Vísir Sunnudagsblað - 09.08.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 09.08.1942, Blaðsíða 2
;2 SUNNUDAGSBLAÐ eg sá, hafði einskonar hirð um sig. Hann liafði tíma aflögu, jþví að hann var að bíða eftir merkjasendingu frá skipi sínu bg háfði þar að auki verið svo forsjáll að fylla alla vasa sína með sykurmolum. Það hefir vafalaust fréttzt, því að stóreflis 'krakkaskari hafði safnazt um hann, en hann skipaði þeim i röð og kallaði svo hvert nafnið á fætur öðru — Elsa, Georg, Albert og svo framvegis. Hvert barn í röðinni fékk sinn sykurmola. Eg veit ekki hvað þetta stóð lengi vfir, því að i hvert skipli sem Elsa, Georg eða Albert höfðu fengið sinn mola hlupu þau í kringum skýli sjóliðans og skipuðu sér aftur i röðina. Sjóliðinn þóttist ekki veita þessu athygli og allir skemmtu sér prýðilega. Áður en eg fór bað hann mig um að koma bréfi til konu sinn- ar á póst fyrir sig, þegar eg kæmist aftur til menningarinn- ar. Hann átti ekkert umslag, svo að liann braut aðeins blaðið saman og límdi það aftur með kertaváxi. Sjómenn hafa ráð undir rifi hverju! Eg hafði vonazt til að hitta sjóliða einn þarna, þvi að i Nea- pel hafði eg heyrt dásamlegar sðgur um hetjudáð hans, en haiin var því miður farinn, þeg- ar eg kom á vettvang. Maður þessi var þekktur und- ir nafinu „Jæja Smith“ og var sjómaður á brezku kaupfari. Hafði hann verið í björgunar- flokki af því, sem fór á land rétt eftir að jarðskjálftarnir hófust. Hann vann hin undra- verðustu afrek, klifraði upp rið- andi múra, jafnvel upp á efstu hæð liárra liúsa og lét þá, sem þar voru og komust ekki niður hjálparlaust, siga niður í köðl- um. Hann hrapaði hvað eftir annað, en einhver liollvættur vitist Tialda verndarhendi sinni yfir honum, og' hann hélt ó- trauður áfram hjörgunarstarf- inu, þótt fötin lians væri öll rif- in og tætt og hann sjálfur skrámaður. Þegar sjómennirnir sáu lif- andi manneskjur uppi i rústum, sem enginn gat ldifrað, þá snéri fpringi þeirar sér að honum og sagði „Jæja, Smith*. Meira þurfti ekki. Horium þótti ekkert of erfitt eða hættulegt. Hann liélt Messina-nafninu eftir þetta og var þekktur undir því, er hann lézt fimm árum síðar. Eg' hafði verið varaður við því að staðnæmast og bevgja mig niður inn á milli rústanna, þvi að hermenn liöfðu fengið skipun um að skjóta ræningja fyrirvaralaust. Stafaði það af því, að ræning'jaflokkar höfðu þyrpst lil borgarinnar strax eft- ir að landskjálftarnir byrjuðu og hnífur þeirra hafði komizt í feitt i bönkum og verzlunum. í fyrstu sló oft í bardaga milli þeirra og herliðsins, en þegar eg kom á veltvang var það búið Myndin hér að ofan er af dr. Luthero Vargas — syni Brazilíu- forseta —• og konu hans. Mynd þessi var tekin er þau komu til New York nýlega. að ná yfirhöndinni. Þella varð þvi til þess, að eg gal ekki aflað mér neinna minjagripa, því að eg vildi forðast öll slys af þessu tagi. Jæja, þegar dagur var að kveldi kominn, var eg búinn að gera um það bil nóg og ákvað því að halda heimleiðis með myndknar mínar. Eg var ó- hreinn upp fyrh' höfuð, dauð- þreyttur og glorhungraður. Eg hafði aðeins fengið örfáar rús- ínur að borða allan daginn. Eg liafði tekið þær með mér, af því að mér hafði verið sagt, að þær væri mjög næringarrík fæða. Siðan hefi eg ekki getað bragð- að rúsínur. Eg komst að því, að Lombar- dia væri næsta skip, sem ætti að fara frá Messina, en eklci var allt fengið með þeirri vitneskju. Það gat ekki farið fyrr en í dögun, því að allir vitar við sundið höfðu hrunið og það mátti búast við því, að dýpi Iiefði breytzt verulega i botnin- um. Hitt var þó enn verra, að það átti að fara