Vísir Sunnudagsblað - 20.09.1942, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 20.09.1942, Blaðsíða 6
6 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ anna .... allskonar glæpir og ótrúlegustu syndir, sem hann hafði drýgt og síðan hafði hann fi-elsazt fyrir atbeina einhvers spámanns og var nú syndlaus og sannheilagur fyrir hans náð. Gat meira að segja gert krafta- verk, ef honum bauð svo við að horfa. Þessu um syndirnar og glæp- ina hafði nú Eyjólfur ósköp vel getað trúað, — þótti jafnvel ekki ótrúlegt að hann drægi þar eitthvað undan; maðurinn leit þannig út, og allt gat skeð i Ameríku. En frelsunin og spá- maðurinn og heilagleikinn og allt það .... Já, og þegar hann nefndi kraftaverkin hafði Eyj- ólfur tekið að hlæja, ekki aðeins i hljóði, heldur upphátt, og gott ef hann skellti ekki á lærið um leið. Jú, það liafði hann ein- mitt gert.... Og þegar Gudda í Grímskoti leit til hans með umvöndunarsvip, þá hafði hann bara hert hláturinn, þar til Jakobína hnippti i liann. Hún var vön að gera það, ef henni fannst hann haga sér öðruvísi en hún vildi á mannamótum, svo að hann áleit það ekkert at- hyglisvert í þetta skiptið frekar en endranær.... Ekki þá. En nú skildi hann það svo sem, ■— nú eftir allt sem á hafði gengið síðustu dagana. Eyjólfur sleppti öxinni, settist utan í bátshliðina, horfðj á uppröng- ina, sem hann hafði verið að ganga frá og hugsaði ráð sitt. Nei, hann var ekki jafn mein- laus og hann leit út fyrir, þessi spjátrungur, ef dæma skyldi eftir þeim gný og ölduróti, sem hann hafði þegar komið af stað í þorpinu, — já, meira að .segja á heimili Eyjólfs sjálfs. Þegar fyrstu samkomunni var lokið, spurði trúboðinn á skolla- frönsku sinni, hvort enginn vildi verða eftir og taka jiátt í leyndri bæn. Allir samkomugestir risu þá þegar úr sætum. sínum, en enginn bjóst þó til útgöngu, — alla fýsti að vita hvort nokkur yrði eftir. Trúboðinn endurtók spurningu sína og brosti smeðjulega, svo að glampa sló ú tanngullið. .. . Þá tók Gudda i Grimskoti sig út úr áheyr- endahópnum og gekk hægt og álút inn að ræðustólnum. Trú- boðinn tók henni tveim hönd- um og brosti hálfu meira en áður. Gudda snökkti, en trú- boðinn féll á kné og lofaði spá- raann sinn hárri raustu. Hinir áhejTendurnir litu hver til ann- ars og það lá við að þeir væru hálf skömmustulegir á svipinn. Þeir tóku að hraða sér á dyr. I>eim virtist meira en nóg boðið. Arla npesta morguns yar l Gudda komin á kreik. Hún gekk hús úr húsi og lofaði trúboðann og miklaði gæzku spámannsins mikla i Ameríkunni. Hún var svo sæl og sæl og algerlega laus við giktina í bakinu. Hana hafði trúboðinn tekið úr henni um leið og hann tók úr henni allar bannsettar syndirnar. Og Gudda hljóp út að Hamraenda, létl á ser eins og unglamb, og jataði fyrir Sigríði, að húnJtefði hnupl- að tveim rófum. úr f járhúsgarð- inum þar fyrir tíu árum, — sama sumarið og bann Siggi gamli einbúi hengdi sig. . . . Þorpsbúar gláptu á eftir Guddu göpilu, hvert sem hún fór. Allir undruðust og skildu pkk,i rieitt í neinu. Allir töluðu um trúboðann og spámanninn í Ameríku. Á samkomunni þá um kvöldið frelsuðust fimm manneskjur, þar af fjórar kon- ur. Það var engu líkara en þsér skildu spámanninn og sendiboða hans öllu betur en karlmenn- irnir. 'Síðan höfðu samkomur verið haldnar á hvcyju kveldi og stöð- ugt jókst skari hinna frelsuðu, sem á daginn gengu á milli húsa og vitnuðu um sælu sína. Sumir læknuðust af þrálátum kvill- um. Gunna Jóns kastaði hækj- unni sinni og haltraði um án hennar, Sigriði batnaði tann- pínan, Rúna á Hjalla fann ekki lengur til meinsemdarinnar, sem hún' hafði gengið með fyrir hjartanu um fimmtán ára skeið og sjö læknar og helmingi fleiri skottulæknar og grasakerlingar liöfðu gefizt upp við að lækna. Steini gamli í Króknum var hættur að taka í nefið, — sór og sárt við lagði að sér flygi ekki neftóbak í þanka. Og allt þetta fólk varð auðvitað þár að auki syndlaust fyrir atbeina trúboð- ans og spámannsins. Fyrstu samkomuna liafði Eyj- ólfur sótt fyrir forvitnisakir. Þegar heim kom fór hann háðu- legustu orðum um trúboðann og spámanninn. Kona hans tók lítt undir það, en Halla dóttir þein'a, tvítug stúlka og trúlofuð mynd- ar formanni þar í þorpinu, hló hjartanlega að orðum föður sins. Á næstu samkomu fór enginn frá haris heimili, en svo hafði Sigriður komið, kveldið eftir að hún sjálf frelsaðist, og náði hún Jakobínu með sér. í fyrrakveld frelsaðist Jakobína og heimilis- lífið tók þegar á sig annan svip, að mimista kosti varð framkoma hennar við bóndann allt önnur en hún hafði áður verið. Að visu