir sínar á skíðunum. Norðmenn eru ein fræknasta skíðaþjóð heimsins og hafa þeir hvar- vetna ýmist staðið í röð fremstu afreksmanna skíðaíþróttarinnar eða verið fremstir allra. Þeir lcggja lika ofurkapp á skíðaíþróttina og halda fjölda skiðamóta víðsvegar um Noreg á vetri hverjum. Við vorum tveir íslendingarn- ir í Porsgrunn þennan vetur, undirritaður og Hannes Jóns- son, sem stundaði nám við Ski- ensfjordens Mekaniske Fag- skole. Eg var að kynna mér smiði raflækja við Behaverk- smiðjurnar. Bærinn er aðallega þekktur hérlendis vegiia skóla þessa, sem margir íslendingar hafa stundað nám við, en Beha- verksmiðjurnar framleiða sams- konar rafmagnstæki og Rafha i Hafnarfirði. Það var veturinn 1936—1937, sem eg var í Porsgrunn. Frá jól- um og til vors var alltaf snjór þar; fyrirtaks skíðasnjór, og vorum við að gizka á, að þykktin væri 1—2 metrar á jafnsléttu.. Ungir og garnlir eiga sldði og nota þau óspart, og var gaman að sjá hve margir voru leiknir í svigi og stökkum. Sex til átta ára strákhnokkar voru upp um nllar brekkur og stukku fram af stöllum, sem okkur Hannesi leizt ekki sérlega vel á. Umhverfi bæjarins er fyrirtaks sldðaland, hrattar brekkur og afliðandi; skíðaland við hvers hæfi. Þar eru og skiðastökkbrautir af ýms- um stærðum. Yið Hannes fengum okkur skíði strax þegar snjórinn kom og notuðum þau eftir beztu getu. Hér heima getur maður venju- . lega rennt sér beint af augum, ef snjórinn er nægur, en þarna er öðru rnáli að gegna. Skógur- inn er allsstaðar fyrir, og þarf talsverða æfingu til þess að þræða örmjóar skógargötur í bratta. Eg fyrir mitt leyti var afar ragur fyrstu vikurnar og lenti oft í ómjúkum faðmlögum við trén i skóginum, en von bráðar fannst manni trén ómiss- andi og gat þrætt á milli þeirra á talsverðri ferð. Aldrei sást harðfenni og aldrei fauk snjór- inn í skafla. Trollliaugen er tæpan stund- ax-gang frá bænnm; þar er aðal- skiðaland Porsgrunnshúa. Tvær stökkbrautír eru þar nálægt, og ágætar skíðabrekkur. Skólinn, sem Hannes var í, átti þar hús, kallað Teknikkerhytta. Neðan- við húsið eru sléttur, en norðan- við og austan skógurinn. Fyrir íslendinga, sem eru óvanir skógi, getur hann reynst nokkuð vandrataður, og fékk eg einu sinni að kenna á því. Um haust- ið höfðum við landarnir farið í gönguferð inní skóginn, að smá- vötnum, klukkutimagang aus(- uraf Trollhaugen. Hannes liafði áður farið þarna um og vísaði leiðina. Það voru blá merki á trjánum sem leiðarvísir. Vötn þessi eru á milli skógivaxinna ása, og er heldur fallegt þarna. Úr einu þeirra er neyzluvatn bæjarbúa tekið. Það var einn sunnudag síðast í september, að eg fór einsamall þessa leið. Eng- inn snjór var kominn og ekkert frost. Veðrið var ágætt, sólskin og blíða. Lauftrén í skóginum höfðu blæ haustsins yfir sér, en barrskógurinn tekur engum breytingum, alltaf jafn dökk- grænn og þunglamalégur. Mér gekk vel til vatnanna og dvaldi þar um hríð. Úr bænum liafði eg ekki farið fyiT en eftir há- degi, og var þvi orðið áliðið dags er eg sneri heim á leið. Skógar- botninn var víða blautui’, og ekkert til leiðbeiningar nema bláu merldn; nú var um að gera að missa ekkl af þeim, Mér. geklv vel að finna þau til að byrja með, en .... „Hvar eru merkin?