Vísir Sunnudagsblað - 25.10.1942, Blaðsíða 6

Vísir Sunnudagsblað - 25.10.1942, Blaðsíða 6
6 VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ sjá mynda þeir nokkurskonar Ijósaboga, sem virðist bera hvelfinguna, en svo er ekki. Hvelfingin hvilir á 4 bogum, sem eru bornir af afarsterkum marmarasúlum. Hæðin frá.gólfi og upp í miðbik hvelfingarinnar er 180 fet. Að innan vai* kirkjunni skift í tvennt, með skrautlegri pílára- milligerð, úr grænum marmara og gylltu bronzi. (Þessi milli- gerð var tekin burt, er Tyrkir tóku kix-kjuna til notkunar). Innan við þessa milligerð, á upp- hækkuðu gólfi, var hásæti keis- arans og patríarkans, sitt til hvorrar hliðar, en svæðið á milli Jiessara hásæta var ætlað hinum vígða prestalýð og söngfólki. — Þar innar af var háaltarið undir hálfhvelfingu, skreyttri öllum regnbogans litum. Fyrir framan hina á minnstu milligerð var skipið, eða aðalkirkjan. Til þess að tryggja kirkjuna fyrir því, að hún yrði ekki aftur eldi að liráð, skipaði Justiníus keisari svo fyrir, að ekki skyldi nota við nokkursstaðar í hana, nema dyraumbúnað og hurðir. Súl- urnar, er bera boga þá, er hvelf- ingin livílir á, eru úr afarþykk- um marmara-hellum, sem lagð- ar eru í brætt blý og kalk, Hvelf- ingin sjálf er byggð úr „pimp“- stþini og brenndum leirsteini frá Rodusey; þessar steinteg- undir eru fimm sinnum léttari en vanalegur múi-steinn. Að ut- an eru veggirnir úr rauðleitum steini. Að innan eru allir vegg- ir fóðraðir með ýmislega litum marmara, og afar skrautlegu mosaic verki. Litlu hjálmarnir utan njjið stóra hjálmþakinu hvíla á fjölda súlna, sem sóttar eru i hin heiðnu musteri á Grikklandi, Egyptalandi og Gallíu. Meðal þessara súlna eru 8 úr porfýr,, sem áður höfðu skreytt musteri sólguðsins í Róm; þar voru og 8 súlur úr grænum marmara, úr muster- inu i Efesus; auk þessa voru súlur úr jaspis og allavega litum steini. Að innan var kirkjan skreytt rósa- og tiglaverki (mosaic) úr allavega litum steinum, gulli, silfri og gylltu bronzi. Hinir helgu dómar og guðs- þjónustuáhöld, ásamt altarís- búnaði, var úr skíru gulli, settu dýrum steinum. Það er sagt að í kirkjunni hafi verið 40,000 pund af silfri og engu minna af slegnu gulli og gylltu bronzi, og eftir því sem menn hafa getað næst komizt, hefir kirkjan kostað frá 10—15 milljón dollara. Auk þessa lét Justiníanus keisari byggja 24 aðrar kirkjur í Kon- stantinópel. Keisarahöllin, sem skemmclist til stórra muna í eld- inum, var endurbyggð að mestu leyti; en hvernig hún leit út, eft- ir endurhygginguna, er ekki gott að segja, því ekki er til nema ófullkomin lýsing af henni, en eftir þeirri lýsingu má þó gera sér dálitla hugmynd um allt það skraut og iburð, er þar hefir vprið. Höllin var byggð í vinkilrétt- um stíl, með hárri hjálmhvelf- ingu, borinni af 8 bogum. Gólf og veggir voru greyþtir marg- litum marmara, en mest græn- um, rauðum og livítum, með grænum æðum. Innan á veggi og hvelfinguna voru greyptar myndir og sagnir af herferðum keisarans og f rægðarverkum, bæði á Ítalíu og í Afríku. í gamalli lýsingu af höllinni segir meðal annars: „Þar voru og myndir og málverk, er sýndu Belisaris fallandi fram, fyrir keisaranum, bjóðandi honum öll lönd sín og auðæfi. Þar voru myndir er sýndu liermenn keis- arans í líkingu hins unga, hrausta lífsglaða manns. Þá voru og myndir af keisaranum og drottningunni, þar sem þau halda fagnaðarhátíð yfir sigrum þeim, er herskarar þeiiTa unnu á Vandölum. í kringum þau sést ráðið og stórhöfðingjar borgar- innar að veita þeim lotningu.