Vísir Sunnudagsblað - 19.04.1942, Blaðsíða 3

Vísir Sunnudagsblað - 19.04.1942, Blaðsíða 3
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ 3- Tfaeódói* Arimsoii: Fyrír þrjátíu árum Þáttur úr tónlistarsögu Reykjavíkur, Það kann að láta kynlega í eyrum, að halda því fram, að einu sinni hafi veitingasalirnir á Hótel ísland verið menningar- stofnun. Um þessi salakynni, og þó einkum stóra salinn, er mönnum að sjálfsögðu minnis- stæðust ófremdin, sem þár hefir ríkt undanfarin ár, og farið var að votta verulega fyrir löngu áður en „ástandinu" var til að dreifa. Og það er eins og að nú- verandi eiganda þessara sala- kynna hafi rámað í, að hálfgerð skömm væri að allri „útgerð- inni" á stóra salnum, þvi að sjálfur nefndi hann salinn „Fær- eyinga-sal", sem menn skildu að ætti að vera í óvirðingarskyni, — ja, við gestina, sem þangað sóttu, líklega? Þetta var þó illa til fundið, og móðgun við Fær- eyinga, — og hefði verið nær að nefna salinn „sal hinna hvitu skrælingja", — og gefa tekjurn- ar af honum til byggingar tón- listarhallar í Reykjavík, í minningu tim það, að einu sinni var tónlist i hávegum höfð i þessum sölum. Það er ekki svo að skilja, að ekki hafi verið sukksamt áður á „Landi". En það var „í gamla daga". Þá var þar „pumpan" — og ýmsar vistarverur, æðri og óæðri, þar sem Bakkusi var blótað. Góðtemplurum var þessi ráðsmennska með húsakynnin þyrnir í augum, og vildu þéir svæla Bakkus út, keyptu eign- ina og hugðust að slarfrækja hana brennivínslaust. Tóku þcir við henni 1. jan. 1907, og gekk eins og aðrir, b'arn sins líma, en hún var uppi, sem í'yrr var get- ið, á hinni verslu skegg- og skálmöld. Hún nam eigi slaðar. á þeirri braut, sem hún nú var komiri úl á, heldur framdi glæp þaiin, sem ekkert fær afsakað. Hún byrlaði elskhuga sínum eilur, en er hann drakk úr bikar þeiin, er hún rétti honum, kviknaði illur beygur í brjósti hans, og knúði hann hana til þess að drekka það, sem eftir var i bikarnum, og dóu þau bæði kvaladauða, Rósamunda drotlning og hinn vaski riddari Helmiakis. F. M A T A N I A , Lauslega þýtt úr ensku siðan á ýmsu um reksturinn. Gekk illa að láta veitingasalina bera sig, eftir að hætt var að selja þar bjór og brennivin. Ekki kemur sú saga því máli við, sem hér verður gert að umtalsefni, að öðru leyti en því, að þegar illa hafði gengið um hríð reksturinn, var Pétur Þ. J. Gunnarsson, stórkaupmaður, — sem þá var ungur maður og hugvitssamur, — fenginn til að taka að sér framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Reynt hafði verið, að hafa „músik" í salnum í kaffitíma síðdegis og á kvöldin, og jafnvel til fengnir liðlétting- ar frá útlöndum að þenja þar hljóðfæri. En ekkert dugði. Mun Pétur hafa séð, að ef vel átti að vera, þurfti helzí að ganga alveg fram af okkur, sem vorum „públikum". — „Þá er að gera það!" sagði Pétur og brá sér til útlanda. Kom hann heim úr þeirri för ærið íbygg- inn og í fylgd með honum mað- ur einn ungur, mikill á velli, glæsilegur og geðslegur i alla staði. Og næsta dag var auglýst í blöðunum, að þá um kvöldið og framvegis, myndi Oscar Jo- hansen, ágætur fiðluleikari danskur, láta til sín heyra með aðstoð frk.Kristrúnar Hallgríms- son, í veitingasölunum á Hótel ísland. Og það var ekki fjærri því, að Pétur gengi nú fram af fólkinu, því