Vísir Sunnudagsblað - 21.06.1942, Blaðsíða 8

Vísir Sunnudagsblað - 21.06.1942, Blaðsíða 8
VÍSIR sunnudagsblað SÍI»A\ Gyðingur nokkur kom að máli við dómarann. „Góðan daginn, dómari.“ „Góðan daginn, Abe. Hvað get eg gert fyrir þig?“ „Eg ætia að biðja þig að gefa mér leyfi til þess að breyta um nafn.“ „Nú, já. Hvaða ástæður liggja til þess og bvað viltu beita?“ „Eg var að liugsa um, bvort <eg gæti fengið að leggja niður nafnið Abe Rosenberg og kalla mig Palric Keliy.“ Dómarinn brosti og sagði ró- lega: „Já, eg beld eg geti gert þetta fyrir þig.“ Mánuði seinna koni sami Gyð- ingurinn til dómarans og sagði: „Góðan daginn, dómari.“ „Góðan daginn Abe — eg meina Patrick Kelly — eða er það ekki rétt? Hvað get eg gert fyrir þig núna?“ „Eg þarf að fá nafninu breytt.“ „Hamingjan góða! Fyrir ein- um mánuði komstu liingað til að fá nafninu breytt og svo kem- urðu aftur núna! Hvað 1 ósköp- unura viltu nú heita?“ „Charles Smith.“ „Hvers vegna viltu kalla þig því nafni?“ Gyðingurinn brosti og sagði svo: „Já, eg skal segja þér dóm- ari, alveg eins og er. Ef eg segi við vini mína, að eg heiti Pat- rick Kelly, þá spyrja þeir alltaf: Hvað béztu nú aftur áður en þú breyttir um nafn?“ . • Pat og Sanders böfðu lengi verið nábúar og kunningjar, en svo flutti Pat í burtu og langur tími leið áður en bann kom aft- ur til heimahaganna. Sanders var einn af þeim fyrstu, sem, hann mætti, þegar hann kom heim og þeir tóku strax tal sam- an: „Sæll, Pat. Hvernig hefirðu það, gamli vinur?“ „Segðu ekki sæll, Sanders, segðu alls ekki sæll við mig, því eg er alls ekki sæll. Eg er kvænt- ur.“ „Jæja, það er ágætt.“ „Nei, segðu ekki ágætt. Konan mín var nefnilega bölv.. skass.“ „En hvað það var vont.“ „Nei, segðu ekki vont. Eg fékk 2 þúsund pund í heiman- mund með henni.“ „Já einmitt, það var ágætt.4' „Nei, segðu ekki ágætt. Eg keypti kindur fyrir þessi pund, og þær drápust allar úr pest- inni.“ „Mikið var það voKt.“ „Nei, segðu ekki Vont. Eg seldi kjötskrokkana fyrir liærra verð en eg keypti kindurnar.“ „Nú, já. Það var alveg ágætt.“ „Nei, segðu ekki ágætt. Eg keypti bús fyrir peningana og búsið brann til kaldra kola.“ „Hvað er þetta, þú hefir orðið fyrir miklu tjóni.“ „Nei, segðu ekki miklu tjóni. Kerlingin min brann nefnilega inni.“ • Maður nokkur kom heim til sín, eftir að liafa verið fjarver- andi nokkurt árabil. Ilann mætti gömlum negra, sem ein- hverju sinni hafði verið þjónn á heimili lians. „Hvað segirðu í fréttum, Mósi minn,“ sagði maðurinn, „er það satt, að þú sért giftur?“ „Já, rétt er það. Eg hefi átt við mikla erfiðleika að striða.“ „Og hvers konar erfiðleika?“ „Það er þessi kona. Hún er alltaf að suða í mér og biðja um peninga. Eg hefi aldrei stund- legan frið fyrir henni.“ „Hvað hafið þið verið lengi gift, Mósi?“ „Það eru tvö ár nú í vor.“ „Og livað gerir liún við alla þessa peninga, sem hún fær hjá þér ?“ „Ja — eg veit það nú ekki. Eg hefi nú elcki gefið benni neina peninga ennþá.“ • Ferðamaður nokkur, sem beið eftir að járnbrautarlestin færi af slað, labbaði að kofa, sem var nálægt brautarstöðinni. Hundur einn sat rétt bjá kofanum og gelti ákaft. Ferðamaðurinn sneri sér að manni, sem var við vinnu sína þarna og spurði hann hvers vegna hundurinn gelti svona mikið. „Það er hitinn,“ sagði mað- urinn. „Hann er svona lalur.“ „En,“ svaraði ferðamaðurinn, „finnst hundinum bitinn svona sár?