Vísir Sunnudagsblað - 08.11.1942, Blaðsíða 2

Vísir Sunnudagsblað - 08.11.1942, Blaðsíða 2
2 VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ Skarfur. fílamyndir teknar, en þær voru líka góðar og fannst mér þær borga ferðina hvað mig snerti. Á ferð með Dam flugfóringja í Súlnasker. 1939 kom liinn kunni liöf- undur Islandskvikmyndarinnar, flugkapt. Dam, til þess að taka lokaþátt þeirrar kvikmyndar, fuglalífið og sig í Vestmanna- eyjum. Voru fengnir beztu sig- menn Eyjanna, þeir Hjálmar Jónsson, sem fyr var nefndur, og Svavar Þórarinsson, sem yngstur mun sigmanna í Eyj- um, en af mörgum, talinn þeirra snjallastur. Skyldi lagt í Súlnasker, þverhniptan klett, um 170 metra liáan, allstóran og grasi gróinn uppi. Aulc þess var Pétur nokkur Guðjónsson, en hann var einn af þeim, sem leggja átti í bjargið, og eg, að- stoðarmaður við myndatökuna og túlkur. Á bátnum var frítt lið og vel búið, því auk bátverja vai' sjálfur bankastjóri okkar Eyjamanna, Viggó Björnsson, Þorsteinn Einarsson íþróttafull- trúi og hálft lögregluslórskota- hð Eyjanna, þ. e. Stefán Árna- son. Átti liann að sjá um að öll viðskipti okkar við Sker- prestinn færu löglega fram. En um það ganga munnmæli, að i skerinu búi verndarvættur einn er Skerprestur nefnist. Eru lion- um færðar fórnir af þeim, sem upp fara ár hvert, en það eru koparskildingar, sem stungið er í vörðu eina efst á skerinu, þar sem presturinn býr. Er við nálg- uðurnst hið fræga Súlnasker, skeði sá dularfulli atburður, að skerið hvarf okkur sjónum með öllu og týndist, en glaða sólskin og heiðskírt allt í kring. Var iþetta fyrirburður sá, er þoka nefnist, og er ekki mjög tíður gestur hjá okkur. Vildu sumir kenna þetta Skerprestinum og þótti ills viti, klerki ekki litist á þangaðkomu okkar og viljað afstýra henni íheð vélabrögðum þessum. Fannst Dam fátt um slíkar útskýringar og skipaði að áfram skyldi haldið og inn í þokuna.Þótt við vissum að Sker- ið lilytf að vera mjög nálægt, fundum við það samt ekki. Við höfðum að visu ekki nein ný- tizku hlustunar- eða þeftæki, þvi annars liefðum við getað „hlustað'1 skerið, eða fugla- gargið í því, eða þefað guano- lyktina, en vonandi verður ráðin bót á þessu fyrir næsta stríð. — Biðum við þarna dorgandi svo sem þrjár klukkustundir, en keyrðum þá í norðausturátt til Eyja. Eftir skamma stund konv um við aftur í glaða sólskin og var þá ákveðið að breyta áætl- un og heimsækja Hellisey í stað- inn fyrir Skerið.Er þangað kom, varð einhverjum litið aftur, — og sjá: Súlnasker stóð baðað í sumarsólinni. Hefir þá Sker- lderkur breytt um skoðun og bauð okkur nú heim, og stóð þá ekki á okkur að þiggja boðið. Var nú „kúvent“ í flýti, j>ó á- liðið væri dags, og lagt að Sker- inu í léttbátnum. Gekk land- takan prýðilega, eins og vænta mátti, þar sem Skerpresturinn verndar alla gesti. Var nú lesin bæn á svokölluðum Bænabring, en hann er í allflestum úteyjum Vestmannaeyja, og er þetta æfa- gömul venja og gefst vel. Að vísu hrapaði einu sinni mað- ur nokkur, er Jón hét ofan af Skerinu þar sem það er lægst, um sextiu metra hæð, og kom niður í sjóinn skammt frá sókningsbátnum, án þess að snerta bergið, því þarna er loft. Er honum skaut upp úr kafinu bað liann bátsverja að gefa sér i nefið og spurði um leið: „Kom mikill dynkur, piltar?“ Lifði hann lengi og var kallaður Jón dynkur, en skakkur var hann nokkuð upp frá þvi. Var nú lagt af stað upp berg- ið, og var Dam liafður á milli þeirra Hjálmars og Svavars í bandþ, ef hann skyldi missa fófestu, því þverhnípt er upp- gangan. Fórum við svona stall af stalli og miðaði sæmilega. Á efsta stallinum spurði eg flug- foringann að því, hvernig hon- um líkaði lífið þarna og kvaðst hann öllu heldur kjósa flugvél- ina fyrir verustað, en vera á þessu ferðalagi, og ekki kvaðst hann í annað sinn mundi fara slíka för. En óhræddur var hann með öllu og hinn vonbezti. Vor- um við nú dregnir eins og vank- aðir gemsar upp síðasta áfang- ann, af þeim Hjálmari og Svav- ari og Skerpresturinn kvaddur að vanda með fóm nokkurra koparpeninga. Voru þá