Vísir Sunnudagsblað - 19.04.1942, Síða 1

Vísir Sunnudagsblað - 19.04.1942, Síða 1
1942 Sunnudagínn 19. apríl 9. blað Hefnd drottnmgarinnar r- „— en er hann áttaSi sig á þvi, aS hann hafSi hvílt hjá drottningnnni kraup hann á kné.“ Undantekningarlítið verður sú reyndin, að þeir, sem beita aðra kúgun og ofbeldi, fá að súpa seyðið af því fyrr eða síðar, því að hatrið er þeir tendra í sálum manna, vekur hefndar- löngun, sem fyrr eða siðar kem- ur kúgurunum i koll. Frásögn þessi fjallar um Alboin lconung Langbarða, er uppi var á 6. öld eftir Krists burð, og Rósamundu drottningu liina fögru, raunir hennar og hefndir.En hér er þess að geta þegar í upphafi, að þar sem ræðir um Langbarða er ekki átt við ibúaLangbarðalands í Norður-Ítalíu, heldur eina kynkvísl Húna, sem óðu yfir Tyrol, Austurríki, Ungverja- land og önnur nálæg lönd, en á öllu þessu svæði, allt frá Þýzka- landi til Adriahafs, var vargöld og víga, er saga þessi gerðist. Arið 566 var orusta háð milli Langbarða og manna af gotn- eskri kynkvísl er Gepidae-ar nefndust. Fyrir hvorumtveggja hernum var konungur. Lang- barðakonungurinn nefndist Audoin og reið með honum til orustunnar sonur hans, Alboin að nafni, uijgur maður og hug- rakkur, en ófyrirleitinn að sama skapi. Var honum ríkt í hug að afla sér fremdar og metorða og sveifst hann aldrei neins til þess að niá settu marki. Fyrirliði Gota var aldraður konungur, er Turisund nefndist, „Þegar Rósamunda bar bikarinn aS vörum sér, var hún föl sem nár —“ og synir lians tveir börðust þar með honum. Áttust þeir við hinn yngri sonur konungs Gota og Alboin, sem banaði honum með lensu sinni. Sá var siður hjá Langbörðum, að stofna til hófs að unnum sigri, en engum konungasyni var lejdt að sitja við liáborð konungs og riddara hans, sem eigi liafði orðið þess heiðurs að- njótandi að vera sleginn til ridd- ara af erlendum konungi. Nú hafði Alboin gengið svo vasklega fram í bardaganum, að ýmsir fræknustu riddarar föður hans, lögðu til, að undanþága væri ger, og Alboin leyft að sitja við liáborðið, en konungur þver- neitaði öllum slikum tilmælum. Alboin, sem var dramblyndur og bráður, reiddist mjög, og strengdi þess heit, að afla sér þegar í stað þeirra réttinda, sem áður var um getið. Reið liann nú og 40 riddarar, sem allir voru lionum vinhollir, áleiðis til lands Turisunds kon- ungs, og er að landamærunum kom, lýsti hann yfir því, að liann kæmi friðsamlegra erinda. Og er á lconungsfund kom mælt- ist hann til, að hann slægi sig til riddara, en samkvæmt gamalli liefð var slíkum tilmælum aldr- ei neitað, jafnvel þótt fullur fjandskapur hefði ríkt þeirra i milli, ei' hlut áttu að máli. Geta má nærri hversu þung- bært það var hinum aldna kon- ungi, er bann þannig var til neyddur að bjóða veganda son- ar sins sæti hans. Á aðra hönd Alboin við kon- ungsborð sat Cunimund, eldri sonur konungs, riddari mikill vexti og vigamannalegur, hálf- fimmtugur að aldri, og' var hon- um skapi næst að ráðast á Al- boin þegar og snúa hann úr háls- liðunum. Við konungsborð sal og mær fögur, sem bar heiftar- hug í brjósti til Alboins, og var það Rósamunda, dóttir Cuni- munds. Alboin veitti henni þeg- ar nána athygli og þótti mærin svo fögur og tiguleg, að hún væri til þess borin að bera drottningarkórónu. Hafði hann ekki af henni augun meðan sel- ið var yfir borðum. Allir viðstaddir tóku liinn aldna konung sér til fyrirmynd- ar og voru stilltir vel, enda fór allt vel fram, þar lil undir veizlulok. *En livort heldur var, að vínið liafði örvað Cunimund eða þolinmæði hans var þrotin, gat hann eigi stillt sig um að segja liáðtíðlega: „Langbarðar hafa vaxtarlag líkt og hryssur vorar og leggur af þeim daun eigi ósvipaðan!“ Þessu reiddist Alboin og ridd- arar hans og tók einn þeirra til máls og sagði: „Þegar munuð þið, Gotar, fundið hafa, af liverju afli þær slá frá sér. Far þú nú, Cuni- mund, og leita beina bróður þíns í valnum, þar sem þau morkna undir úldnum hræj- um!“ Menn spruttu á fætur, jafnt Gotar sem Langbarðar, og gripu uin sverðshjöltu sín, en hinn aldni konungur stillti til friðar og var nú Alboin sleginn til riddara með venjulegri viðhöfn, og hélt hann svo heim í riki föður síns, drembnari en nokk- uru sinni, og þóttist liafa unnið afrek mikið, en liatur Gota á Langbörðum jókst nú um allan Iielming. Leið nú nokkur tími og hugðu Gotar á hefndir og bjuggust livorirtveggja undir styrjöld. Gömlu konungarnir voru nú dánir og Clotsuilda, kona Cuni- munds, sem nú var konungur orðinn, var og látin. En Alboin, sem nú var frjáls gerða sinna, og aldrei hafði gleymt hinní fögru Rósamundu, gerði út menn á fund hennar, til þess að færa henni ríkulegar gjafir og biðja hennar sér lil handa. En hún hafnaði gjöfum hans og bónorði og kvaðst liafa hina megnustu fyrirlitningu á hon- um. En hann hafði fengið ofurást á henni og þrátt fyi’ir napurt svar liennar bað haíth hennar af nýju. Rar það eigi meiri árangur en hið fyrra sinni. Alboin varð nú æfur af reiði og ákvað að herja á Gebidae-ætt- kvíslina og eyða henni. Gerði

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.