“ „Nei,“ sagði maðurinn. „En hvers vegna er hann þá að gelta?“ „Það er vegna þess, að hann er svo latur.“ „En hvernig getur letin fengið hann til að gelta svona?“ „Jú,“ sagði maðurinn, „liund- kvikindið situr á gaddavírsrúllu og nennir ekki að rísa upp — en geltir svo af sársaukanum." ÞaS eru fáir staSir til á ís- landi, sem jafn- ast aiS glæsileik eða tign á vi'ð Þórsmörk. Þar er landið tætt og skorið, tignrikt, vilt og stórfeng- legt. En það er jafnframt klætt þvilíkum gróðri að fádæmi eru til hér á landi, ekki sízt inni á milli ískaldra jökulhvela. — Þórsmörk sér enginn til nokk- urrar hlítar, er ekki dvelur þar a. m. k. nokkra daga, þvi að svo margbreytt og mikilúðlegt er landslagið. Þor§mörk — Hvað hét fyrsti maðurinn, Tommy? — George Washington, herra kennari. Hann var fyrstur í stríðið og fyrsti — — Nei, nei, Adam var fyrsti maðurinn. — Já, en eg hélt ekki að þér væruð að tala um útlendinga. • Lögfræðingur sagði einhverju sinni sögu af sjálfum sér og til- raunum sínum til þess að kenna skrifstofudreng, sem hjá hon- um var um tíma, kurteisi. — Morgun einn kom strákur irin á skrifstofu lögfræðingsins. Hann tók ofan liúfuna um leið og hann kom inn fyrir 'dyrnar og kastaði henni á fatasnagann og sagði svo: „Heyrðu, hr. Root, það er fótboltakappleikur i kvöld og mig langar svo voða mikið til þess að fara þangað.“ Hr. Root bafði alls ekkert á móti því, að drengurinn færi þangað og gaf honum þvi frí til þess, en ákvað samt að nota tækifærið og kenna lionum dá- lítið í mannasiðum, þvi honum fannst hann ekki nógu kurteis. „Nonni,“ sagði hann, „þú átt ekki að fara svona dónalega að því, að biðja um leyfi hjá hús- bónda þinum. Setztu nú í minn slól og eg skal svo sýna þér, hvernig þú átt að haga þér, ef þú vilt vera kurteis.“ Strákurinn settist í stólinn, en húsbóndi hans gekk út fyrir, barði að dyrum og gekk inn. Síðan spurði hann drenginn, sem sat í stólnum hans: „Herra forstjóri, mig langar afskapjlega mikið til þess að komast á knattspyrnukappleik, sem haldinn verður í kveld. Haldið þér, að þér getið misst mig, svo að eg komist þangað?“ Drengurinn svaraði þegar i stað: „Vissulega, Nonni minn. — Hérna eru fimmtíu aurar fyrir innganginum.“ • Maður nokkur kom að máli við forstjóra fjöllistahúss og sótti um stöðu. Hér fer á eflir samtal þeirra: Forstjórinn: Ilver eruð þér og hvað getið þér gert: Umsækjandi: Eg er Euoch, eggjakóngurinn. F.: Og bver er sérgrein yðar? U.: Eg borða þrjá’r tylftir af hænueggjum, eina tyflt af and- areggjum og eina tylft af gæs- areggjum í eina máltíð. F.: Þekkið þér nokkuð inn á fyrirkomulagið við fjöllistarliús mitt? U.: Nei, hvernig er það? F.: Við höfum fjórar sýning- ar á dag. U.: Já, einmitt. Eg skil. F.: Haldið þér, að þér getið borðað svona mikið í einu, þessi fjögur skipti á dag? U.: Eg er viss um, að eg get það. F.: Á laugardögum eru sex sýningar. U.: Allt í lagi með það. F.: Á helgidögum höfum við svo sýningar allan daginn á ldukkutíma fresti. Nú loks fór umsækjandinn að strjúka skegg sitt og svo sagði hann: Það er eitt,'sem eg þarf að fá ákveðið, áður en eg skrifa undir samninginn. F.: Og hvað er það? U.: Það er ekkert sem lítur að starfinu, heldur það hvort eg gæti ekki fengið ákveðinn mat- málstíma til þess að fá mér reglulega máltíð á hótelinu dag- lega.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.