mynda- tökuáhöld Dams dregin upp á bandi og kapteinninn undirbjó myndatökuna og fór að engu óðslega. Gaf þarna að líta ein- hverja þá mestu paradís villtra fugla, sem fyrirfinnst á jörðu hér, enda notaði Dam sér óspart af því, og var síður en svo nízkur á filmur. Tók hann þarna um 600 metra filmulengd. Auk fuglanna léku þeir Svavar, Hjálmar og Pétur, sem orðinn var nærri óvígur, vegna þess að á uppleið náði ein súlan að stinga hann í augnakrókinn, og mátti litlu muna að ekki lilytist stórslys af, eða hann missti aug- að, því súlubroddurinn er livass, enda lá liann marga daga er heim kom, af áverka þessum. Fannst mér þeir „Ieika“ prýði- !lega, er Dam lét þá hlaupa á eftir súlunum, til að fá meira líf í myndina, eða veiða lunda í háf, sem engin Hollywood- stjarna hefði gert betur. Eg var nokkurskonar þi’æll Dams, bar kvikmyndatæki hans á milli og túlkaði fyrirskipanir lians til „leikendanna“, piltanna. Er öllu þessu var lokið, búið að gefa hinar dýrmætu filmur niður að. bát, var hvílst um stund. Sagði Dam þá að þetta yrði perlan úr Islandskvikmyndinni, ef heppn- aðist, og lofaði dýrðlegum veizlufagnaði er i land kæmi, el’ allt gengi slysalaust niður. Eru þetta nefndar „útlátaveizlur“. Var heitið á Skerprestinn að duga okkur sem bezt, og siðan lagt af stað niður. Gekk allt að óskum. Er niður kom voru þeir, er biðu, allskostar fegnir aftur- komu okkar. Höfðu þeir þá dús- að í bátnum um 12 klukkustund- ir og voru orðnir sárleiðir á líf- inu. Er í land kom, efndi Dam dyggilega loforð sín um veizlu- fagnað og hélt ekki aðeins eina, heldur tvær, þar sem sumir úr ferðinni gátu ekki mætt fyrra kvöldið. Árangur af ferð þessari var með ágætum, að sögn Dams sjálfs, en filman „strand- aði“ úti í Danmörku, vegna striðsins, en þó er þess að vænta, að Íslendingum gefist kostur á að sjá hana bráðlega. Sjálfur tók eg eina mynd af Dam í góðri stillingu, og vona eg að hann verði ánægður með hana að stríðinu loknu. í Eldeyjarför haustið 1939. Súlan er glæsilegur fugl og til- komumikill þegar hún steypir sér úr háalofti, 50—100 metra hæð, með útþanda vængi, þráð- beint eins og steypiflugvél yfir bráð. Nái hún bráð sinni, síld eða mjóasíli, situr hún ofur- litla stund, er hún kemur upp á yfirborðið og smjattar á krás- inni. Til þess að reyna að ná Súlur. Þær hafa hvassan gogg og geta ver- ið skaðræðis gripir, ef þær ná að höggva í höfuðið á manni, eins og kom í ljós í ferðinni upp i Súlna- sker með Dam flugforingja. myndum af þessum tígulega fugli gerðist eg þátttakandi i siðustu Eldeyjarför, sem farin var liaustið 1939 og var allrosa- leg. Við lögðum af stað að kvöldi dags frá Eyjum á vélbátnum Vonin, skipstjóri Guðmundur Yigfússon frá Holti, og vélamað- ur, bróðir lians, Jón, sá er kleif þrítugan hamarinn hér á árun- um, er vélbáturinn Sigríður strandaði á flúð við Ofanleitis- hamar. Bjargaði hann þannig allri skipshöfninni, 5 manns, en lagði sjálfur vissulega lífið í sölurnar á móti. Gerðist þetta i stórhríð og kolsvarta myrkri. Aðrir í förinni voru ýmsir góð- ir fjallamenn, en fai'arstjóri var Árni J. Johnsen. Þegai' að Eldev kom um morguninn í birtingu, en þetta var í september; var brim töluvert við eyjuna og ill- lendandi. Var samt ráðist til uppgöngu, þvi menn héldu að veðrið mundi skána er á daginn leið. Gekk ferðin að vonum upp á eyna, sem mun vera um 100 metra standberg. Er leiðin lögð keðjum og boltum, eins og i Súlnaskeri, og er ólíku saman að jafna nú eða var þegar þeir Stefán, Hjalti og Ágúst lögðu veginn þangað fyrstir allra, skömmu fyrir aldamót. Tók uppgangan tæpan klukkutima og fór Hjálmar Jónsson frá Döl- um fyrstur, eins og lians er vandi í slíkum ferðum. Er liann kom upp á brún- ina, gerðu súlurnar nokkrar loftárásir á hann, sem öllum var hrundið. Er allir voru komnir upp, 7 alls, héldu veiðimenn- irnir ráðstefnu um það, hvernig' haga skyldi aðförunum, en eg hélt inn á miðja ey til mynda- töku. Að skammri stundu lið- inni tók að herða storminn, og ekki bætti það úr skák, að nú

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.