Vísir Sunnudagsblað - 21.06.1942, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 21.06.1942, Blaðsíða 7
VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 7 SiiiMlmiaiiNÍr þankar. Eftir Rannveigu Schmidt. Er það ekki skrítið, að enska orðatiltælcið, ef eitt- hvað er athugavert við fjöl- skyldur, að . þær liafi „beina- grind í klæðaskápnum“ .... Að sumar konur gera sér að reglu, að láta sem þær geti ekki munað nöfn annara kvenna.........Að liægt er að fyrirgefa fólki hér- Umbil livað sem er, ef það bara er fyndið og skemmlilegt....... Að margar konur hafa svo ynd- isfagra og ólæsilega skrift (og höggva nú sumir nærri sjálfum sér að þvi er ólæsilegri skrift viðvíkur!) .... Hvað við Islend- ingar vorum trúgjarnir, jægar við trúðum því stalt og stöðugt, að við fengjum að vera í friði, vegna þess, að við höfðum engan lier .... Að kona, sem einhverra hluta veg'na er neydd til þess, að segja til aldurs síns er sjaldan viljandi — meira en 39 ára göm- ul.....Að fólki er levft að aka á hjólhestum á gangstéttum í bæjum Bandaríkjanna og hætt- an af hjólhestum því í rauninni mjklu meiri en bílahættan .... Að hérumhil í liverri einustu auglýsingu í tímaritum hér er mynd af. fallegri stúlku, þótt auglýsingin sé um bíla eða sápu- spæni eða laxerolíu eða þaðan af verra.....Hvað hér í Banda- rikjunum eru margir „leyndir skattar", sem við venjulega höf- gagn er minni en viljinu til að hafa sig í frammi. .Ófeigur Ófeigsson liélt trú- lega á lofti því aðalsmerki hinna islenzku, kynbornu höfðingja, sem þjóðin á mest tilverurétt sinn að þakka, að hann unni af allmg allri sannri menntun og vildi engan fróðleik láta glatazt, scm gat á einlivern hátt orðið að gagni fyrir menningarsögu þjóðarinnar, því það taldi liann grundvöllinn, sem byggja yrði á, og dáðist mikið að þessum vísu- orðum Gríms Thamsens: „Sá er beztur sálargróður sem að vex í skauti móður. En rótarslitinn visnar vísir þótt vökvist ldýrri morgundögg“ Ber oss því öllum, og eigi sizt hinni yngri kynslóð, að minnast slikra manna með þakklæli og virðingu, þeg- ar þeir leggja leið sína héðan, yfir til landsins ókunna. um ekki hugmynd um að við borgum, t. a. m. þegar við kaup- um svína-kótelettu, þá borgum við átta skatta, og þegar við kaupum brauðhleif, þá borgum við sextán .. .. Að fleslar konur trúa öllu illu um menn vin- kvenna sinna, en halda alltaf, að jieirra eigin menn séu englar. .. Margt er minnisstætt. Vinkona mín amerisk var í kosningaleiðangri með manni sínum, en liann bauð sig fram lil þings. Ivonan er enginn pólitikus, en ágætis húsmóðir. I bæ einum hélt máðurinn ræðu á fjölmennum kjósendafundi, en áheyrendurnir heimtuðu, að kona hans héldi líka ræðu. Hún slóð þá upp og sagðisl lítið vita um pólitík, „en eg get kennt ykkur að búa til góða eplaköku“ og svo þuldi hún upp uppskrift- ina á eplakökunni, en húsið ætl- aði um koll að keyra af lófa- klappi........ Setnigin, al- ræmda, eftir danska skáldið Gustav Wied: „börn, konur og skepnur eru hamingjusamar . . við mannlegar verur erum það ekki“ . ... Á fyrri stríðsárunum í Danmörku. Margir, sem aldrei höfðu átt grænan eyri, græddu þá of fjár á verzlun; var það fólk kallað „goullash“, en þá var það, að goullash-kona ein kom inn í glervörubúð í Ivaup- mannahöfn og' bað um tvær lylftir af hversdags-kampavíns- glösum .... Þegar hún Fokina, rússneska dansmærin fræga og aðalkeppinaulur heunar Pavlova um titilinn bezta dansmær heimsins, dansaði „Deyjandi svaninn” á konunglcga leikhús- inu í Ilöfn á árunum. Það var töfrandi og ógleymanlegur dans en Fokina var fegurst allra rúss- neskra dansmeyja. Hún var jafn fögur í daglega lífinu og hún var á leiksviðinu .... Fallega að orði komist hjá Davíð Stefáns- syni frá Fagraskógi í „Sólon Is- landus“: „I fjarska rísa þögul fjöll — einstæð í auðninni — haddur þeirra er hvít-blár jökul- ís“ .... Þú muldrar í barminn, þegar þú situr og prjónar peysu fyrir Rauða Krossinn: „mikið er honum vorkunn, aumingja lier- manninum, sem fær þessa úlp- una......Það var í Kaliforníu, að hann Halldór Kiljan Laxness skrifaði Alþýðubókina sina, en í henni segir liann löridum óspart til syndanna um eilt og annað, meðal annars fvrir að hreinsa ekki neglur eða tennur, ef eg man rétt. Skömmu eftir útgáfu bókarinnar fór Laxness heim til íslands og spurðum við hann áður en hann fór, hvort hann ætlaði að halda uppteknum hætti, þegar heim kæmi, að snurfusa landann, en hann svar- aði, að hann hefði strengt þess heit, að ganga á götunum í Reykjavík með tannbursta i linappagatinu.....A dómhúsi í litlum bæ í Mönlana . . gamall, á að gizka níræður, bússi var að taka koriu í eið og yfirheyra hana á undan borgaraprófi ... hann sal við skrifvél og „pikk- aði“ orðin með tveim fingrum, pírði á konuna vfir gleraugun og spurði: „Hverrar þjóðar?“ „íslenzk“, svaraði liún. „Hvað er það? . . Það er ekkert sem heitir islenzk þjóð“, sagði hann. En hann mun þó ekki efast um það hér eftir, að ísland byggja íslendingar..... SKÁK Tefld í Slokkhólmi 1937. Spánski leikurinn. Hvítt: Keres. Svart: Reshensky. 1. e 1, e5; 2. Rf3, RcG; 3. Bb5, a(5; 4. Ba4, Rf6; 5. 0-0, Be7; 6. Hel, b5; 7. Bb3, d6; 8. c3, Ra5; 9. Bc2, c5; 10.d4, Dc7; ll.d4, b4; 12.cxb, cxb; 13.h3, 0-0; 14.Rdb2, Be6; 15. Rfl, I4fc8; 16. Re3, g6! (til þess að undirbúa Rh5 og síð- an e. t. v. Rf4 og Bf6) 17. h3, Rh5; 18. Bb2, Bf6; 19. Iicl, exd (Ef nú 20. Bxp þá .... Rxb3! og hvítur tapar peði) 20. Rxdt, Dd7; 21. Hbl, Hc5; 22. Rdf5!I BxR (ef .... gxR myndi sókn hvíts verða óstöðvandi strax); 23. exB, BxB; 24, HxB, He8; 25. Bd3 (Keres hefir siðar sýnt fram á, að hér hefði verið sterkara: 25. Dg4, Dg7; 26. Dd4!) DcO; 26. Dg4, Db6; 27. Hbe2, ce5; 28. fxg, fxg; 29. Bxg6!, hxB; 30. Dxg6+, Kh8; 31. Rf5!, H8e6; 32. DxR+, Kg8; 33. Dg5+, Ke8; 35. Rxd6+, gefið. I Kemeri, nokkrum mánuð- um áður hafði Reshevsky unnið Keres á mjög glæsilegan liátt. Þetla er greiðsla á þeirri skuld. Þessi litli snáði, sem móðir hans og systir horfa svo ánægju- lega á, er fæddur á miðju Atlantshafi, eftir að skipið, sem móð- irin ferðaðist með var skotið í kaf. — Móðirin heitir Desanlea Mororivic og er kona júgóslavnesks starfsmanns í ræðis- mannsskrifstofunni i New York

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.