að mönnum þótti það undrum sæta, að honum skyldi hafa lekizt, að fá hingað svo snjallan fiðluleikara. Nú voru salirnir troðfullir af gest- um á hverju kvöldi um langt skeið, eða svo að segja allan tímann sem Johansen var hér. Johansen þessi var rösklega . tvitugur maður og hafði hlotið prýðilegt músik-uppeldi frá barnæsku, — en síðustu fágun hafði hann fengið á kgl. tónlist- arskólanum i Khöfn, — hafði lokið námi þar röskum tveim árum áður en hann kom hingað, en síðan verið í Svíþjóð um sinn, haldið þar opinbera hljóm- leika bæði í Gautaborg og Stokkhólmi (og átti þaðan lár- viðarsveiga) og einn vetur hafði hann leikið í hljómsveit „Göte- borg Theatern". Mun hann hafa verið nýkominn til Hafnar, þeg- ar Pétur Gunnarsson klófesti hann, og verið að svipast um eftir atvinnu þar, eií Pétur boðið girnileg kjör. Eitt atriði í samningi hans við P. G. var það, að Johansen áskildi sér rétt til að halda op- inbera hljómleika, sjálfum sér til hagnaðar, einu sinni í mán- 'uði. Notaði hann sér þetta að minnsta kosti fyrri veturinn, sem hann dvaldi hér og efndi til hljómleika bæði í „Iðnó" og „Bárunni", þar sem okkur heimaalningunum gafst i fyrsta sinn kostur á að heyra ýmislegt af þvi sem fegurst er talið af fiðlutónsmíðum, t. d. Mendels- sohns-konsertinn, Kreutzer- og Vorsónötuna og ýmsar aðrar sónötur Beethovens og Mozarts, ýmsar tónsmíðar Wieniawskis, Sitjandi (frá v. til h.) : Carl Möller, Theodór Arnason, Oscar Joliansen, Jónas Magnússon og Gísli Guömundsson.. Standandi: P. O. Bernburg, Jóh ívarsson, Ágúst Markússon., Torfi Sigrnyjidsgon, Eirikur Hjalte- sted og Slefán Gunnarsson. . OSCAR JOHANSEN o. fl. o. fl. og jafnvel Paganini- tónsmíðar, og allt í ágætri og vandvirknislegri meðferð. Það, sem hann lék í veitingasalnum, var svo að segja eingöngu vönd- uð músik, en eftir hverja hljóm- leika var auðsótt að fá að heyra þar hinar stærri og veigameiri tónsmíðar, sem hann hafði far- ið með á hljómleikunum. Nú varð virðulegt yfirbragð yfir þessum sölum. Menn sóttu þang- að til að hlýða á góða músik. — Johansen var svo skemmti- legur og lifandi fiðlari, að hon- um var það leikur einn að ná tökum á áheyrendum, og oft var svo hljótt i sölunum, að undrum sætti, — þvi að þetta var þó veitingastaður, — en þar heyrðist hvorki stunur né hósti. Og þjónustufólkið hafði sínar fyrirskipanir: Það varð að gæta ítrusttt varkárni vim að láta ekki heyrast nokkurn hávaða eða diskaskrölt við afgreiðsluna, og þjónarnir læddust um gólfin hljóðlega, alvarlegir á svip og l'yrirmannlegir, — því að þeir vortt oftast menn útlendir, — cn geslirnir hvísluðu að þeim pöntunum sínum. Eg ætla ekki að fjölyrða um þetla. Pétur Gunnarsson á þakkir skilið fyrir þetla tilvik, þvi að þólt fyrir honum vekti það auðvitað fyrst og fremst, að fyrirlækið hagnaðist á þessu, þá royndisl það líka mikill á- vinningur mörgum öðrum, frá sjónarmiði' tónlisUir, — fyrir mér og inörgum öðrum opnuð- ust dýrðarheimar, sem við l>ekktum aðeins af afspurn, og óteljandi eru þeir menn og kon- ur, sem minnast ánægjulegra stunda i sölunum á Hótel ísland, þegar Johansen var í „essinu" sínu. Þetta var í fyrsta skipti, — og raunar er þetta eina tíma- bilið, allt til þessa dags, — sem þess hefir verið kostur að njóta.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.