Vísir Sunnudagsblað - 08.11.1942, Blaðsíða 7

Vísir Sunnudagsblað - 08.11.1942, Blaðsíða 7
VÍSIR SUNNUDAGSBLAÐ ? Kontrakt-Bridge brennandi kúlum, er vafðar voru i hamp og svo skotið með spjótum eða örvum. í sjóorust- um voru notaðar brenni- snekkjur, er sendar voru inn á milli skipa óvinanna, og kveiktu út frá sér á alla vegu. Arið 716 er Serkir sóttu að Konstantínópel, segir sagan, að allur þeirra mikli floti (1800 skip) hafi verið brenndur til ösku með eldinum gríska. Vana- legast var eldurinn gríski not- aður í sjóorustu á lílcan hátt og fallbyssur, þannig að í stafni galeiðanna var langur og víður koparhólkur, sem eldinum var blásið í gegnum með stórum fýsibelgjum á skip óvinanna, er setti þau á skammri stundu i bál. I nær 700 ár var tilbúningi eldsins griska haldið vandlega leyndum, svo enginn nema flug- eldameistari keisarans kunni að búa hann til; en að síðustu hafa Serkir annaðhvort uppgötvað aðferðina sjálfir, eða á einhvern sviksamlegan iiátt komist að leyndarmálinu hjá flugelda- meistara keisarans, og eftir að þeir höfðu þetta ægilega vopn í höndum sér notuðu þeir það hlífðarlaust móti hinum kristnu krossförum. Krossfara-riddararnir voru vanir orustum og allskonar hættum, og létu sér fátt fyrir brjósti brenna, en þeir stóðust ekki þetta hræðilega vopn, er spýtti á þá iogandi eldi, með braki og brestum, því herklæði Jæirra stóðust litt fyrir eldinum og ekkert var til varnar. Eldurinn gríski var notaður í orustum fram á miðja fjórt- ándu öld, er púðrið var fundið upp, sem gerbreytti hinni forjiu hernaðaidist. — Floti krossfaranna hafði legið tiu daga við hafnarborgina Skútari og varið þehn tíma til að búa herinn sem bezt undir hið fyrirluigaða áhlaup á borg- ina, að því loknu var svo öllum flotanum haldið yfir sundið. Hernum var skipt i sex deild- ir, forustuliðinu stýrði greifinn af Flandern, og næslu deild stýrði Hinrik bróðir lians, þá greifarnir af Pol, Blars og Mont- merncy, og þar á eftir fylgdi varaliðið, sem var mestmegnis þýzkt og ítalskt, undir stjórn greifans af Monlferrat. Þegar allur herinn var búinn og allt í skipulegri reglu, lagði riddara- liðið fyrst af stað yfir sundið. Hestarnir stóðu söðlaðir og brvnklæddir i flatbotnungun- um, er þeir voru fluttir á, og riddarai'nir stóðu í öllum her- klæðum, liver hjá sinum hesti. Riddarasveinarnir og bogmenn- irnir voru fluttir samtímis jdir sundið. Flulningurinn gekk greitt og komst allur herinn yfir sundið, án nokkui-rar mótstöðu, þrátt fyrir það, að á landi stóðu 70.000 hermanna kéisarans undir vopnum, og búnir til or- ustu; en fransmennirnir gáfu þvi engan gaum. Undir eins og flatbotnungarnir kenndu grunns, var brúm skotið á land, og hver riddari tók sinn hest; gjörðist það með svo skjótri svipan, að riddararnir höfðu fylgt liði sínu á land áður nokkurn varði. Þegar keisarinn sá hversu æfður og samtaka her krossfaranna var, leizt hon- um ekki á að leggja til orustu við þá utan borgar, og tók það til bragðs að hörfa undan með allan sinn her, inn í borgina. Krossfararnir notuðu sér þetta tækifæri, og brutu sér leið inn á höfnina, og á sama tima réðust fransmennirnir á varnarvirkin í Peru og Galata. ítalarnir brutu bjálka og keðjur, sem lokuðu hafnar- mynninu. Á höfninni láu 20 striðs-galeiður, það voru leifar hins griska flota, þeim var skjótt rutt úr vegi, sumum var sökkt en aðrar brenndar til ösku, var þá ekkert til fyrir- stöðu framar, og floti krossfar- anna hélt fyrirstöðulaust inn á Konstantínópel höfn. Að þessu loknu skiptu leið- togarnir verkum með sér. Fransmennirnir tókust á hend- ur að sækja að borginni frá