Vísir Sunnudagsblað - 22.03.1942, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 22.03.1942, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ að fjúka Jítið eitt og skíðafæri því ekki sem bezt; þess vegna var ekki leyft fyllsta aðrennsli, og af því leiddi styttri stökk en ella. Lengsta stökkið þennan dag var 71 metri. Brautin var nú tilbúin og mót- ið sett. Skíðamennirnir runnu fram bver af öðrum, og auðscð var á lengd stökkvanna og stíln- um, að hér voru engir viðvan- ingar að verki. Við jaðar braut- arinnar stóðu menn, m'eð langar bambusstengur; þeir merktu við livar hver kom niður. Sumir duttu, og var þá idé meðan brautin var lagfærð. Við Hannes vorum lengst af niðri á vatninu; þaðan sást vel yfir stökkbrautina, og var lengd stökkvanna ávalt tilkynnt með stórum stöfum uppi við pallinn. Við komum skiðunum okkar fyrir í bjálkakofa spölkorn frá vatninu og gengum upp að stökkpallinum; þaðan var gott útsýni yfir vatnið og nálægar Jiæðir, svo langt sem sást fyrir fjúkinu. Stökkpallurinn var fremur lágur, tveir til þrír metr- ar á að gizka, næsti spölut- fram- undan lialla lítill, en siðan snar- brött Jjrelika. Skíðamennirnir runnu liver af öðrum niður að- rennslið, svifu fram af stökk- pallinum, liurfu nokkrar sek- úndur, en þutu síðan fram á vatnið langl fyrir neðan. Mönn- um brá ónotalega, þegar einn af skiðamönnunum snerist við í loftinu og kom niður á bakið. Hann meiddi sig furðu lítið, sem er þó undarlegt, við svona ógur- lcga byltu. Þegar mótinu lauk, var komin þéttings drífa og margir af á- borfendunum farnir. Okkur var orðið liálf lcalt að standa þarna hreyfingarlausir; fundum það bezt þegar stökkin voru búin, og hugsuðum golt til skíðanna í kofanum. Þegar þangað kom, var auðséð að einhver óboðinn gestur hafði komið þangað. •— Skíðin lágu i hrúgu á gólfinu, en eitt þeirra hafði lent milli rimla í gólfinu (gólfið var úr grönnum trjábolum) og þver- kubbast. „Hérna hafa einhverj- ir helvítis fylliraftar komið“, sögðum við svo að segja sam- timis. Eins og fyr er getið, var það mitt skíði, sem brotnaði. Þetta er i eina skiptið, sem eg hefi liorft á skíðastökk í stórri skíðabraut, og tign o^ mikil- fengleikur þessarar fögru íþrótt- ar geymist í minningunni um þennan dag við NarakoIIen. FLÓTTINN Eg var frá öndverðu þeirrar skoðunar, að það væri ekkert nema hraður flótli, sem gæti bjargað einum manni, ef ein- hver kvenpersóna hefir ákveðið að giflast honum. En jafnvel flótti er ekki alltaf fullnægjandi, þvi að einhverntíma tók einn vinur minn það til bragðs, til að forðast Iiramma ástleitinnar koiíu, að flýja undan henni út í skip og sigla á því í heilt ár um- hverfis jörðina. En svo hraður var flótlinn, að hann gat ekki tekið annan farangur með sér, en ejnn tannbursta. Að jjessu eina ári liðnu, taldi hann sig úr hættu (konur eru hverflyndar, var hann vanur að segja, og eng- in konuást er svo djúp, að hún gleymist ekki á tólf mánuðum); en það fyrsta, sem vinur minn sá, þegar hann kom í land aftur, var þessi kvensnift, sem hann hafði flúið. Eg hefi ekki þekkt nema einn einasla karlmann, sem hefir tckizt að losna undan ástleitni kvenmanns. Hann hét Roger Charing, og var kominn af æskuárunum, þegar hann varð ástfanginn af Ruth Barlow. Roger var maður það reyndur, að hann hefði átt að gæta sín, en Ruth Barlow var þeim gáf- um gædd (eða réttara sagt hæfi- leikum), að ræna menn við- námsþrótti, og henni heppnaðist að ná því valdi yfir Roger, að skynsemi lians, aðgætni og lífs- reynsla kom honum ekki að neinu gagni. Hann fauk um koll eins og visið sinustrá á haust- degi. En þelta var mál tilfinn- inga, en ekki skynseminnar. Frú Barlow var ekkja i annað sinn, hún hafði dökk, dásamleg augu, einhver bliðlyndustu augu, sem eg hefi nokkuru sinni séð. Það var líkast því, sem tár væru ávallt að brjótazt fram i þeim, og þau komu manni á þá skoðun, að hún ætti ákaflega bágt, auminginn, og að sálar- kvalir hennar væru dýpri en nokkur mannleg sála fengi af- borið. Maður eins og Roger Charing, hraustur, gáfaður ná- ungi, og auk þess auðugur að fé, gat ekki komizt hjá þvi að hugsa með sjálfum sér, að á milli til- viljana lífsins og þessarar varn- arlausu en yndislegu