Vísir Sunnudagsblað - 25.10.1942, Blaðsíða 4

Vísir Sunnudagsblað - 25.10.1942, Blaðsíða 4
4 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ Stefánsson: Nnnið við — „Frá æskudögum fyrir- leit sál mín mök við mennskar verur og skoð- aði heiminn ólíkt öðrum mönnum. Metnaðarþorsti þeirra var ei minn. Og þeirra mark og mið eg virti einskis. Einn fór eg mins liðs, háður minni sorg og minni gleði, gáfum, fyrir- niunun, — sem eg segi átti eg lítil mök við menn og mennskar sálir. í þess stað var mitt yndi að reika á auðnurn og anda að mér úrsvalt jökulloft á regin- tindum, þar sem fleygir fuglar ei haldast við og aldrei flögrar fluga um grá og graslaus björg, að steypa sér í gljúfurár og fleygjast eftir fossum hringiðustraums og hvit- rjúkandi brims, flugharðra elfa eða sjávardjúpsins. Við slíkt og þvílíkt hló mér ungum. hugur.“----------- Frá Paradísareyjunni sjást fjallshlíðarnar brattar stíga upp frá jörðunni og gnæfa við himin. Háafell er hulið þokunni, og hin hrikalega auðn, sem þar er geymd, er hulin augum fólks- ins, sem býr við fjallsræturnar. Hvað það var töfrandi fyrir mig að halda á bók lorðsins i snilld- arþýðingu Mattlnasar Jochums- sonar í þessum ramma íslenzku náttúrunnar og verða að játa, að hinn ævintýralegi, fagri lorð getur betur en nokkur okkar formað hugsanir okkar og þrá, já, sett sig á bekk með bóndan- um og smalanum islenzka, túlk- að hans mál og hans langanir, þegar hugurinn reikar í óbyggð- ir landsins og maðurinn finn- ur aftur sjálfan sig og ró og frið sinnar sálar, þegar húma tekur, eftir strit og arg dagsins.---- Hinn djúpi og dularfulli tónn Byrans, er hann lýsti öllum hliðum náttúrunnar í sterkum og voldugum þunga stíls síns, sýnist ekki hafa skemmzt við líf hans í glaumi og glysi á Eng- landi eða á ítaliu, þar sem hann i Venezia, borg ástanna og skrauts og viðhafnar listanna lifir lostsætu lifi i faðmi hinnar lostsætu greifinnu sinnar, — ekkert þurrkaði út eða kæfði hinn djúpa tón náttúrunnar, skrauti, sem verkar eins og barnaglingur á huga manns, sem einu sinni hefir heyrt þenn- an lón hennar — og seyðir menn á hverju vori úl í bláinn.----- Þrátt fyrir að H. G. Wells sé að reyna að gera lítið úr áhrif- um Lord Byrons á þessari öld í þessu rabbi sinu um sögu jarð- arinnar, sem kallað er heims- saga og lítil börn í Englandi vex-ðá að slcæla yfir, af leiðind- um af að koma inn í þetta stofu- ryk ferkantaðra herbergja, þar sem grúskarinn hýðir mann- eskjurnar og þeirra örlög, af því að lífið myndast ekki eftir þeirra mælikvarða og útmældu spönn. Um liinn fræga franska leik- ara, M. Coquelin (f. 1941, d. 1909), sem var svo skemmtileg- ur, að allir Frakkar stóðu á önd- inni af hlátri yfir minnstu hreyfingu hans á leiksviðinu og öll franska þjóðin dáði og hreifst af, er til eftirfarandi smásaga: — Maður einn kom dag nokk- urn til frægs læknis í París og' sagði, þegar læknirinn spurði liann, livað væri að honum: „Mér leiðist svo lifið og eg er svo þunglyndur og fmnst líf- ið eiginlega ekki þess vert að lifa þvi.“ Þá svarar læknirinn hon- um: „Það skal eg nú lækna fljótt; þér skuluð fara á fimmtu- dagskvöldið og sjá Monsieur Coquelin leika Tartuffe eftir Moliere; ])ér læknist strax.“ — Maðurinn þagði eilt augnablik, en segir svo við lækninn: „Það get eg ekki, kæri doktor, því að eg er Coquelin.“ — Nei, það er ekki svo létt að fara að sjá sjálf- an sig, og enn síður að vita, hvað maður er. En saga þessi datt mér í hug þegar eg las „Bak við tjöldin“ eftir Hans Klaufa, sem er sannarlega enginn klaufi og allir íslendingar hafa hlegið sig máttlausa að, þegar liann gengur yfir leiksvið eða segir eina setningu, þannig að engin tár eru eftir í kirtlunum til al- varlegrar notkunar, þvi að Klaufi hefir eytt þeim öllum. En svo fer liann heim, sjálfur einn, og læsir sig inni og skrifar Bak við tjöldin — eitthvað það hug- ljúfasta og næmasta og einnig liina skarplegustu athugun á lífi samtíðar vorrar, í snjöllu fornii ar talar. „Hin gömlu kynni“, „Síðasti kjósandinn", „Fótatak þeirra, sem framhjá ganga“, „Móðir Júdasar“, bara þessi síð- asta