landi, þeim var kærara að liafa fasta jörð undir fótum sér í or- ustum; en Veneziumenn skyldu sækja að horginni frá höfninni, en þar voru múrarnir veikastir. Frönsku riddaj'arnir dreifðu sér meðfram múrunum, er næstum lnirfu sem dropi í liafið undir þeim; það virtist ekki annað sýnna en það yrði þessum fáliðuðu, en áræðnu hermönn- um ofurefli, sem þeir höfðu tekið sér fyrir hendur, að ælla sér að hrjóta liinar sterkustu víggirðingar er þá voru þekktar, og auk þess að mæta liálfri milljón hermanna, sem voru borginni til varnar. Framh. Búkona ein í Nýja Englandi, dugnaðai'forkur, ávarpaði grið- konur sínar á þessa leið: „í dag er mánudagur, á morgun þriðjudagur, og daginn eftir er vikan luálfnuð, og allt ógert. Dragið af ykkur slenið.“ Eftir Kristínu Nú er spilavertíðin hafin á öllum verstöðvum. Spilaboðin eru byrjuð og er óhætt að segja að spilin séu orð- in- ómissandi þáttur í sam- kvæmislífinu. Svo var einnig í hinni gömlu Reykjavík og eru margir, sem hafa heyrt feður sína og mæður afa og ömmur tala um spila- kvöldin i „klúbbnum" og hin notalegu whist- og l’hombre- kvöld í heimahúsum nieð rjúk- andi romtoddy! í whist eins og bi'idge eru tveir samspilarar háðir hvor öðrum og þarf því gott samspil. Góðir whistspilarar spiluðu því alltaf eftir settum reglum og þótti sjálfsagt að kunna þær. I l’hombre eru allar sagnir sjálfstæðar og sá, sem spilar spilið, er óháður og spilar upp á eigin spýtur. En hinir tveir sameina ki’afta sina af öllum mætti á móti honum. L’hombre er mjög þægilegt og fjörugt samkvæmisspil. Ivontraktbridge þykir nú aft- ur á móti vei-a orðið nokkuð há- alvarlegt og ósamkvænxislegt, þegar allir sitja þegjandi og hugsa og hugsa! Þið, sem spilið í samkvæmum við ókunnugt fólk, þekkið af eigin reynslu, að flestir eru nokkurnveginn öruggir með byrjunarsagnirnar. En svo kem- ur annað hljóð í strokkinn, þeg- ar að svörunum kemur. Þá heyrist oft: „Ja ,nú veit eg ekki. Ja, nú kann cg ekki o. s. frv.“ Menn finna j)á að vonum til vankunnáltu sinnai', enda ræður það oflast úrslitum í sögnum, að rétt sé svarað i fyrsta sinn. í dag og í næstu blöðum verða birt nokkur dæmi um svör, sem vonandi gela orðið einhverjum til leiðbeiningar. Setjum svo, að meðspilari liafi byrjað sögn á einu hjarta, millihönd segi pass og við höf- um þessi spil: 1. dæmi: A 10-8-9 ¥ D-6-3 ♦ 0-7-6-2 A Ás-K-7 Með þessi spil svörum við með tveim hjörtum. 2. dæmi: A 7-4 ¥ Ás-9-8-6-3 ♦ K-D ♦ K-D-5-2 Norömann Hér svörum við með þrem hjörtum og er það krafa um game. 3. dæmi: A D-9-6-5 ¥ 10-6-5 ♦ 9-7-4-3-2 * 8 Þegar um svona spil er að ræða, segir maður jiass. 4. dæmi: A 9-7 ¥ K-D-G-8-3 ♦ 4 ♦ S-6-5-3-2 Hér svörum við með fjórum hjörtum, sem þýðir að líklegt sé að game vinnist en ekki meira. 5. dæmi: A 9 ¥ S-6-3-2 ♦ G-9-7-6 ♦ 9-4-3-2 Segið tvö hjörtu, með fjögur tromp og einspil, jxitt enginn hsl. sé á hendi. 6. dæmi: A Ás-5-^-2 ¥ K-6 ♦ K-D-10-2 ♦ D-10 Segið tvö grönd. Ef meðspil- ari segir þrjú hjörtu, segið þá fjögur hjörtu. 7. dæmi: A D-9-7-2 ¥ D-8 ♦ K-10-3-2 4» K-7-6 Svarið með einu grandi. Bridgeþraut úr sunnudagsbl. þ. 1. nóv. Suður spilar út tigul- kóngi. Vestur tekur með ásnum og spilar laufdrottningu. Norð- ur tekur með ásnum, spilar aft- ur laufi og Vestur inn á gosann, en Suður kastar tíguldrottningu. Vestur verður að spila tígli, Suður svinar níunni og spilar út tigulgosa frá Blindum. Austur kemst i kastþröng; verður að kasta aunað hvort hjaríadrottn- ingu eða spaða, en S iður fær báða slagina.

x

Vísir Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/299

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.