konu yrði bann að skipa sér. Og hve dá- samlegt hlutverk hlaut það ekki að vera, að reka á braut hryggð- ina úr þessum stóru, dásamlegu augum! Að því er Roger sagði mér, höfðu allir verið ákaflega vondir við frú Barlow og allir misskilið hana. Giftist hún, þá barði eiginmaðurinn hana, ætti hún mök við kaupsýslumenn prettuðu þeir hana, réði hún til sín eldabuzku, eldaði hún sang- an graut og drakk sig fulla. Hún hafði enn ekki eignazt neitt barn, en það mátti svo sem ganga út frá því sem vísu, að hefði hún átt barn, myndi það hafa dáið. Þegar Roger skýrði mér frá þvi, að honum hefði loksins tek- izt að fá jáyrði bjá frú Barlow, óskaði eg honum allra lieilla. „Eg vona, að þið verðið góðir vinir,“ sagði hann. „Ilún er hálf smeyk við þig, skal eg segja þér. Hún heldur, að þú sért tilfinn- ingalaus“. „Hjálpi mér bamingjan! —- Hvernig getur manneskjunni dottið annað eins í hug?“ „Þér fellur hún vel í geð, er það ekki?“ „Prýðilega.“ „Hún hefir átt ákaflega bágt, auminginn. Eg kenni i brjósti um hana.“ „Já“, sagði eg. Fáorðari gat eg ekki verið. Eg vissi, að hún var heimsk, og bjóst við að liún væri að leggja fyrir hann beitu. Fyrir mitt leyti var eg sannfærður um, að hún væri harðbrjósta og köld eins og blágrýti. Þegar eg sá liana í fyrsta sinn, spiluðum, við bridge saman, og sem meðspilari minn trompaði hún tvívegis beztu spilin mín. Eg hagaði mér gagn- vart henni eins og engill, en hitt verð eg að játa, að tárin, sem brutust fram við þetta tækifæri, hefðu átt að koma úr mínum augum en ekki liennar. Og þeg- ar hún að loknu spilinu um kvöldið, ákvað að gefa mér á- vísun fyrir þeirri upphæð, sem eg hafði grætt af lienni — sem hún reyndar sveikst um — gat eg ekki komizt hjá að hugsa til þess, næsta skipti, er við hitt- umst, að það væri eg en ekki hún, sem þurft hefði að setja upp þjáningarsvipinn. Roger kynnti hana vinurn sinum. Hann gaf henni dásam- lega skartgripi. Hann fór með henni þangað, liann fór með henni hingað, hann fór með henni, hvert sem hún æskti. Hjónavígslan var ákveðin mestu daga. Roger var rnjög ham- ingjusamur. Hann var að gera góðverk og hann gerði það jafn- framt fyrir sjálfan sig. Það er ákaflega sjaldgæft, sem slikt fer saman, og það er því kannske ekki að undra, þótt hann hafi verið ofurlítið ánægðari með sjálfan sig en góðu hófi gegndi. En alll í einu slokknaði ástin í brjósti hans. Eg vissi ekki af hverju. Ástæðan getur naumast verið sú, að hann hafi verið orð- inn leiður á að rökræða viðliana, því hún rökræddi yfir höfuð ekki neitt. Ef til vill var hið við- kvæma augnaráð hennar hætt að tala lil hjarta ,hans. Augu bans opnuðust, og hin lífsreynda sjón hans vaknaði að nýju. Hann var sér þess meðvitandi, að Ruth Barlow hafði tekið þá ákvörðún að giftast honum, og um leið sór hann þess dýran eið, að Ruth Barlow skyldi ald- rei að eilifu giftast sér. En hann var í illri klípu. Núna, Jiegar liann sá hlutina aftur í Ijósi raunsærrar skynsemi, varð hon- um Ijóst, hverskonar mann liún liafði að geyma, konan, sem. hann hafði ætlað að kvænast. Ilann gekk þess heldur ekki dul- inn, að ef hann bæði hana um lausn, krefðist hún þvílikrar fjárfúlgu, að liann stæði snauð- ur uppi. Ilinsvegar væxú það ó- drenglyndi og svíðingsháttur að segja stúlkunni upp — það inyndi enginn maður treysla honum og enginn béi’a virðingu fyrir honum fiamar. Roger lét skoðanir sínar ekki uppi. Það var ekki nokkur leið að gi-eina það, hvoi’ki á orðum né framkomu Rogei-s, að tilfinn- ingar lians hefðu breytzt í gai’ð Ruth Barlow’s. Hann tók allar óskir hennar til greina, sem ekkert hefði í skoi’izt, þau boi’ð- uðu saman á veitingahúsum, þau fói’U saman í leikhús, hann sendi henni blóm; hann lók þátt í sorgum, hennar og áhyggjum, og var henni jafn eftii’látur og góður sem áður. Þau höfðu á- kveðið að giftast sli’ax og þau höfðu fengið húsnæði, sem jieim likaði. Þau bjuggu bæði i leigu- íbúðum og ákváðu að kaupa sér gott og þægilegt hús. Þau fóru þegar á stúfana i leit að þessu húsi. Fasteignasalar sendu Rog- er langa lista með tilboðum og Roger tók Rutli með sér til að skoða öll þau býsn af húsum, MAUGHAM EFTIR W. SOMMERSET

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.