hafði henni ekki pnn fund- izt ómaksins vert að segja hon- um nónar frá hinni óumræði- Jegu sælri, seip henni var í skaut ..................... t fallin og ekki hafði hún heldur minnzt á trúboðann eða spá- manninn í Ameríku, sennilega taldi hún slíkt ekki heppilegt umræðuefni við Eyjólf, eins og máluni. var nú komið. Hann hafði lieldur ekki á þá minnzt .... ekki enn. En liann hafði bölvað allhressilega í áheyrn hennar, aðeins til þess að láta hana verða þess vara, að enn hefðu syndirnar .ekki verið úr lionum teknar. Þá hafði hún litið undan og andvarpað. Þann- ig hlaut framkoma englanna að vera i garð syndugra manna. Létt og hratt fótatak vakti Eyjólf af dvala hugsananna. Fótatakið færðist nær .... sennilega var einhver hinna frelsuðu þar á ferð, þeir voru svo léttstígir. Ej'jólfur ákvað að Iíta ekki upp. — Sæll, Eyjólfur. Þú ert þungt hugsandi, sé eg. Það var Egill, unnusti Höllu, sem talaði. Eyjólfur leit upp. — O — jæja. Maður liefir nú ef til vill nokkra ástæðu til þess. Það lá við, að feginshreims gætti i röddu hans, þrátt fyrir allt. — Já, það finnst mér, svaraði Egill. Rödd hans var ekki laus við nokkurn óstyrk. Eyjólfur leit til lians og sá að svipur hans var æstur og órólegur. — Og ^g er nú að vona að þetta sé aðeins stundarvitleysa, sagði Eyjólfur. — Jakobina er enginn skynskiptingur, þrátt fyrir allt. Og þetta breytir engu á milli ykkar Höllu. Hún Halla litla gætir sín. —Þú virðist að minnsta kosti hafa treyst því. Rómur Eyjólfs var harður og ásakandi. — Ha? .... við livað áttu? .... Allt í einu minntist Eyj- ólfup þess, að Halla hafði farið út í gærkveldi. Gat verið, að hún....? — Halla var ein þeirra, sem frelsuðust á samkomunni i gærkveldi, svaraði Egill lágt og með þunga. — Jæja, sagði Eyjólfur. Ann- að gat liann ekki sagt. Þetta kom honum svo algerlega á ó- vart. Stríddi meira að segja gegn öllum hans hugboðum. — Hún kom heim, til mín fyrir stundu síðan, hélt Egill á- fram í lægra róm. — Hún tal- aði um sælu sína og kvað allt vera búið okkar á milli, nema því aðeins .... að eg gengi í flokkinn. Eg þekki hana ekki fyrir sömu manneskju. Það var því likast, sem henni væri ekki sjálfrátt, — að hún gengi í leiðslu, eða hver déskotinn það er kallað. Hún kvaðst meira að segja ganga með sjúkdóm, — banvænan sjukdóm,,,, — Ætli hún liafi ekki átt við syndina, eða eitthvað þesshátt- ar, sagði Eyjólfur til þess að segja eitthvað. Enn hafði hann ekki jafnað sig svo, að hann , skildi þetta til fulls. — Syndina, nei, hún var nú sæmilega laus við hana. Nei, hún kvað þetta sjúkdóm, sem hann einn gæti læknað, fyrir kraft spámannsins í Ameríku. — Hvern fjandann sjálfan á maður til bragðs að taka, — sagði Eyjólfur, frekar við sjálf- an sig, en að hann spyrði Egil ráða. Hann var því óvanastur að leita til annara um aðstoð og ráð, hann Eyjólfur í Norsku- búð, en að þessu sinni var hanni of dasaður, andlega, til þess að hann gæti einbeitt hugsun sinni. Þegar Jakobina frelsaðist, ja, -— þá olli það honum grefyju og leiðindum. En honum, fannst þá, sem þetta frelsunaræði væri einna líkas\ óþægilegri og leiðri farsótt, sem helzt tíndi upp stút- ungskerlingar og annað eldra kvenfólk. — Nú, eftir dálítinn tíma, þá liði þetta eflaust hjá og kerlingunum batnaði og þær yrðu aftur syndugar eins og hverri manneskju var eðlilegt. En, að hún Halla litla, yndið hans og augasteinninn, — að hún skyldi einnig reynast næm fyrir þessum faraldri! Á sama augnabltiki og Eyjólfur frétti það, óx faraldurinn fyrir hug- skotssjónum hans úr leiðum kvilla , bráðdrepandi pest. — Eg fer ekki i þenna bölv- aða flokk, — mælti Egill'harka- lega. — Eg kæri mig ekki um að eiga félagsskap um Höllu með einhverju syndlausu kvikindl, — það er af og frá. Og snúir þú ekki þennan trúboðaræfil úr hálsliðnum, þá geri eg það sjálf- ur. -— Og Egill tólc á rás austur fjöruna, og án þess að kveðja sinn fyrverandi tilvonandi tengdaföður. Eyjólfur horfði á eftir hon- um. Myndarmaður, hann Egill, og svo þessi heppnisformaður. Skapmikill var hann og óvæg- inn, — eins og karlmenn áttu að vera. Þar var ekki um neitt kyrrstætt smeðjubros að ræða. Eýjólfur brá fingrum í rautt og strítt vangaskeggið. Eitthvað varð hann til bragðs að taka. Annars var heill og hamingja einkadóttur hans í veði .... já, — eiginlega var Halla litla hon- um dauð, eða verra en dauð, ef .... Höskuldur littli, sonur hans. strákpatti á ellefta ári, kom labbandi niður kambinn. Hann hafði báðar hendur í buxnavös- unum og gekk álútur, líkt og banri yærj ejnnig þungt hugsi,

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.