fyrirsögn sýnir hugdýpi og snilld, sem ætti að fá alla til að líta á bak við tjöldin, — nei, það geta ekki allir farið og keypt sig inn á sjálfa sig — --. Já, snúið er nú við, og allir þekkja þann sára trega, er fyllir huga og tilfinningar, er þeir yfirgefa fjöll og óbyggðir þessa lands og koma niður í manna- byggðir þessara mótsagnanna og vanmáttarins heimkynna, sem eitt þjóðfélag alltaf verður, þó að það setji guðunum stefnu- mót við vizku sina. Sjálfur ræð- ur maður þó, hvernig maður tekur lífinu og því, sem á dag- ana drífur. Ef eitthvert islenzkt viðhorf við erfiðleikum er til, þá er það þetta, sem sögurnar segja, að brá honum hvergi við sár né bana, og finna allir til mikillar hrifningar á þessu hetjulega viðhorfi. Lord Byron moderniserar þetta fyrir mann í einu af sínum skemmtilegu bréfum, og segir þá þetta þann- ig: „Þegar vinir þinir svikja þig, sem þeir alveg áreiðanlega gera, }>egar eitthvað gengur illa fyrir þér — þá strax og eittlivað breytist hjá þér, farðu á næsta kaffihús og fáðu þér nýja.“ — Þetta er ágætisregla þess, sem veit, að heimurinn er fullur af mönnum, sem fylgja þeim sterka, er aldrei gefst upp og alltaf byi-jar nýtt lif á nýjum morgni. Líka smáþjóðir eiga að fá sér nýja vini; þegar lagast hjá þeim eftir dimmviðri hrikalegra afl- rauna, og þegar vinirnir fara og svíkja og muna ekki lengur fögur loforð á hættutímum þeirra, þegar. jafnvel þurfti að kjassa smáþjóðir með ismeygi- legum loforðum um nýja og betri tíma smælingjunum til handa, þá ætti hver þegn eins þjóðfélags að muna, að hann er merkisberi sannleikans og á að halda honum uppi og þannig mana fram æðsta hnoss mann- kynsins, sem er frelsi og réttlæti. Stór er sú þjóð, sem aldrei gleymir sannleikanum og rétt- lætinu í lífi sínu..íslending- ar hafa átt menn, sem skildu, að einmitt á hættutímum ber oss að íklæðast ÖIlu okkar skrúði karlmennsku og hug- dirfsku, því að: við háttunum náum í helviti, þó við hjörum á meðan við getum — —. Já, snúið er nú við frá fegurð fjallasala, þar sem fjallaguð- irnir danza trölladans við til- finningar lítilla nxannvera, sem hlaupið hafa upp í konungsriki þeirra, æsku þessa lands, sem við geisla miðnætursólarinnar sýndist hún sjá liásæti guðanna svo nálægl sér og marmarahvíta fótskör þeirra blandast rósrauð- um sumarskýjum sólarinnar, er svifu yfir fslandi i vesturátt, en hvers ásjóna er ekki „lýsandi yfir oss“ í þessu myrkri mann- legs ragnarökkurs, lieldur er á- sjóna guðanna nú hulin svörtu myrkri og spursmálsteiknum, og kannske er það björgunin? — En þegar vora tekur og ljósið og birtan kallar verur jarðarinn- ar aftur út í bláinn, þá munu milljónir komast til sinnar il paradiso — og þegar aftur er snúið við munu menn minnast þess, að það var til fjalla, sem Jakob fór að glíma við guð sinn og það er til fjalla, sem vér sækj- um anda þann, sem vert er að lifa fyrir hér á þessu landi.... Hinn ágæti rithöfundur og listamaður, sem nú er forsætis- ráðherra Englands, Winston Churchill, hefir líka tekið eftir þessu, því að hann observerar, að .... „allir spámenn verða að koma frá menningunni (civilization), en allir spámenn verða líka að fara út í óbyggð- irnar. Hann verður að þekkja vel hið flókna þjóðfélag og það, sem það getur gefið okkur, en síðan verður liann algerlega að einangra sig til að hugsa og yfir- vega — ]>etta er þróun sú, sem skapar sálarlegt sprengiefni“ (psychic dynamite). Skilst svo þetta hér? VITIÐ ÞÉR — að liæztu tré jarðar eru 155 melra há? — að Sviss, sem liggur hvergi að sjó, liefir 9 stór flutninga- skip í förum milli lieimsálfa? • Sandy McPherson kom heim eftir langa fjarveru og hitti gömlu unnustuna sína. „O, Mary, þú ert fögur sem forðum, og aldrei hefi eg gleymt þér, ekki eina stund.“ „Og þú, Sandy,“ sagði Mai'y með tárvot augu, „þú ert eins hraðlyginn og forðum — og samt trúi eg }>ér.“ sem laðar menn á hverju vori smásagnastils og á viðkvæmu frá stórum borgum veraldarinn- máli, sem einungis mannúðar- ar, glaumi þeirra og tilbúna fullt hjarta reynslu og menning- ■i

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.