Vísir Sunnudagsblað - 08.11.1942, Blaðsíða 5

Vísir Sunnudagsblað - 08.11.1942, Blaðsíða 5
hann biskupsvígslu 1524. Vár lengi fullur fjandskapur milli þessara siðustu katólsku bisk- upa, sem náði hámarki, jer þeir söfnuðu liði hvor um sig (Ög- mundur jrfir 1400 og Jón yfir 1000 manns) og ætluðu að berj- ast á Alþingi á Þingvöllum, senv þó varð ekki af, vegna þess að vitrir menn gengu i milli. En sinn maður af hvorum flokki voru látnir heyja einvígi i öxar- árhólma, og bar sigur úr býtum maður ögmundar,. Eysteinn hinn sterki frá Mörk i Landsveit, sá hinn sami og varði dyr á Hrauni í ölfusi, þegar Torfi í Klofa fór þar að Lénliarði fó- geta og felldi hann árið 1502. Hefir Eysteini ekki mikið verið farið að fara aftur, þó liann væri yfir fertugt (43) ára, er liann háði einvígið. Um siðir sættust þó biskuparnir, þó stórir og ó- vægnir væru, og fór vel á með þeim hin síðari ár, er ögmund- ur biskup lifði. Jón biskup átti stundum i stórfelldum deilum, sem kunn- ugt er, og lék andstæðinga sína hart, eins og t. d. Martein bisk- up Einarsson. En mildur og góð- ur gat hann verið þeim, er létu að hans vilja, og hlýddu hans forsjá. Að siðustu beið hami ósigur í „Sauðafellsför“ fyrir Daða Guðmundssyni sýslumanni i Snóksdal. Hefði þá betur farið en fór, ef hann hefði farið að ráðum Arasonar síns, sem mælt er að hafi þá sagt, að „um, fleira •væri að hugsa en ákefð eina“, er Daði bauð góð sáttaboð, sem biskup hafnaði. Hefir sumt í eðli Guðm. ríka verið of ríkt í eðli Jóns biskups, en of Íílið af sáttfýsi Siðu-Halls. Aftur hefir hún lcomið fram hjá Ara, og ])á ekki síður hjá séra Sigurði á Grenjaðarstað, þeim stór- merka manni. Harmsagan um siðustu daga Jóns biskups og sona hans,Ara og Björns, i þessu lífi er öllum kunn. Hann tók dauða sínum á höggstokknum í Skálholti 1550 (7. nóv.) með þeirri karlmennsku, sem allt hans lif var mótað af, og með vissunni um, að „líf er eftir þetta líf“. Fylgikona, barnamóðir, eða meðhjálp — eins og það var orðað, (vitanlega mátti kat- ólskur prestur og biskup ekki giftast, þó hann mætti eiga börn) Jóns biskups, hét Helga Sigurðardóttir. Mikilhæf kona hefir hún verið. Eru börn henn- ar og Jóns og afkomendur þein-a þar Ijósaslur vottur. Afi hennar var séra Sveinbjörn Þórðarson varabiskup í Múla i Reykjadal, nefndur Barna- Sveinbjörn, sem hefir verið rétU VlSIR SUNNUDAGSBLAÐ 5 nefni, því hann.„átti 50 börn, er hann kenndist við, fyrir utan alla vafagepla", þ. e. launbörn. Á hann liklega met í barnaeign liér á landi, a. m. k. svo kunnugt hafi orðið. Er mikið af merkis- fólki hér á landi fyrr og siðar frá honum komið, auk afkom- enda Helgu sonardóttur lians; t. d. voru þeir Guðbrandur bisk- up og Hallgrimur Pétursson af komendur séra Sveinbjarnar, sá fyrri í þriðja lið frá honum, hinn i fjórða lið. Jón biskup og Helga áttu sex börn, fjóra syni og tvær dæt- ur. Þrír synir þeirra urðu prest- ar, séra Magnús á Grenjaðar- stað („fylgikona" hans var Kristín dóttir Vigfúsar hirð- stjóra á Hlíðarenda — systir önnu á Síóruborg), séra Björn á Melstað, (hans „fylgikona“ var Steinunn Jónsdóttir, Magn- ússonar frá Svalbarði — afkom- andi Lofts ríka — systir Staðar- hólsnPáls, er átti Helgu Ara- dóttir lögm., bróðúrdóttur séra Björns), og séra Sigurður á Grenjaðarstað (var þar eftir bróður sinn) varabiskup, og