“ Eg var búinn að týna þeim. Allt í kringum mig var skógurinn hár og dimmur. Eg leitaði lengi að merkjunum, en árangurslaust. Ekki var laust við að eg yrði hálfvíðinn, því tæki eg skakka stefnu, hvar myndi eg þá lenda? Þessar og aðrar liugsanir flugu mér i hug, en áfram hélt eg, i þá átt sem mér fannst líldegust. Á kafla liækkaði skógarbotnin.n og sá eg þaðan til sólar. Nú var mér borgið, þvi eftir tímanum vissi eg nokkurn veginn í hvaða átt sólin átti að vera. Stuttu seinna komst eg lit úr skóginum, ekki ýkjalangt frá Trollhaugen, og var sólin þá að hverfa bak við fjöllin í vestrinu. Eftir þella hét eg því, að vera elckert að flækj- ast einn í skóginum. Sunnudaginn 14. marz átti Að að fara fram skíðastökk í Nara- kollenstökkbrautinni, 40-50 km. fyrir norðan Porsgrunn. Við Is- lendingarnir og nokkrir kunn- ingjar okkar úr hænum ætluð- um saman á mótið. Lestin kom í býtið á sunnudeginum; margir voru með henni úr bæjunum fyrir sunnan Porsgrunn, Brevik, Larvik o. fl. Fargjöldin voru helmingur ,af þvi venjulega, vegna skíðamótsins. Skiðunum ' var komið fyrir i sérstökum vagni, og urðu að vera vel merkt. Veðrið var sæmilega gott um morguninn, kyrrt að vanda, en lítið frost. Lestin seig hægt af stað, með skrölti og skellum; þetla var kolalcnúin eimreið, en þær eru mikið lengur að komast á fulla ferð en þær rafknúðu. Eftir stulta stund komum við til Slden, sem er bær með um 20 þúsund íbúum, 8 km. norðan við Porsgrunn. Landið tók nú að hækka, og sóttist ferðin fremur seint, en á liverri stöð slógust nýir hópar skiðamanna i förina. Nú var komið sólskin og fallegt að lita út á snæviþakinn barr- skóginn. Útsýni er hvergi eins vítt og við íslendingar eigum að venjast hér heima, og var það eitt af þvi fáa, sem eg aldrei gat fellt mig við í Noregi. Ótrúlega margir voru drukkn- ir með lestinni, og fengu skíðin min að kenna á því áður en dag- ur var að kvöldi kominn. Við íslendingar drekkum okkur fulla þegar við förum í útreið- artúr, en Norðmennirnir þegar þeir fara ú skíði, i það minnsta Porsgrunnsbúar; sinn er siður í landi liverju. Skíðabrautin er við endann á vatni nokkru, spölkorn frá járn- brautarstöðinni i Noragutu, há og snarbrött. Þetta er ein af stærstn skíðabrautum í Noregi, og er hægt að stökkva þar allt að 90 metrum i góðu færi. Margir voru á leiðinni að skíðabrautinni og slóumst við i förina; brautin var og vörðuð pappaumbúðum utan af brennivínsflöskum. — Porsgrunnsbúar verða að fá á- fengi sitt frá Larvik. Þar er næsta áfengisútsala. - Allmarg- ir voru komnir að skiðabraut- inni, en óslitin röð yfir vatnið. Á vatninu, neðan undir stökk- brautinni, var búið að slá upp borðuin, og voru þar ýmsar hressingar á boðstólum. Uppi i skiðabrautinni voru margir skíðamenn að troða brautina, og höfðu þeir kaðal á milli sín. f þann mund ev mótið hófstj tók

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.