til Livorno, sem var miklu lengri leið en til Nea- pel. En eg lét þó róa mér út að þvi og fékk loks að krifra um borð eftir talsvert þref. Það var engin furða, þótt mér væri ekki allskostar tekið með opnum örmum, því að skipið var i óttalegu ásigkomulagi. Eg get alls ekki gert mér í hugar- lund, hvað skipaeftirlitsmaður mundi hafa sagt um það. Hver krókur var fullur af flóttafólki, þilfprin, salirnir, farþegaklef- arnir. Það var bókstaflega hvergi liægt að stinga niður fingri. Þröngin var t. d. svo mikil, að eg gat ekki komisl inn í baðherbergið til að þvo mér og það leið langur timi ]>angað til eg gat fundið slað til að setj- ast á. Skömmu eflir að eg kom um borð var eg svo heppinn að hitta franskan blaðamann að nafni Tardieu og litlu síðar bættist þriðji blaðamaðurinn í hópinn. Hann var amerískur og hét Thomson. Ok-kur leizt ekki á það, hvað skipið ólli að fara seint og hvað við yrðunr að fara langt með því, en vfirmenn þess þvertóku fyrir að breyta á- ætluninni. Þá datt Tardieu allt í einu ráð í hug. Stakk hann upp á þvi, að hann færi á fund ít- alíukonungs, sem var kominn þarna á orustuskipi, og fengi hann til að gefa skipun um það, að skipið skyldi koma við i Neapel og setja okkur á land þar, áður en það héldi til Li- xorno. Nú, hann fór og viti menn, þegar hann kom aftur var hann með skriflega skipun konungs- ins um það, að við þrír og við einir skyldum settir á land í Ne- apel. Þegar eg var búinn að fá þess- ar ágætu fréttir tók eg mér fyr- ir hendur að leita mér að stað, þar sem eg gæti hallað mér. Tókst mér loks að troða mér í stiga einn, þeim til mikillar ar- mæðu, sem þar voru fyrir. En eg var elcki ánægður lengi, þvi að sífelldur erill var upp og niður stigann og fólkið tróð mann undir fótum. En eg var dauðþreyttur, eins og áður getur, og sofnaði því, þrátt fyrir öll óþægindi. Mér varð þó ekki svefnsamt lengi, þvi að allt í einu kváðu við brest- ir og brak, svo að eg ætlaði al- veg að ærast. Eg skildi strax, að þetta befði, verið gríðarlegur landskjálftakippur. Skipið tók kippi og rykki eins og flogaveik manneskja, og það var erfitt að halda jafnvæginu. Straumur æpandi karla og kvenna flyktisl ofan stigann, en eg reyndi að koínast upp á þilj- ur og fólk, sem var í sal þax-na rétt hjá reyndi líka að brjótast þangað upp. Aðeins einn maður var rólegur og æðrulaus. Það var ungur prestur, sem reyndi að slilla fólkið umhverfis sig. Jörðin gekk enn í skrykkjum, þegar eg kom upp á þiljur. Kol- svart myrkUr grúfðist yfir allt umhvei'fið, nema þar sem eldar loguðu í rústunum eða leilar- ljós skipanna fálmuðu upp á land eins og stirðnaðir risafing- ur. Þar sem ljós bar á, gat að líta fólk hlaupa lil og frá, æðis- gengið af ótta, innan um hálf- fallnar húsarústir, sem hrundu nú að fullu. Fjöldi þess gat ekki forðað sér undan grjóthruninu og beið bana þarna. Eg fór aftur iil stigans mins,• þegar í'ó færðist yfir á ný. Eg var dauðuppgel'inn, en það var niðkall og auk þess fór bölvaxi- lega um íxiig. Einhverntímann nnnx eg þó hafa dbttað, en það var svo nxikið um að vera um- hverfis mig, að eg gat aldréi sofnað fast og varð Iiarla feg- inn, þegar eg heyrði að akkerið var dregið upp. Það táknaði að dagur væri að rísa og við vorum að leggja af stað. Eg vil helzt gleyma næsla kafla ferðarinnar — sjófei’ðinni frá Messina. Sjór var úfinn og liðan flóttafólksins" fór hríð- versnandi með hverri stundu. Aðeins örfáir fai’þeganna höfðu konxið á sjó fyrr og þeir voru næstum allir sjóveikir í meira lagi. Um klukkan ellefu um kvöld- ið sigldum við inn á Neapel-

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.