tví- vegis kosinn biskup á Hólum. Séra Sigurður er talinn mest- ur vitsmunamaður af sonum Jóns biskups. Hann var spakur að viti og friðsamur, enda tók hann aldrei þáttístórræðumföð- ur síns eða bræðra. Barnamóðir hans eða ,meðhjálp“ hét Sesselja Pétursdóttir, Loftssonar, Orms- sonar, Loftssonar ríka; var hún systir Árna i Stóra Dal, föður Magnúsar s. st., er átti Þuríði laundóttur séra Sigurðar, (sbr. ætt frú Guðríðar „prestamóð- ur“). Fjórði sonurinn var Ari lögmaður. Kona hans var Hall- dóra, dóttir Þorleifs ríka Gríms- sonar á Möðruvöllum. Var liún „ríkasti kvenkostur á Norður- landi“. Dæturnar voru: Hin ann- álaða Þórunn á Grund í Eyja- firði (þrigift og sögð fjörug á yngri árum a. m. k.; átti eitt barn, er dó ungt), og Helga, kona Eyjólfs sýslum. Einars- sonar i Stóra Dal undir Eyja- fjöllum. Frá þeim eru komnar Eyvindarmúlaætt, og Höfða- brekku- og Seljalandsættir. Eru \ tveir merkisbændur í Fljótshlíð- inni svo til nýlega látnir sinn af hvorri ætt, þeir Auðunn Jóns- son á Ejwindarmúla og Tómas Sigurðsson á Barkarstöðum. „Niðjar þeirra Jóns biskups og Helgu, urðu svo kynsæhr, að nú mun enginn sá íslendingúr uppi vera, sá er á annað borð verður ættfærður, að ekki sé kominn að einhvei’ju leyti af ætt Jóns biskups Ai'asonar.“ (Menn og menntir I, 27). Jón biskup stofnsetti fyrstu pi-entsmiðju hér á landi, og lét prenla í henni fyrstu bækur, er hér voru prentaðar. Fyrir það eitt mundi nafn hans verða óaf- máanlegt í sögu íslands. Mikla persónu hafði Jón biskup borið. Hann hafði vei'- ið hár vexti, toginleitur og mjög höfðinglegur. Hvítur á hár og skegg á efri árum, og nokkuð lotinn. Um augu lians og yfir- bragð, má geta sér nokkuð næri’i. Jón biskup var með beztu skáldum fyrri tima. Andleg ljóð hans eru með ágætum, bæði að efni og búningi. Og sama má segja um veraldleg kvæði hans og visur. Allt er það með snildai'bragði, oft meinfyndið og hittir naglann beint á höfuð- ið. Sumar visur lians lifa enn, eins og t. d. vísurnar um för séra Þorláks (föður Guðbrands biskups) vestur i Dali, „Sendir voru sextán menn“ og fl. Ein- hver fyrsta vísa Jóns biskups mun vera sú, er hann orkti í gamni um kotið Grýtu, sem hann fæddist i. Kotið heyrði undir Munkaþverárklaustur, og í vísunni er sagt, að ábóti klaustursins, mundi ekki vilja selja kotið þó þrjú stórbýli i Evjafirði — Grund, Gnúpufell og Möðx’vellir — kæmu í móti. Fjórða stói’býlið, Hólai’, yrði að vera með, svo ábótinn vildi farga Grýtu. Vísan er svona: Ýtar buðu Grund við Grýtu, Gnúpufell og Möðruvelli, en ábótinn vill ekki láta aðalból, nema fvlgi Hólar. En einhver síðasta visa hans, ef ekki sú allra síðasla, mun vera þessi, er hann orkti er hann vissi örlög sín i Skálholti: Vondslega hefir oss veröldin blekkt, villt og tælt oss nógu frekt, ef ég skal dæmdur af danskri slekt og deyja svo fyrir kongsins mekt. Því miður er grein mín í síð- asta Sdbl. ekki laus við prent- villur. Verst er sú sem er í fvr- irsögninni: Skáldgáfurnar í staðinn fyrir Skáldgáfuna. Neðsta lína í fyrsta dálki á ann- ari síðu, á að vera þriðja lina i öðrum dálki. Þá er Ivvennan- brekku f. Kvennabrekku. A. J. J. Myndin er tekin þegar sprengjur úr ameriskri flug- vél koma niður í járnbraut- arstöð í Rúðuborg á Frakk- landi.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.