“ Ef styrkleiki ríkisins og kjör alþýðunnar hefði verið í nokkru ldutfallslegu samræmi við allt það skraut, yfirlæti og sællifi, er átti sér stað við hirðina og með- al aðalsins, jiá hefði stjóniartíð Justinanusar keisara verið sönn gullöld; en þetta skraut og þessi velsældar dýrð náði aðeins til kiiknanna, keisarahallanna, hirðfólksins, aðals og presta. Alþýðan drógst fram í hinni nöprustu fátækt og neyð, fá- fræði og siðleysi. Hagur rikisins var allt annað en góður, bæði inn á við og út á við. Hinir grimmu og siðlausu þjóðflokkar, er bjuggu meðfram landamærum rikisins í Evrópu, héldu úppi stöðugum, ránum og herhlaup- um á rikið. í löndum keisarans í Asíu logaði allt i ófriði, og til þess að verjast gegn öllum þess- um óvinum, innan rikis og utan, þurfti keisarinn að halda uppi stór-lierum er kostuðu offjár. Verzlun og viðskipti hnignuðu ár frá ári, og tekjur ríkisins, þó miklar væru, hurfu sem dropi í hafið til uppihalds við hirðina, lierinn og hina stóru skara allskonar kh'kjulegra og veraldlegra embættismanna, á- samt eyðslusemi keisarans til skrauts og óþarfa bygginga. Með hyggindum og hófsemi hafði Anastasius, sem, var keis- ari næst á undan Justinianusi, á tuttugu árum safnað í fjárhirzl- ur ríkisins 320.000 pundum gulls, og auk jiess létt að stórum mun skattbyrði þegna sinna, enda stóð hagur ríkisins með miklum blóma um lians daga; en allur þessi auður, ásamt vel- megun þegnanna hvarf sem þokuský í stormi, er Justiníanus lók við stjórn og ríki, og af- leiðingin varð sú, að hann píndi og kúgaði alþýðuna miskunnar- laust til að greiða afar háa skatta, sem fólkið gat ekki risið undir, en aðall, auðmenn og kirkjulegir embættismenn voru undanþegnir öllu skattgjaldi. Hann lagði og afarháan farm- toll á öll skip, er fóru gegnum sundin, sem aftur hafði þær af- leiðingar, að allar vörur hækk- uðú að stórum mun í verði, svo borgarbúar gátu ekki keypt þær, og fengu þess vegna oft að liða lmngur og klæðleysi, en hirðin, embættis-aðallinn, auðmenn og klerkar lifðu í dýrslegu óhófi. Allt var gert til þess að láta dýrðarljóma borgarinnar skína sem skærast út á við á kostnað kúgaðrar alþýðu. .Stórum herj- um var lialdið uppi í nýlendun- um, og til og frá á landamærun- um, og augnamiðið var, bæði að verja landamæri ríkisins og leggja fleiri lönd og þjóðir undir veldi keisarans. Ofmetnaðurinn var hóflaus, sérstaklega meðan Bandarikjamenn æfa nú svifflugið af kappi og taka stærstu flugumar 14 menn með alvæpni. Efsta myndin sýnir þegar flugvél dregur 3 flugur á loft, sú í miðju sýnir flugu svifa hátt i lofti og síðasta myndín sýnir, þegar sviffluga hefir lent og menniritir fylkkjast úr lienni.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.